Fara í efni

Silfurhringurinn

Silfurhringurinn – ný ferðamannaleið á Vesturlandi

Silfurhringurinn er ný heildstæð ferðamannaleið á Vesturlandi í Borgarfirði á Íslandi. Leiðin sameinar sögulegan arfleifð, jarðhita, sjálfbæra orkunýtingu og fjölbreyttar náttúruupplifanir á stuttu svæði. Verkefnið miðar að því að þróa Silfurhringinn sem sterkan, sjálfbæran og aðgengilegan áfangastað fyrir ferðamenn á Íslandi allt árið.

Silfurhringurinn – saga Snorra og víkinga á einstaka ferðamannaleið á Íslandi

Í Borgarfirði er sagan allt um kring. Silfurhringurinn tengir saman áfangastaði sem tengjast Snorra Sturlusyni og víkingaöld. Snorri Sturluson hafði gífurleg áhrif á sagnaarf heimsins með verkum eins og Snorra-Eddu og Heimskringlu. Í Borgarfirði má upplifa þann sagnaheim þar sem sagan, landslagið og menningararfurinn mætast á einni ferðamannaleið á Íslandi.

Á Landnámssetrinu í Borgarnesi geta gestir fræðst um hvernig víkingarnir settust að á Íslandi. Borgarfjörður var kjörinn staður til landnáms vegna frjósams landbúnaðarlands, laxveiðiáa og góðrar aðstöðu til búsetu. Fyrir Borgarfjörður ferðamenn sem leita að sögulegri og menningarlegri upplifun er Silfurhringurinn náttúruleg leið til að kynnast landnámi, víkingum og miðaldamenningu á Íslandi.

Húsafell – sjálfbær áfangastaður á Silfurhringnum

Húsafell er mikilvægur hluti Silfurhringsins og eitt skýrasta dæmið um sjálfbæran áfangastað á Íslandi. Þar er framleitt eigið rafmagn og heitt vatn kemur beint úr jörðinni. Húsafell byggir þannig á sjálfbærri orkunýtingu sem styður við ábyrga ferðaþjónustu og gerir Silfurhringinn að framtíðar ferðamannaleið á Vesturlandi.

Í Húsafelli eru Giljaböðin, náttúruleg baðupplifun í einstöku umhverfi þar sem gestir baða sig umvafðir skógum, klettum og kyrrð. Á Silfurhringnum eru einnig Krauma-böðin sem nýta heita vatnið úr vatnsmesta hver Evrópu. Þar er blandað saman heitu vatni úr hvernum og köldu jökulvatni til að skapa rólega og einstaka baðupplifun fyrir ferðamenn sem vilja prófa nýja ferðamannaleið á Íslandi.

Jarðhiti, matarkarfa og stuttar leiðir frá gróðurhúsi á disk

Mikill jarðhiti á svæðinu gerir gróðurhúsarækt að mikilvægum hluta Silfurhringsins. Á svæðinu er rækt mikið af fersku grænmeti sem nýtt er beint á veitingastöðum á Silfurhringnum. Þannig verður matarmenningin nátengd svæðinu: stuttar flutningsleiðir, ferskt hráefni og áhersla á gæði. Fyrir ferðamenn í Borgarfirði sem vilja kynnast staðbundinni íslenskri matarmenningu er Silfurhringurinn sterkur kostur.

Náttúruupplifanir á ferðamannaleið á Vesturlandi: jöklar, hraunhellir og stórbrotin náttúra

Silfurhringurinn býður upp á fjölbreyttar náttúruupplifanir á stuttum vegalengdum. Frá svæðinu er gott aðgengi að jöklum og hægt er að fara upp á Langjökul þar sem manngerð göng í ísnum gera gestum kleift að upplifa jökulinn að innan. Þetta gerir Silfurhringinn að áhugaverðri ferðamannaleið á Vesturlandi fyrir þá sem vilja sameina sögu og ævintýri.

Á Silfurhringnum er einnig stærsti hraunhellir landsins. Þar er hægt að ganga inn í dularfullan heim hraunmynda og upplifa náttúruöflin á einstakan hátt. Samspil jökuls, hrauns, vatns og jarðhita gerir Silfurhringinn að fjölbreyttum og eftirminnilegum áfangastað fyrir ferðamenn á Íslandi sem vilja fara út fyrir hefðbundnar leiðir.

