Fara í efni
  þúsund
Fjöldi íbúa
 
Erlendir ferðamenn sem heimsækja Vesturland
  millj.kr.
Úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2020-2024
 
Söfn, setur og menningarhús
 
Gistinætur í landshlutanum

Áfangastaðaáætlun – tilgangur og markmið

Áfangastaðaáætlun – tilgangur og markmið

Áætlunin er gerð að frumkvæði stjórnvalda og unnin af stoðþjónustu ferðamála á svæðinu í nánu samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og aðra hagaðila.
Markmið áfangastaðaáætlunar er að móta sameiginlega sýn á framtíð ferðamála á svæðinu. Hún setur fram samræmdar áherslur varðandi stýringu, skipulag og stefnu um þróun ferðamála og uppbyggingu innviða.
Við vinnu áfangastaðaáætlunar er lögð áhersla á að fá heildstæða mynd af stöðu svæðisins – meðal annars hvað varðar legu lands og byggðamynstur, sérstöðu og menningu, innviði og þróun ferðamála. Slík yfirsýn gerir kleift að vinna markvisst að aukinni samvinnu, með áherslu á sérkenni landshlutans og eflingu allra svæða hans.

Áætlunin markar jafnframt stefnu og skilgreinir þær áherslur og leiðir sem hafa á að leiðarljósi við uppbyggingu, framþróun og stýringu ferðamála á svæðinu. Hún stuðlar að jákvæðum framgangi atvinnugreinarinnar, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun, auk þess sem hún er góður grunnur að aukinni samkennd, samráði og samstarfi.
Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2020–2023 byggir á fyrri áætlun sem gefin var út í upphafi árs 2019. Markvisst hefur verið unnið eftir þeirri stefnu, markmiðum og aðgerðaáætlun sem þar voru sett fram, í samræmi við áherslur stjórnvalda um þróun ferðamála og áfangastaðavinnu á Íslandi.

Uppbyggingarverkefni sveitarfélaga

Áfangastaðaáætlun 2021-2025

Við mótun áfangastaðaáætlunar fyrir Vesturland er unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Í áætluninni eru skilgreind staðbundin uppbyggingarverkefni sem hvert sveitarfélag velur út frá sínum þörfum og forgangi.
Verkefnin miða að því að bæta aðgengi, þjónustu og upplifun ferðamanna, ásamt því að efla grunninnviði og skapa nýja áfangastaði. Öryggi ferðamanna og heimamanna er okkur afar mikilvægt og er haft að leiðarljósi við alla framkvæmd.
Með þessu verklagi er stuðlaðað samstilltri og sjálfbærri þróun ferðaþjónustu á Vesturlandi þar sem samráð, gæði og öryggi eru í forgrunni.

Fyrirsagnir frétta

  • Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í Starfamessum haustsins

    Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Þar er skapaður vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir til að kynna fjölbreyttar námsleiðir, störf og framtíðartækifæri fyrir nemendur og samfélagið á Vesturla…
  • Skráning fyrir gesti og sýnendur á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026

    Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar 2026 frá klukkan 12 til 17. Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsun…
  • Vestnorden kaupstefnan fór fram á Akureyri

      Vestnorden kaupstefnan fór fram á Akureyri í síðustu viku, í 40. skipti. Þar komu saman um 550 gestir frá tæplega 30 löndum á stærsta viðburði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Markaðsstofa Vesturlands tók þátt á kaupstefnunni ásamt öflugum fyrirtækju…
  • Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2026

    Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfresturinn er til kl. 13:00 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.