Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Húsafell tjaldstæði

- Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið í Húsafellskógi
Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi um 2 km. frá afþreyingarmiðstöðinni.

Yfir hásumarið er tendraður varðeldur öll laugardagskvöld kl. 21 ef veður, brunavarnir og fjöldatakmarkanir leyfa.

Rekin er fjölskyldustefna í Húsafelli sem m.a. snýr að því að hafðar eru þarfir fjölskyldunnar við uppbyggingu staðarins, leitast við að gera gesti meðvitaða um samfélagslega ábyrgð á uppeldi barna, að unglingar skuli ávallt vera í fylgd forráðamanna og að skemmtanir miðast við sameiginlega hagsmuni fjölskyldunnar. 

Umgengnisreglur Húsafells
Gangið þrifalega um landið. Brýnið góða umgengni fyrir börnum og verið þeim til fyrirmyndar. Látið allt rusl í ruslagáma, sem eru við innkeyrsluna á svæðinu. Sýnið öðrum gestum tillitssemi. Yfir nóttina frá kl. 24:00 til kl. 09:00 er stranglega bannað að vera með hávaða eða annað ónæði 

  • Hlífið gróðri 
  • Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Notið ekki grill sem liggja á eða við jörð. 
  • Akið ekki utan vegarslóða og athugið að 20 km hámarkshraði er á sumarhúsa- og tjaldsvæðum. 
  • Lausa ganga hunda er stranglega bönnuð og er skylt að þrífa eftir þá. 
  • Aðgangur ungmenna að svæðinu, án forráðamanna er bannaður 
  • Notkun torfæruhjóla er bönnuð í landi Húsafells.

Gerið starfsfólki aðvart ef þið verðið fyrir ónæði. Brot á lögum eða umgengisreglum varðar brottrekstur af svæðinu, án nokkurra bóta.

Hægt er að leigja blakbolta, fótbolta, körfubolta og kubbaspil í tjaldmiðstöð.

Nánari upplýsingar má finna í afþreyingarmiðstöðeða í síma 435-1556 og í netfangi camping@husafell.is 

Vefsíða: www.husafell.is/gisting/tjaldsvaedi 

Verð 2021
Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.

Húsafellsskógur tjaldstæði:
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.600 / 900 kr.
Fullorðnir / Börn auka nætur, per nótt 1.400 / 700kr.
Rafmagn á sólahring 1.350 kr.
Sumarstæði 69.000 kr.
Rafmagn fyrir sumarstæði 40.000 kr. 

Tengiskott fyrir rafmagn 4.500 kr (kaup) /1.500 (leiga)

Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag. 


Vallarsvæði
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.400 / 700 kr.
Fullorðnir / Börn auka nótt 1.200 / 500 kr. 

Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag. 

Reyðarfellsskógur
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.100 / 600 kr.
Fullorðnir / Börn auka nótt 900 / 400 kr. 

Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag. 

Sundlaug
Fullorðnir 1.500 kr.
Börn – 6 – 14 ára 500 kr
10 miða kort fullorðnir 10.500 kr
10 miða kort börn 3.000 kr
Handklæði 1.100 kr
Sundföt 1.100 kr
Þvottavél 1.650 kr
Rúmföt 1.900 kr

 

 

Golfklúbburinn Húsafelli

Golfklúbburinn Húsafelli

Húsafellsvöllur er 9 holu golfvöllur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár. Víða liggja brautir meðfram og yfir vatn og o
Húsafell Bistró

Húsafell Bistró

Húsafell Bistro er staðsett milli hrauns og jökla og er opið daglega árið um kring. Ýmsir girnilegir réttir eru á boðstólum. Í júní, júlí og ágúst er
Húsafell tjaldstæði

Húsafell tjaldstæði

Tjaldsvæðið í Húsafellskógi Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sun
Into the Glacier

Into the Glacier

Into the Glacier býður upp á ferðir í stærstu manngerðu ísgöng í heiminum. Í ferðinni er farið frá Húsafelli upp á Langjökul þar sem göngin eru staðse
Húsafell í Borgarfirði

Húsafell í Borgarfirði

Náttúran við Húsafell í Borgarfirði einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skógi sem teygir sig  upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem set
Húsafell Giljaböð

Húsafell Giljaböð

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þ
Húsafell útivistarleiðir

Húsafell útivistarleiðir

Húsafell hefur upp á að bjóða fjölbreyttar gönguleiðir þar sem þéttir skógar, stórbrotin gil, jöklar, dýra- og fuglalíf, auk menningaminja setja stóra
Hótel Húsafell

Hótel Húsafell

Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listama
Lindin - Sundlaugin Húsafelli

Lindin - Sundlaugin Húsafelli

Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og
Gamli bærinn Húsafelli

Gamli bærinn Húsafelli

Gamli bærinn er á þremur hæðum, á neðstu hæð er eldhús, borðstofa og setustofa. Á annarri hæð eru þrjú tveggja manna herbergi og þrjú baðherbergi. Á e