Þjónusta, gisting og veitingar fyrir Borgarfjörð ferðamenn

Þjónustustig á Silfurhringnum er hátt. Á svæðinu er mikið af góðum hótelum, gististöðum og veitingastöðum með skýra sérstöðu. Þar er lögð áhersla á persónulega þjónustu, staðbundið hráefni og einstaka upplifun fyrir ferðamenn. Silfurhringurinn er vel aðgengilegur frá höfuðborgarsvæðinu og hentar fjölskyldum, pörum, hópum og einstaklingum sem leita að vel skilgreindri ferðamannaleið á Íslandi.

Af hverju heitir hann Silfurhringurinn?

Nafnið Silfurhringurinn tengist sögu svæðisins og víkinga. Silfur var ein helsta viðskiptavara víkinga og tákn um auð og völd. Í sögunum er sagt að víkingurinn og skáldið Egill Skallagrímsson hafi falið silfur sitt áður en hann lést. Margir hafa leitað silfursins í gegnum aldirnar, en enginn fundið það enn.

Í dag vísar nafnið Silfurhringurinn bæði til þessa sögulega silfurs og þess „silfurs“ sem svæðið geymir í nútímanum: sjálfbærrar orku, jarðhita, gróðurhúsa, matarmenningar, náttúru og sterks samfélags. Fyrir Borgarfjörður ferðamenn sem leita að innihaldsríkri og sjálfbærri upplifun er Silfurhringurinn einstök ferðamannaleið á Vesturlandi á Íslandi.

Er silfrið enn í Borgarfirði – og finnur þú þitt silfur á Silfurhringnum?

 

 

 

1. Hvað er Silfurhringurinn?

Silfurhringurinn er heildstæð ferðaleið um Borgarfjörð á Vesturlandi. Hún tengir saman sögustaði, náttúruperlur, jarðhita, sjálfbærar byggðir, jökla, hella og náttúruböð á einni samfelldri ferðamannaleið á Íslandi.

2. Hvar er Silfurhringurinn?

Silfurhringurinn er á Vesturlandi, nánar tiltekið í Borgarfirði. Leiðin liggur frá Borgarnesi upp Borgarfjörðinn, um helstu áfangastaði svæðisins og aftur til baka eftir hring eða lykkju, eftir því hvernig ferðin er skipulögð.

3. Hvernig kemst ég á Silfurhringinn frá Reykjavík?

Það er mjög þægilegt að komast á Silfurhringinn frá Reykjavík. Farið er um Hvalfjarðargöng í átt að Vesturlandi og er Borgarnes fyrsti viðkomustaður. Þaðan er haldið upp Borgarfjörðinn þar sem ferðin um Silfurhringinn hefst. Enginn fjallvegur er á leiðinni og svæðið er eitt snjóléttasta svæði Íslands.

4. Hversu langur er Silfurhringurinn og hvað tekur hann langan tíma?

Silfurhringurinn er sveigjanleg ferðaleið – hægt er að upplifa helstu staði á einum degi, en margir velja að dvelja 2–3 daga til að njóta náttúru, sögu, baða og afþreyingar í rólegheitum. Sem gróf viðmiðun má segja að þetta sé einstaklega hentug dagsferð frá Reykjavík, en einnig kjörin helgar- eða styttri fríferð.

5. Er hægt að keyra Silfurhringinn allt árið?

Já. Allir helstu náttúrustaðir, þjónusta og afþreying á Silfurhringnum eru opin stóran hluta ársins og margt er í boði allt árið. Á svæðinu er mikið af notalegum hótelum og gististöðum sem taka á móti gestum bæði sumar og vetur. Það þarf alltaf að fylgjast með veðurspám og færð eins og annars staðar á Íslandi, en almennt er aðkoman greið og án fjallvega. Haustin eru sérstaklega falleg á Silfurhringnum – að sjá Hraunfossa í haustlitunum er einstök upplifun.

6. Er Silfurhringurinn fjölskylduvæn ferðaleið?

Já, Silfurhringurinn hentar mjög vel fyrir fjölskyldur. Vegalengdir milli staða eru tiltölulega stuttar, auðvelt er að finna stutt stopp, gönguleiðir við hæfi og fjölbreytta afþreyingu fyrir bæði börn og fullorðna – allt frá sundlaugum og böðum til jöklaferða, hellaheimsókna og sögusýninga. Á vorin er nauðsynlegt að heimsækja Háafell og sjá kiðlingana.

