Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15. ágúst kl. 09:00-23:00

Kvartettinn Umbra í Stykkishólmskirkju

Um nokkurra ára skeið hefur Listaháskóla Íslands sótt Stykkishólm heim með nemendur sína í tónlistardeildum. Nemendur dvelja þá um vikutíma í Stykkishólmi og samstarf og verkefni þvert á deildir. Afraksturinn er fjölbreytt tónleikahald í Stykkishólmi á meðan á verkefninu stendur auk þess sem nemendur og íbúar í Stykkishólmi gefst kostur á þátttöku í ýmsum smiðjum sem fram fara. Hefur verkefnið mælst mjög vel fyrir af heimamönnum og nemendum LHÍ.

Í einu slíku verkefni kviknaði hugmynd þátttakendanna Alexöndru Kjeld kontrabassaleikara, Arngerður Maríu Árnadóttur orgel og hörpuleikara, Guðbjargar Hlínar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Lilju Dögg Gunnarsdóttur söngvara að stofna tónlistarhóp þar sem ólíkar víddir hinnar fornu tónlistar eru kannaðar. Kvartettinn leit dagsins ljós árið 2014 og hefur flutt forna tónlist í eigin útsetningum hópsins og í spuna með þeirra eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ.

Allar tónlistarkonurnar leika á fleiri en eitt hljóðfæri og/eða syngja. Það er því óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verði í fyrrirrúmi en kvartettinn leikur á tónleikum í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 15. Ágúst nk kl. 21. Efnisskráin samanstendur af miðaldartónlist Evrópu, þ.e. trúarlegri og veraldlegri tónlist frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu, ásamt þjóðlögum frá sömu málsvæðum. Um er að ræða einradda og fjölradda tónlist, sem er bæði sungin og leikin, og eru allar útsetningar í höndum hópsins.

Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverð aðeins kr. 2000, enginn posi er á staðnum.

Nánari upplýsingar:
https://www.umbra-ensemble.com/
https://youtu.be/EG8E23n8_Tg
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
866 2017

 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík