Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykholtshátíð 26. -28. júlí

Kirkjudegi í Reykholti fagnað. 

Tónleikar, fyrirlestur og hátíðarmessa á Reykholtshátíð 2019 sem verður haldin helgina 26. til  28. júlí

Reykholtshátíð 2018 hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarhátíð ársins í sígildri- og samtímatónlist. Í umsögn dómnefndar segir:

Reykholtshátíð var stofnuð árið 1997 og telst því til elstu tónlistarhátíða landsins. 

„Metnaðarfull tónlistarhátíð á sögufrægum slóðum og fögrum stað með sterkan listrænan fókus. Þar mætast fyrirtaks tónlistarflutningur og jafnvægi milli erlendra sígildra verka og íslenskra tónverka sem sjaldan hafa verið flutt hér á landi. Heildstætt faglegt yfirbragð á hátíð sem vaxið hefur ásmegin með ári hverju að undanförnu.“ 

Hátíðin hefur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reykholtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudag júlímánaðar. 

Yfirskrift hátíðarinnar, sígild tónlist í sögulegu umhverfi, lýsir vel inntaki hennar og áherslum. Sveitasælan í Reykholti og fagur hljómburður Reykholtskirkju veitir bæði áheyrendum og tónlistarmönnum tækifæri til að upplifa hágæða tónlistarflutning á einum sögufrægasta stað Íslands. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og gæði, bæði í dagskrárgerð og tónlistarflutningi. Í gegnum árin hafa margir góðir listamenn, innlendir sem erlendir, komið fram á Reykholtshátíð og nokkur íslensk tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir hátíðina, m.a. Þorkell Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Þórður Magnússon og Hugi Guðmundsson.

Fyrstu fimmtán árin var Steinunn Birna Ragnarsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar þar til Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari tók við árið 2011. Tveimur árum síðar tók Sigurgeir Agnarsson sellóleikari við og er nú listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

 

Að þessu sinni ber sunnudaginn næsta við Ólafsmessu hina fyrri upp á 28. júlí. Þann dag árið 1996 var ný kirkja vígð í Reykholti. Síra Sigurður Sigurðarson Skálholtsbiskup vígði kirkjuna við hátíðlega athöfn. Biskupar Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson og frú Agnes Sigurðardóttir hafa predikað á fyrri Reykholtshátíðum auk herra Sigurbjörns Einarssonar sem þar predikaði eftirminnilega skömmu fyrir lát sitt, en hann dó í ágústmánuði árið 2008. Síra Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup hefur predikað á Reykholtshátíð og nýr vígslubiskup í Skálholti, síra Kristján Björnsson mun nú predika á kirkjudegi.

Sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt síra Flóka Kristinssyni á Hvanneyri. Viðar Guðmundsson organisti leikur á orgelið og félagar úr Reykholtskórnum syngja við athöfnina. Tónlistarfólk Reykhátíðar leikur einnig við athöfnina. Að henni lokinni býður sóknin í messukaffi.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Reykholt um helgina til að njóta tónlistar í Reykholtskirkju og messu og fyrirlestrar í  bókhlöðu Snorrastofu á laugardeginum kl. 13, en þar fjallar Bjarni Guðmundsson professor emeritus um bóndann Gísla Súrsson í Haukadal.

Skoðað verður baksvið búskaparins og leitað fyrirmynda frá ættarslóðum Gísla í Súrnadal í NV-Noregi. Auk þess verður lesið í frásagnir Gísla sögu og stuðst við fornleifarannsóknir sem gerðar voru í Haukadal undir lok 19. aldar. Reynt verður að skoða líklega búskaparhætti Haukdæla í ljósi landkosta og með hliðsjón af búskaparháttum