Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2022

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið 24. mars síðastliðinn. Ferðaþjónustuaðilar og gestir voru jákvæðir og ánægðir að geta loksins komið saman eftir langa bið og var margt um manninn í Kórnum í Kópavogi.

Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna. Ferðakaupstefnan er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Viðburðurinn er sá fjölmennasti í íslenskri ferðaþjónustu og hefur skipað sér sess sem einn mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu. Þar gefst samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofa landshlutanna tækifæri til að kynna sig fyrir fólki í ferðaþjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og koma á nýjum viðskiptasamböndum og styrkja þau sem fyrir eru. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá.

Alla jafna fer Mannamót fram í janúar en féll það niður árið 2021 og var frestað fram í mars í ár vegna Covid faraldursins. Um það bil 220 fyrirtæki mættu á ferðakaupstefnuna sem sýnendur og um 700 gestir sóttu sýninguna í ár. 

Myndir frá Mannamótum