Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fá svæði landsins státa af jafn ríkulegri sögu og Dalir. Margir sögufrægir staði sem skrifað er um í sögum frá landnámi er að finna í Dölum. Friðsæl náttúrfegurð Dalanna býður upp á ótal möguleika til útiveru, gönguferða og fuglaskoðunar. Breiðafjörður er nágranni Dalanna með sínar óteljandi eyjar. Einstök upplifun er að sigla um Breiðafjörðinn og sjá eyjar, fugla í þúsundatali, eða hvali.

Finndu tækifæri til að „vera“ í Dölum

Í Dölum kemur þú inn á söguslóðir og svæði óspilltrar náttúru, svæði þar sem þú getur bara verið.

Hægt er að heimsækja söguslóðir Auðar djúpúðgu og sjá landslagið sem hafði áhrif á þessa gáfuðu, tignarlegu og víðförnu konu. Heimsækja fæðingarstað Leifs „heppna“ Erikssonar, sonar Eiríks rauða, þar sem þú getur bæði séð og upplifað lífshætti og aðstæður fjölskyldu hans á Eiríksstöðum í Haukadal.

Ferðastu inn dali, með fram ströndum, skoðaðu vötn, fossa og friðland Breiðafjarðar. Horfðu yfirBreiðafjörð með gnægð eyja, hólma og skerja. Þú gætir séð seli, lunda eða komið auga á haförn, svo ekki sé minnst á íslenskan búfénað sem er að finna um alla Dali.

Sestu á mjúka þúfu og taktu inn ilminn af bæði sjó og plöntum, hlustaðu eftir hljóðum frá fuglum, lömbum og fossum. Þú ert aldrei eins nálægt náttúrunni og þú ert í þessu augnabliki. Ef þú ert svo heppinn, hittu huldufólk, álfa eða tröll sem lifa í sátt og samlyndi við íbúa.

Hægt er að finna gistingu af ýmsum toga, allt frá hótelum og gistiheimilum til sumarhús og tjaldsvæða, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hittu heimamenn, heyrðu sögur þeirra, kynntu þér lifnaðarhætti Dalamanna, ráðfærðu þig um hvert á að fara og hvað á að gera. Þú þarft ekki að fara utan alfaraleiðar til að upplifa allt sem Dalir hafa upp á að bjóða en gætir fengið betri tilfinningu fyrir öllu ef þú ferð í smá göngutúr. Þetta er staður til að ferðast hægt, taka allt til sín, njóta og vera.

Eftir ferð í Dalina ættir þú að eiga gnótt af ánægjulegum og afslappandi minningum frá ferð þinni um héraðið.

Afþreying

Aðrir (1)

Ólafsdalur í Gilsfirði Erluhraun 4 220 Hafnarfjörður 6932915

Áhugaverðir staðir