Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur
valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með
dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar
hjá yngstu kynslóðinni.

Háafell - Geitfjársetur
Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða.  Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.  Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir.  Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.  Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.  Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.  Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi. Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram. Opið allt árið. 
Gufuá
Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals. Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir: Geitalabb - Lesa meira   Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 
Dýragarðurinn í Hólum
Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"!  Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum. Opið 16. júní - 9. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum. Hlakka til að sjá ykkur.
Ferðaþjónustan Erpsstöðum
Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi. Hópar panti fyrirfram. Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda. Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið. Sjá vefsíðu        

Aðrir (2)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Dalur-hestamiðstöð ehf. Dalland 271 Mosfellsbær 566-6885