Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nokkur íslensk fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun. Um tuttugu tegundir hvala
þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar.
Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Láki Tours
Láki Tours býður upp á ferðir frá þremur stöðum á landinu; frá Ólafsvík, Grundarfirði og Hólmavík. Við virðum dýrin með því að nálgast þau varlega og rólega og reynum okkar allra besta að trufla þau sem minnst í sínu náttúrulega umhverfi. Ferðirnar okkar eru í senn skemmtilegar og fræðandi fyrir unga jafnt sem aldna.  Hvalaskoðun frá Ólafsvík (mars – október)Í þessari einstöku ferð er farið út á haf í leit að hvölum með Snæfellsjökulinn í bakgrunni. Hvergi á landinu eru meiri líkur á að sjá tannhvali svo sem háhyrninga, búrhvali og grindhvali heldur en við strendur Snæfellsness. Oft fáum við einnig að sjá hnúfubaka, höfrunga og hrefnur og því óhætt að segja að Snæfellsnesið sé sannkallaður fjársjóður fyrir hvalaunnendur.  Hvalaskoðun frá Grundarfirði (desember – febrúar)Grundarfjörður er besti staður landsins fyrir hvalaskoðun að vetri til. Háhyrningarnir elta síldina inn í Breiðarfjörðinn og gefa okkur í leiðinni tækifæri á að bera þessar fallegu skepnur augum.  Hvalaskoðun frá Hólmavík (júlí – september)Hvalaskoðun í kyrrðinni á Vestfjörðum er engri lík. Steingrímsfjörðurinn iðar ekki bara af lífi heldur er hann einstaklega veðursæll og því afar notalegt að sigla hann. Tilvalin ferð fyrir fjölskyldur eða þá sem eiga það til að verða sjóveikir.  Lundaferð frá Grundarfirði (júlí – ágúst)Farið er að Melrakkaey þar sem hundruðir lunda hafa sest að til að verpa. Melrakkaey er friðuð eyja og því griðarstaður ótal sjófugla. Við siglum nálægt eyjunni og fáum þannig einstakt tækifæri til að skoða og ljósmynda fuglana. Í leiðinni gefst tækifæri á að sjá hið víðfræga Kirkjufell frá sjónarhorni hafsins. Stutt og laggóð ferð fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru, fuglalífi eða vilja einfaldlega brydda upp á daginn með fersku sjávarlofti.  Stangveiði- og fulgaskoðun (júlí – ágúst)Ævintýraleg skemmtiferð í Breiðafirði þar sem farið er frá Grundarfirði á gömlum eikarbáti. Fyrst siglum við að Melrakkaey sem iðar af fuglalífi en eyjan er friðuð. Því næst höldum við aðeins lengra út á haf og rennum fyrir fisk og er velkomið að taka fiskinn með heim! Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna og tilvalið fyrir hópa eða fjölskyldur.  Láki HafnarkaffiLáki Hafnarkaffi er opið allt árið og býður upp á léttar veitingar. Fylgdu okkur á Instagram , Facebook og Pinterest .

Aðrir (2)

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566