Áfangastaðaáætlun – tilgangur og markmið
Áfangastaðaáætlun – tilgangur og markmið
Áætlunin er gerð að frumkvæði stjórnvalda og unnin af stoðþjónustu ferðamála á svæðinu í nánu samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og aðra hagaðila.
Markmið áfangastaðaáætlunar er að móta sameiginlega sýn á framtíð ferðamála á svæðinu. Hún setur fram samræmdar áherslur varðandi stýringu, skipulag og stefnu um þróun ferðamála og uppbyggingu innviða.
Við vinnu áfangastaðaáætlunar er lögð áhersla á að fá heildstæða mynd af stöðu svæðisins – meðal annars hvað varðar legu lands og byggðamynstur, sérstöðu og menningu, innviði og þróun ferðamála. Slík yfirsýn gerir kleift að vinna markvisst að aukinni samvinnu, með áherslu á sérkenni landshlutans og eflingu allra svæða hans.
Áætlunin markar jafnframt stefnu og skilgreinir þær áherslur og leiðir sem hafa á að leiðarljósi við uppbyggingu, framþróun og stýringu ferðamála á svæðinu. Hún stuðlar að jákvæðum framgangi atvinnugreinarinnar, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun, auk þess sem hún er góður grunnur að aukinni samkennd, samráði og samstarfi.
Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2020–2023 byggir á fyrri áætlun sem gefin var út í upphafi árs 2019. Markvisst hefur verið unnið eftir þeirri stefnu, markmiðum og aðgerðaáætlun sem þar voru sett fram, í samræmi við áherslur stjórnvalda um þróun ferðamála og áfangastaðavinnu á Íslandi.

Áfangastaðaáætlun 2021-2025
Við mótun áfangastaðaáætlunar fyrir Vesturland er unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Í áætluninni eru skilgreind staðbundin uppbyggingarverkefni sem hvert sveitarfélag velur út frá sínum þörfum og forgangi.
Verkefnin miða að því að bæta aðgengi, þjónustu og upplifun ferðamanna, ásamt því að efla grunninnviði og skapa nýja áfangastaði. Öryggi ferðamanna og heimamanna er okkur afar mikilvægt og er haft að leiðarljósi við alla framkvæmd.
Með þessu verklagi er stuðlaðað samstilltri og sjálfbærri þróun ferðaþjónustu á Vesturlandi þar sem samráð, gæði og öryggi eru í forgrunni.
Fyrirsagnir frétta
-
Vilt þú koma og vinna með okkur?
Við hjá Markaðsstofu Vesturlands (MSV) og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) leitum að skapandi, tæknisinnuðum og framsýnum verkefnastjóra til að vinna með okkur í miðlun og markaðsmálum. Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefu… -
Markaðsstofur landshlutanna stilltu saman strengi á Ströndum
Vinnufundur markaðsstofa landshlutanna á Ströndum Dagana 12.–13. nóvember héldu markaðsstofur landshlutanna árlegan haustfund, að þessu sinni í Bjarnarfirði á Ströndum. Fulltrúar allra markaðsstofa og Ferðamálastofu komu þar saman til að efla samsta… -
Hvernig skipuleggur Z kynslóðin ferðalög sín?
Hvernig skipuleggur Z kynslóðin ferðalög sín? Hvað hefur áhrif á ákvörðunartöku hennar og hvaða væntingar hefur hún til upplifunar og þjónustu? Þessum spurningum verður svarað á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem ber yfirskriftina „Ferðalag með… -
Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í Starfamessum haustsins
Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Þar er skapaður vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir til að kynna fjölbreyttar námsleiðir, störf og framtíðartækifæri fyrir nemendur og samfélagið á Vesturla…
