Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af
náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land.

Lindin - Sundlaugin Húsafelli
Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og ætti því að henta öllum. Slakaðu á í gufubaðinu okkar, með stórkostlegu 180 gráðu útsýni yfir sundlaugarsvæðið. Bókaðu núna og uppgötvaðu blöndu af sjálfbærni, slökun og þægindum. Komdu í lið með okkur í skuldbindingu okkar til grænnar framtíðar, á sama tíma og þú nýtur þess að endurnýja kraftana. Hér má nálgast verð og bókunarkerfi 
Guðlaug
Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.
Krauma
Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma - náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar. Opnunartímar:Opið alla daga frá klukkan 11:00 til 21:00
Hvammsvík sjóböð
Sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Öll böðin eru náttúrulaugar þar sem 90 gráðu heitu jarðvarmavatni af svæðinu er blandað saman við sjóinn. Til að tryggja sem besta upplifun fyrir gesti og varðveita náttúruna og umhverfið er gestafjölda hverju sinni stillt í hóf og því þarf að bóka aðgang fyrirfram á heimasíðu. Gestir geta valið á milli inni eða útiklefa og jafnframt notið veitinga á svæðinu.
Húsafell Giljaböð
Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð. Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli.  Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Lýsulaugar - náttúrulaugar
Laug með náttúrulega heitu ölkelduvatni (hitastig sveiflast frá 24-35°C), beint úr jörðu. Um er að ræða grænþörungslaug og er vatnið mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi.   Laugarnar voru uppgerðar 2019 og samanstanda þær nú af tveimur heitum pottum, köldum potti og stórri laug.  Opið júní - miðjan ágúst frá 11:00 - 21:00.  Auka opnunartímar eru auglýstir á Facebook síðu Lýsulauga. 
Hreppslaug
Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928. Síðustu 95 árin hafa margir lært að synda í Hreppslaug. Hreppslaug er friðlýst skv. lögum og er baðstaður með sírennsli vatns úr uppsprettum í nánasta umhverfi. Lokað yfir veturinn

Aðrir (1)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566