Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
26.-28. júlí

Reykholtshátíð

Reykholtshátið er ein elsta og virtasta tónlistarhátíð landsins sem haldin er síðustu helgina í júlí, ár hvert í Reykholti í Borgarfirði. Hátíðin var fyrst haldin árið 1997. 

Yfirskrift hátíðarinnar er sígild tónlist í sögulegu umhverfi. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og gæði, bæði í dagskrárgerð og tónlistarflutningi. Í gegnum árin hafa margir góðir listamenn, innlendir sem erlendir, komið fram á Reykholtshátíð. 

Hátíðin hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunana 2018 sem Tónlistarhátíð ársins í sígildri- og samtímatónlist. 

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á vefsíðu Reykholtshátíðar. 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 39' 56.448" W21° 17' 13.560"
Staðsetning
Reykholt

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík