Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu? MÁLÞING 3. APRÍL
Ferðaþjónustan skiptir máli!
Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar.
Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost?
Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi.