Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2026
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2026.
Umsóknarfresturinn er til kl. 13:00 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.
Ferðaþjónusta á Vesturlandi á fljúgandi ferð
Ferðaþjónustan á Vesturlandi blómstrar og skráðar gistinætur hafa tekið stórt stökk upp á við á síðustu mánuðum.
Hvar ætlar þú að vera 12. ágúst 2026?
12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sýnilegur víða á Vesturlandi – sjaldgæf og ógleymanleg upplifun.
Nú er ekki seinna vænna að hefja heimavinnuna: kynna sér feril myrkvans, velja sér stað og undirbúa sig fyrir þennan atburð.
Nýtt Vesturlands borðkort komið út.
Markaðsstofa Vesturlands hefur gefið út glænýtt borðkort af Vesturlandi sem nú er aðgengilegt fyrir almenning.
Kortið sýnir helstu staði, náttúruperlur og alla samstarfsaðila Markaðsstofunnar á svæðinu.
Borðkortið er hannað með notagildi og fegurð að leiðarljósi – tilvalið bæði fyrir ferðafólk, heimamenn og þjónustuaðila sem vilja fá góða yfirsýn yfir Vesturland.
Vettvangsferð Ferðamálastofu og ráðuneytis á Vesturlandi
Fulltrúar Ferðamálastofu og Atvinnuvegaráðuneytisins voru í vettvangsferð um Vesturland 19.–20. júní. Með í för voru Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Elías Bj. Gíslason þjónustustjóri og María Reynisdóttir frá ráðuneytinu. Margrét Björk Björnsdóttir og Kristján Guðmundsson frá Markaðsstofu Vesturlands lóðsuðu hópinn og skipulögðu heimsóknir.
Markmiðið var að skoða aðstæður á vettvangi, hitta heimafólk og ræða lykiláherslur í ferðamálum: aðgengi, ábyrgð, öryggi, þolmörk, almannarétt, stýringu, gjaldtöku og fleiri málefni sem tengjast sjálfbærri þróun greinarinnar.
Ferðin var afar gagnleg fyrir alla aðila – dýrmætt var að fá tækifæri til að skoða verkefni og staði, kynnast frábæru fólki á svæðinu og eiga opið og hreinskiptið samtal um áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu. Samstarf, samráð og sameiginleg sýn eru lykilatriði þegar byggja á upp ábyrga og sjálfbæra ferðaþjónustu sem styður við samfélagið og verndar auðlindir svæðisins til framtíðar.