Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sýningar

Það er enginn skortur á hverskonar sýningum vítt og breitt um landið og þær eru
tileinkaðar öllu frá leikföngum upp í jarðskjálfta og eldgos. Listsýningar eru líka
fjölbreytilegar og þær má finna á ýmsum vettvangi.

Safnahús Borgarfjarðar
Safnahús Borgarfjarðar er safnaklasi fimm safna þar sem nýjar aðferðir eru nýttar til miðlunar á grundvelli frumkvæðis, virkni og samvinnu. Söfnin eru þessi: Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Byggðasafn Borgarfjarðar, Listasafn Borgarness og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar.  Sumaropnunartími (júní, júlí og ágúst):Virkir dagar: 10:00 - 17:00Laugardagar: 11:00 - 14:00Sunnudagar: lokað
Vatnasafn
Vatnasafn / Library of Water er langtíma verkefni skapað af Roni Horn í fyrrum bókasafni sjávarþorpsins Stykkishólms á Íslandi. Byggingin stendur á kletti með útsýni yfir hafið og þorpið. Þar er til húsa safn sem endurspeglar náin tengsl Roni Horn við einstaka jarðsögu Íslands, loftslag þess og menningu. Vatn, úrval er safn 24 glersúlna fylltum af vatni sem safnað var úr ís af mörgum helstu jöklum Íslands. Glersúlurnar brjóta upp og endurvarpa ljósi á gúmmigólf sem búið er að greypa í breiðu orða á ensku og íslensku er öll lúta að veðrinu - innra sem ytra. Innsetningin býður upp á svigrúm til íhugunar í einrúmi jafnframt því að nýtast til allskyns félagslegra nota. Í litlu hliðarherbergi geta gestir skoðað flokk bóka Roni Horn, To Place, sem allar hafa orðið til á Íslandi, ásamt því að hlusta á úrval frásagna fólks af veðrinu. Á árunum 2005 til 2006, að undirlagi Roni Horn, tóku Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur, bróðir hennar fornleifafræðingurinn Uggi Ævarsson, og faðir þeirra Ævar Kjartansson, útvarpsmaður, viðtöl um veðrið við um það bil hundrað einstaklinga frá Stykkishólmi og nágrenni. Veðrið vitnar um þig, setur þessa vitnisburði fram sem einskonar sameiginlega sjálfsmynd lands þar sem veðrið leikur stórt hlutverk í daglegu líf fólksi. Neðri hæð Vatnasafns / Library of Water er gestavinnustofa fyrir rithöfund. Á hverju ári hefur rithöfundum verið boðið að búa þar í nokkra mánuði og vinna .Ýmist er boðið íslenskum eða erlendum höfundum, en fram að þessu hafa þau Guðrún Eva Mínervudóttir, Rebecca Solnit, Anne Carson, Óskar Árni Óskarsson og Oddný Eir Ævarsdóttir dvalið þar. Artangel sá um framkvæmd þessa verkefnis ásamt Stykkishólmsbæ, Menntamálaráðuneytinu, Samgönguráðuneytinu og Fjárlaganefnd Alþingis. Opnunartími: Opið alla daga frá 1. júní - 31. ágúst frá kl. 11 - 17. Miðasala fyrir Vatnasafn fer fram í Norska húsinu, Hafnargötu 5. Aðgangseyrir 2022: Fullorðnir kr. 830,- Nemar, eldri borgarar og hópar kr. 675,- Frítt fyrir yngri en 18 ára Safnapassi stykkishólmsbæjar - Vatnasafn og Norska húsið: Fullorðnir kr. 2.080,-
Æðarsetur Íslands
Æðarsetur Íslands er upplýsinga og fræðslusetur um æðarfuglinn, æðardúninn og æðarræktina, hið fullkomna og fallega samspil manns og náttúru. Æðarsetrið er staðsett í gamla miðbænum í Stykkishólmi við Breiðafjörð. Í firðinum eru fjölmörg æðarvörp og ætla má að hvergi í heiminum verpi jafn mikill fjöldi æðarfugla og í Breiðarfirði. Í setrinu fást vörur úr æðardúni og vörur tengdar æðarfuglinum. Heitt kaffi á könnunni og með því.  Opnunartími:Sumar: daglega kl. 13:00-17:00Vetur: opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. Vinsamlegast bókið fyrirfram.
Eiríksstaðir
Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og gripi sem eru eftirgerðir af gripum landnámsaldar.  Sagnafólkið okkar hefur djúpa þekkingu á sögu bæjarins, ábúendum og á landsnámsöldinni. Leiðsagnir eru í boði allan daginn. Opið frá klukkan 10:00 til 17:00 alla daga frá 1. maí til 15. október.     
Bjarnarhöfn
