Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grunnur að leiðarvísi fyrir ferðaskipuleggjendur - vinnufundir

Nú er komið að síðustu vinnufundunum í verkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi.

Kynningar- og vinnufundur í Stykkishólmi 25.04.2023 - Upptökur frá erindum

Annar stóri kynningar- og vinnufundurinn í „skipaverkefninu“ á Snæfellsnesi var haldin í samkomusal Fosshótel Stykkishólms þriðjudaginn 25. apríl.

Hefur þú skoðun á móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi?

-Ertu að taka þátt í samráðsverkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi? -Skráðu þig á upplýsinga- og vinnufundinn í Stykkishólmi á morgun ef þú vilt hafa eitthvað um málið að segja 😉
Gengið um Englandsslóðir - Ljósm: Hafþór Ingi Gunnarsson

Rúmar 50 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaða á Vesturlandi

6 verkefni á Vesturlandi hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 50,8 milljónir. Alls hlutu 28 verkefni styrk en Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal þann 14. apríl síðastliðinn.

Móttaka skemmtiferðaskipa og farþega á Snæfellsnesi

Áfanga- og markaðssvið SSV er þessa dagana og næstu vikur að vinna að verkefni sem felur í sér að vinna með heimafólki að gerð staðbundinna leiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og skipafarþega á Snæfellsnesi. Verkefnið er unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Stykkishólm, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Svæðisgarðinn Snæfellsnes og AECO (The Association of Arctic Expedition Cruise Operators. Að auki kemur Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI að verkefninu með ráðgjöf og aðstoð.
Fundarstjóri ásamt fyrirlesurum dagsins í Hjálmakletti.

Upptaka frá fundi - Aukin hæfni starfsfólks - fjársjóður í ferðaþjónustu á Vesturlandi

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir opnum fundi í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarfjarðar, þann 8.
Fosshótel Reykholt

Aukin hæfni starfsfólks - fjársjóður í ferðaþjónustu á Vesturlandi - Opinn fundur í Hjálmakletti

Við bjóðum til opins fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi miðvikudaginn 8. mars kl. 10:00. Á fundinum verður sjónum beint að hæfni, gæðum og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu.

Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í fimm landa vinnustofu í London

Íslandsstofa skipulagði vinnustofuna í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia.

Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuna

Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Fulltrúar Hvammsvíkur á Icelandair Mid-Atlantic 2023

Icelandair Mid-Atlantic

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic var haldin í 29 skiptið í Laugardalshöllinni 27. janúar síðastliðinn.
Frá Mannamótum 2023

Vel heppnað Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið fimmtudaginn síðastliðinn í Kórnum í Kópavogi. Það var margt um manninn, góð stemning og mikil bjartsýni ríkjandi innan ferðaþjónustunnar.
Frá Mannamótum 2021

Árið byrjar af krafti í ferðaþjónustu á landsvísu

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi í næstu viku, fimmtudaginn 19. janúar.