Fara í efni

Silfurhringurinn – Útsýnispallur yfir Borgarfjörð

 

Útsýnispallurinn Silfurhringurinn er nýr og einstakur viðkomustaður á ferðaleiðinni um Borgarfjörð sem kallast Silver Circle. Markmiðið með pallinum er að skapa spennandi stað þar sem gestir geta notið stórbrotins útsýnis yfir Borgarfjörð, jökla og fjöll.
Staðsetning og sérstaða
Pallurinn er hannaður sem hringlaga útsýnispallur með öruggu aðgengi frá vegi.
Á handriði pallsins eru upplýsingar um fjöll og kennileiti sem blasa við, svo gestir geti fræðst um landslagið á meðan þeir ganga hringinn – eins og á stórri útsýnisskífu.
Frá pallinum sést til Snæfellsjökuls, Eiríksjökuls, Þórisjökuls og Langjökuls, sem gerir hann að einum fáum stöðum á Íslandi þar sem fjórir jöklar blasa við í senn