Á Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn er tekið vel á móti ferðamönnum, bæði einstaklingum og hópum allt árið. Þar má sjá  ýmsa muni frá gömlum búskaparháttum sem og veiðum og verkun hákarlsins. Innifalið í aðgangseyri á Hákarlasafnið er lifandi leiðsögn þar sem saga, lífræði og verkun hákarlsins eru gefin góð skyl. Gestir fá smakk á hákarl og einnig býðst gestum að skoða hákarlahjallinn. Á staðnum er einnig verslun sem selur hákarl og harðfisk. Opið á sumrin daglega frá 9-18. Á veturnar er opið daglega frá 10-17.
Hernámssetrið
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum. Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalest- anna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar. Einnig kaffihús, þar sem boðið er upp á léttar veitingar, kaffi og kökur. Opið 1. júní - 26. ágúst: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13:00 til 17:00 og laugardaga og sunnudaga frá 10:00 til 17:00. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Stórt tjaldsvæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Á tjaldsvæðinu er hægt að komast í rafmagn, auk þess sem þar eru tvö tunnugrill, leiksvæði fyrir börnin og góð salernisaðstaða, auk þess sem hægt er að fara í sturtu og vaska upp undir berum himni. Aðstaða er fyrir tæmingu salerna frá húsbílum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 26. ágúst.
Liston
Alþýðulistamaðurinn Liston, hér er hægt að skoða ný og gömul verk. Opið allt árið daglega frá 10:00 til 18:00.
Vínlandssetrið Leifsbúð
Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.  Opið daglega á tímabilinu maí til október.
Snorrastofa Reykholti
Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug. Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir. Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1885-86 og var í notkun sem sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands sem annast viðgerð hennar. Snorrastofa sér um gömlu kirkjuna á vegum Þjóðminjasafns, en hún er opin gestum staðarins. Nýja kirkjan í Reykholti var vigð 28. júli 1996. Hún er rómuð fyrir góðan hljómburð og eru þar haldnir tónleikar allt árið. Hápunktur tónleikahalds er Reykholtshátið, sem haldin er í lok júli ár hvert. Í Snorrastofu er gestahúsnæði fyrir gesti Snorrastofu og Reykholtskirkju og aðstaða fyrir ráðstefnur og mannamót. Snorrastofa er einnig svæðismiðstöð fyrir upplysingar um næsta nágrenni. Opið: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar: 1. maí - 31. ágúst: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00 1. september - 30. apríl: 10:00-17:00 Lokað Lokað Opið eftir samkomulagi um helgar yfir veturinn.
Byggðasafnið í Görðum Akranesi
Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Opnunartími:Sumaropnun 15. maí - 14. september, alla daga frá 11:00-17:00Vetraropnun 15. september - 14. maí, laugardaga frá 13:00-17:00, aðra daga eftir samkomulagi fyrir hópa. Hægt er að leigja stúkuhúsið undir fundarhöld.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl. Opnunartími: Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17. Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16 Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn Fullorðnir kr. 2.080,- Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.
Akranesviti
Akranesviti er opinn allt árið um kring. Útsýnið frá toppi vitans er stórfenglegt allan hringinn, frá Reykjanesskaga, yfir höfuðborgina, Faxaflóann og út að Snæfellsjökli. Á veturna getur norðurljósadýrðin við vitana verið alveg einstök upplifun í góðum veðurskilyrðum. Tónleikar og listsýningar eru í vitanum á opnunartíma. Opnunartími: Virkir dagar: 10:00-16:00 Helgar: 12:00-15:00

Aðrir (9)

Ólafsdalur í Gilsfirði Erluhraun 4 220 Hafnarfjörður 6932915
Gljúfrasteinn - Safn Halldórs Laxness Gljúfrasteinn 270 Mosfellsbær 586-8066
Dalur-hestamiðstöð ehf. Dalland 271 Mosfellsbær 566-6885
Travel Tunes Iceland Smiðjuvellir 17 300 Akranes 623-9293
Listahús Sæunnargata 12 310 Borgarnes 612-3933
Michelle Bird Artist - Courage Creativity Sæunnargata 12 310 Borgarnes 612 3933
Pakkhúsið Ólafsbraut 12 355 Ólafsvík 857-5050
Hvítahús Krossavík 360 Hellissandur 692-4440
Saltport Keflavíkurgata 1 360 Hellissandur 820 2011