Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Northern Wave Film Festival í Frystiklefanum

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í 9.sinn helgina 21.-23. október næstkomandi. Hátíðin hefur hingað til verið haldin í Grundarfirði en í ár færir hátíðin sig um bæjarfélag og verður haldin í næsta bæjarfélagi, Snæfellsbæ, nánar tiltekið í Frystiklefanum á Rifi.
Dögg Mósesdóttir, stjórnandi Northern Wave og Sandarinn Kári Víðisson
Dögg Mósesdóttir, stjórnandi Northern Wave og Sandarinn Kári Víðisson

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í 9.sinn helgina 21.-23. október næstkomandi. Hátíðin hefur hingað til verið haldin í Grundarfirði en í ár færir hátíðin sig um bæjarfélag og verður haldin í næsta bæjarfélagi, Snæfellsbæ, nánar tiltekið í Frystiklefanum á Rifi. Grundfirðingurinn Dögg Mósesdóttir, stjórnandi Northern Wave og Sandarinn Kári Víðisson eigandi Frystiklefans á Rifi hafa lengi stefnt að samstarfi með hátíðina, sem hefur nú ræst úr.
Í Frystiklefanum á Rifi, sem er gamalt frystihús, er rekið gistiheimili, tónleikastaður, bar og leikhús og þar er frábær aðstaða fyrir hátíð sem Northern Wave. Frystiklefinn býður upp á fjölbreytta dagskrá allt árið en þar eru þrjú sýningarrými en eitt rýmið, gamli frystiklefinn, verður t.a.m. nýttur undir sýningar á vidjóverkum. Nánar um Frystiklefann hér .
Hátíðin óskar því sérstaklega eftir vidjóverkum eftir listamenn í ár. umsóknarfrestur fyrir íslenskar stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og vidjóverk stendur rennur út 20.ágúst næstkomandi og er sótt um hér á heimasíðunni undir íslenskar stuttmyndir.
Nóg er af gistirými fyrir gesti hátíðarinnar á Rifi, í Ólafsvík og á Hellisandi en við gerum ráð fyrir að dagskráin (sem er enn í vinnslu) verði dreift um þessi bæjarfélög í Snæfellsbæ en far að mestu leiti fram í Frystiklefanum þar sem sýningar á öllum myndum fara fram. Hátíðin sjá til þess að auðvelda gestum samgöngur á milli þeirra bæjarfélaga þar sem aðrir viðburði fara hugsanlega fram.
Við höfum fengið mjög góðar viðtökur frá Snæfellsbæ sem hefur gert okkur kleift að færa hátíðina þangað. Við vonumst til Grundfirðingar, sem og fólk af nesinu öllu, sæki hátíðina heim í Snæfellsbæ. Enn er möguleiki á að einhverjir dagskrárliðir fari fram á Grundarfirði þar sem bæjaryfirvöld hafa mikinn áhuga á að halda samstarfi við hátíðina áfram og hátíðin ber sterkar taugar til Grundarfjarðar þar sem hátíðin hefur farið fram undanfarin 8 ár.
Við erum ánægð með þetta nýja samstarf við Frystiklefann á rifi og vonumst til þess að þetta opni á frekara menningarsamstarf meðal bæjarfélaganna á Snæfellsnesi.