Þórufoss í Kjós
Áberandi foss í Laxá í Kjós þar sem áin fellur niður í þröngt gljúfur rétt neðan við Stíflisdalsvatn. Þórufoss varð alþjóðlega þekktur eftir að hafa birst í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, sem leiddi til mikillar aukningar í gestakomum. Vaxandi aðsókn kallar á skýra stefnumótun, stýringu og uppbyggingu innviða og upplýsingagjöf til að stuðla að öryggi gesta, vernda viðkvæma náttúru og taka tillit til þolmarka og lífsgæða heimafólks.
Framtíðarsýn fyrir staðinn:
- Kennileiti og segull fyrir ferðasvæðið
- Áningarstaður/útivistarleið; menningar-/náttúruupplifun
Tilgangur / áhersluatriði verkefnis:
- Náttúru- /minjavernd
- Öryggi ferðafólks
- Þolmörk heimafólks
- Upplifun gesta
- Uppbygging áningarstaða/segla á minna sóttu svæði
Helstu aðgerðir og verkþættir:
- Skipulag og hönnun
- Öryggisaðgerðir
- Náttúru-/minjavernd
- Aðgengi og stígagerð
- Merkingar og upplýsingagjöf
Meðalfellsvatn - útivistarsvæði
Vinsælt útivistar- og veiðisvæði í Kjós með silungsveiði og tengingu við Bugðu og Laxá í Kjós. Vatnið og nærliggjandi votlendissvæði bjóða upp á fjölbreytta náttúruupplifun, fuglaskoðun og fjölskylduvæna útivist í opnu landslagi. Aukin nýting svæðisins kallar á skýra stefnumótun og markvissa stýringu, upplýsingagjöf og innviðauppbyggingu til að vernda lífríki, tryggja góða upplifun gesta og taka tillit til þolmarka og hagsmuna heimafólks.
Framtíðarsýn fyrir staðinn:
- Áningarstaður/útivistarleið; menningar-/náttúruupplifun
- Þjónustustaður; þjónusta, afþreying og upplifun
Tilgangur / áhersluatriði verkefnis:
- Náttúru- /minjavernd
- Öryggi ferðafólks
- Þolmörk heimafólks
- Upplifun gesta
- Þjónustuuppbygging
- Uppbygging áningarstaða/segla á minna sóttu svæði
Helstu aðgerðir og verkþættir:
- Skipulag og hönnun
- Öryggisaðgerðir
- Náttúru-/minjavernd
- Aðgengi og stígagerð
- Merkingar og upplýsingagjöf
- Uppbygging þjónustuaðstöðu
Laxá - áning við brúna
Áningarstaður við brú yfir Laxá í Kjós, eina þekktustu og gjöfulustu laxveiðiá landsins. Svæðið býður upp á gott útsýni yfir ána og innsýn í mikilvæga náttúru- og menningararfleifð tengda laxveiði. Aukin umferð og komur gesta að ánni kallar á skýra stefnumótun og aðgerðir til að auka upplýsingagjöf og stýra aðgengi, stuðla að öryggi, vernda viðkvæma náttúru og lífríki í og við ána, og taka tillit til hagsmuna veiðiréttarhafa og heimafólks.
Framtíðarsýn fyrir staðinn:
- Áningarstaður/útivistarleið; menningar-/náttúruupplifun
Tilgangur / áhersluatriði verkefnis:
- Náttúru- /minjavernd
- Öryggi ferðafólks
- Þolmörk heimafólks
- Upplifun gesta
- Uppbygging áningarstaða/segla á minna sóttu svæði
Helstu aðgerðir og verkþættir:
- Skipulag og hönnun
- Öryggisaðgerðir
- Náttúru-/minjavernd
- Aðgengi og stígagerð
- Merkingar og upplýsingagjöf
Staupasteinn/Steðji við Hvalfjörð
Friðlýstur og sérkennilegur náttúrusteinn við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð, með gott útsýni yfir fjörðinn. Staupasteinn var áður vinsæll áningarstaður ferðafólks, en er í dag lítt sýnilegur frá núverandi vegi. Svæðið hefur bæði náttúru- og menningarlegt gildi, meðal annars vegna þjóðsagna og langrar sögu sem viðkomustaður. Skýr upplýsingagjöf, merkingar og markviss uppbygging aðkomu og aðstöðu eru lykilatriði til að stýra umferð, tryggja öryggi og vernda staðinn til framtíðar.
Framtíðarsýn fyrir staðinn:
- Kennileiti og segull fyrir ferðasvæðið
- Áningarstaður/útivistarleið; menningar-/náttúruupplifun
Tilgangur / áhersluatriði verkefnis:
- Náttúru- /minjavernd
- Öryggi ferðafólks
- Þolmörk heimafólks
- Upplifun gesta
- Uppbygging áningarstaða/segla á minna sóttu svæði
Helstu aðgerðir og verkþættir:
- Skipulag og hönnun
- Öryggisaðgerðir
- Náttúru-/minjavernd
- Aðgengi og stígagerð
- Merkingar og upplýsingagjöf
Fossárfoss í Fossá – áningarstaður
Fossá í Hvalfirði rennur um hrjúft og fjölbreytt landslag og myndar röð fossa í hlíðum fjarðarins. Fossárfoss og aðliggjandi fossar eru áberandi í landslaginu og sjást vel frá vegi, sérstaklega þegar rennsli er mikið. Svæðið er vinsælt meðal göngufólks og náttúruunnenda, í stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Aukin aðsókn kallar á skýra aðkomu, upplýsingagjöf, merkingar og hóflega uppbyggingu innviða til að stýra umferð, tryggja öryggi gesta og vernda viðkvæma náttúru.
Framtíðarsýn fyrir staðinn:
- Kennileiti og segull fyrir ferðasvæðið
- Áningarstaður/útivistarleið; menningar-/náttúruupplifun
Tilgangur / áhersluatriði verkefnis:
- Náttúru- /minjavernd
- Öryggi ferðafólks
- Þolmörk heimafólks
- Upplifun gesta
- Uppbygging áningarstaða/segla á minna sóttu svæði
Helstu aðgerðir og verkþættir:
- Skipulag og hönnun
- Öryggisaðgerðir
- Náttúru-/minjavernd
- Aðgengi og stígagerð
- Merkingar og upplýsingagjöf
Fossá skógrækt - opinn skógur
Skógræktarsvæðið við Fossá er opinn skógur við þjóðveg í Hvalfirði með mikið aðdráttarafl, meðal annars vegna útsýnis yfir Hvalfjörð, nálægðar við Fossárfoss, Sjávarfoss og gömlu réttina. Svæðið býður upp á merktar gönguleiðir, áningarstaði og fjölbreytta náttúru, þar sem skógur, fossar, fjara og berjalönd mætast. Aukin umferð gesta kallar á skýra stefnumótun, áframhaldandi stígagerð og markvissa uppbyggingu innviða til að stýra umferð, tryggja öryggi og vernda náttúru- og útivistargildi svæðisins.
Framtíðarsýn fyrir staðinn:
- Áningarstaður/útivistarleið; menningar-/náttúruupplifun
Tilgangur / áhersluatriði verkefnis:
- Náttúru- /minjavernd
- Öryggi ferðafólks
- Þolmörk heimafólks
- Upplifun gesta
- Þjónustuuppbygging
- Uppbygging áningarstaða/segla á minna sóttu svæði
Helstu aðgerðir og verkþættir:
- Skipulag og hönnun
- Öryggisaðgerðir
- Náttúru-/minjavernd
- Aðgengi og stígagerð
- Merkingar og upplýsingagjöf
- Uppbygging þjónustuaðstöðu