Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vesturland valið vetrar áfangastaður Evrópu 2018 af Luxury Travel Guide

Annað árið í röð hefur Vesturland hlotið viðurkenningu í tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu og árið 2018 sem vetrar áfangastaður Evrópu.
Verðlaunagripnum stillt upp við Guðlaugu á Langasandi.
Verðlaunagripnum stillt upp við Guðlaugu á Langasandi.

Annað árið í röð hefur Vesturland hlotið viðurkenningu í tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu og árið 2018 sem vetrar áfangastaður Evrópu. 

Luxury Travel Guide valdi Vesturland ,,Winter Destination of Europe” 2018. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og þá sérstaklega heillandi yfir vetrarmánuðina.

Vetrar áfangastaður Evrópu 2018

Í greininni hjá Luxury Travel Guide eru m.a. nefnd falleg skíðasvæði. Náttúrulaugarnar hjá Krauma þar sem hægt er að slaka á og njóta í fallegu umhverfi, í heitu vatninu frá Deildartunguhver. Paradísin Snæfellsnes með töfrandi hraunbreiðurnar, eldgígana og heillandi litlu fiskiþorpin. Fallega svæðið í kringum Húsafell með fossana, villtu blómin og nálægðina við ísgöngin í Langjökli og Víðgelmi, stærsta hraunhelli landsins. Ekki má svo gleyma fjölmörgum fallegum og myndrænum stöðum þar sem sjá má norðurljósin.

Þegar Vesturland er annars vegar er af nógu að taka og ferðaþjónusta hefur blómstrað hér á síðustu árum bæði með nýjungum og rótgrónum ferðaþjónustum. Mikið hefur verið lagt í að auka aðgengi og byggja upp áfangastaði. Það eru spennandi tímar framundan á Vesturlandi og við tökum fagnandi á móti nýju ári.

 

Umfjöllun um Vesturland í LTG 2018