Áfangastaðaáætlun Vesturlands fer vel af stað
Vinna við Áfangastaðaáætlun ferðamála á Vesturlandi (ÁFÁ Vest.) er nú farin að skila árangri við framþróun ferðamála á Vesturlandi. Búið er að skila inn til Ferðamálastofu (FMS) sóknaráætlun ferðamála þ.e. niðurstöðum úr áætlunarvinnunni, framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Áfangastaða-áætlunar ferðamála á Vesturlandi 2018-2020.