Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Vesturlands hefur verið birt

Áfangastaðaáætlun Vesturlands hefur nú verið birt og afhent ferðamálastjóra formlega. Í áætluninni er að finna ýmsar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustu á Vesturlandi og er henni ætlað að styðja við ábyrga þróun ferðamála á svæðinu.
Margrét Björk afhendir ferðamálastjóra skýrsluna
Margrét Björk afhendir ferðamálastjóra skýrsluna

Áfangastaðaáætlun Vesturlands hefur nú verið birt og af því tilefni var ferðamálastjóra formlega afhent eintak af áætluninni síðastliðinn miðvikudag. Í áætluninni er að finna ýmsar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustu á Vesturlandi og er henni ætlað að styðja við ábyrga þróun ferðamála á svæðinu.

Heildstæð stefnumótun

Áfangastaðaáætlanir eru unnar í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna. Um er að ræða heildstæða stefnumótun þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og náttúru. 

Áhersla á samtal og samráð

Á meðan á gerð Áfangastaðaáætlunar Vesturlands stóð var lögð mikil áhersla á samtal við íbúa og aðra hagaðila um framtíðarsýn þeirra varðandi þróun ferðamála á svæðinu. Þetta samtal og samráð lagði grunninn að stefnumótun ferðamála fyrir Vesturland. Í áætluninni eru því sett fram framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun sem verður höfð að leiðarljósi næstu ár við uppbyggingu ferðamála. 

Verkefnisstjóri Áfangastaðaáætlunar Vesturlands er Margrét Björk Björnsdóttir. 

  Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Skýrsluna má nálgast hér.