7. Hvaða helstu náttúruperlur eru á Silfurhringnum?

Á Silfurhringnum má meðal annars finna Hraunfossa og Barnafoss, Deildartunguhver, Húsafell og Víðgelmi. Fjallasýnin er einstök á Silfurhringnum – að sjá sólarupprás í austri er einstök upplifun og að horfa á sólsetrið við Snæfellsjökul er ekki síður sérstakt.

Hér má finna ár, dali og skógi vaxin svæði, jökla í sjónmáli og hraunsvæði með einstökum jarðfræðifyrirbærum. Náttúran er fjölbreytt á stuttum kafla – frá ám og fossum yfir í hraun, heita hveri og jökla.

9. Hvað með böðin – hvaða náttúruböð eru á Silfurhringnum?

Á Silfurhringnum eru nokkur einstök böð. Í Húsafelli bíða Giljaböðin sem bjóða kyrrð og náttúrulegt umhverfi. Nálægt Deildartunguhver eru Krauma-böðin sem nýta heita vatnið úr vatnsmesta hver Evrópu, blandað köldu vatni úr fjallalindum. Saman mynda þessi böð sterka baðleið á Vesturlandi.

Náttúrulegar sundlaugar eins og Hreppslaug, byggð árið 1928, eru mikið notaðar af heimamönnum. Einnig eru fjölskylduvænar laugar eins og til dæmis sundlaugin í Borgarnesi.

10. Er hægt að fara á jökla og í hella á Silfurhringnum?

Já. Frá Silfurhringnum er gott aðgengi að Langjökli þar sem hægt er að fara í skipulagðar jöklaferðir og heimsækja manngerð göng inni í jöklinum til að upplifa ísinn að innan. Á svæðinu er einnig stærsti hraunhellir landsins, þar sem boðið er upp á leiðsagðar ferðir inn í hraunmyndanir og jarðfræðilegt undraland neðanjarðar.

11. Hvernig er matur og veitingar á Silfurhringnum?

Matarupplifun á Silfurhringnum er nátengd svæðinu. Vegna mikils jarðhita er á svæðinu öflug gróðurhúsarækt og ferskt grænmeti fer beint þaðan inn á veitingahús svæðisins. Þar er lögð áhersla á staðbundið hráefni, stuttar flutningsleiðir og gæði. Á leiðinni eru fjölbreyttir veitingastaðir, kaffihús og bistró með sína sérstöðu.

12. Hvaða gistimöguleikar eru í boði á Silfurhringnum?

Á Silfurhringnum er mikið af góðum hótelum, gistihúsum, sumarhúsum og öðrum gistimöguleikum. Þjónustustig er hátt og gestir geta valið á milli notalegrar sveitangistingar, hótela með veitingum á staðnum, fjölskylduvænna gististaða og rólegra sumarhúsa í náttúrunni.

13. Hentar Silfurhringurinn bæði í keyrslu á eigin vegum og skipulögðum hópferðum?

Algjörlega. Silfurhringurinn er kjörin leið til að njóta á eigin bíl fyrir þá sem vilja aka á eigin hraða, stoppa þar sem hugurinn girnist og dvelja lengur á einstökum stöðum. Á sama tíma er leiðin vel til þess fallin fyrir skipulagðar hópferðir, dagferðir frá Reykjavík og lengri pakkaferðir um Vesturland.

14. Er Silfurhringurinn góð vetrarleið?

Já, að því gefnu að fylgst sé með veðri og færð eins og annars staðar á Íslandi. Aðkoman frá Reykjavík og upp Borgarfjörð er yfirleitt greið og án fjallvega. Veturinn býður upp á norðurljós, snævi þakta dali, heit böð og notalega gistingu – sem gerir Silfurhringinn að mjög aðlaðandi vetraráfangastað.

15. Af hverju heitir ferðaleiðin Silfurhringurinn?

Silfur var ein helsta viðskiptavara víkinga og tákn um auð og völd. Í sögunum er sagt að Egill Skallagrímsson, víkingur og skáld úr Borgarfirði, hafi falið silfur sitt áður en hann lést, og margir hafa leitað þess í gegnum tíðina. Nafnið Silfurhringurinn vísar bæði til þessarar sögu og til þess „silfurs“ sem svæðið geymir í dag – jarðhita, sjálfbærrar orku, gróðurhúsa, matarmenningar, náttúru og sterks samfélags.

 

Höfundur: Kristján Guðmundsson Markaðsstofu Vesturlands