SAMSTARF MARKAÐSSTOFA, HÖFUÐBORGARSTOFU OG ÍSLANDSSTOFU
Fulltrúar Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu skrifuðu í gær undir samstarfsyfirlýsingu á vettvangi markaðssetningar erlendis fyrir áfangastaðinn Ísland. Yfirlýsingin var undirrituð á fundi Íslandsstofu um ímynd Íslands sem áfangastaðar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica.