Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nokkur íslensk fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun. Um tuttugu tegundir hvala
þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar.
Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Láki Tours
Láki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum.  Hvalaskoðun frá Ólafsvík Vesturland er sannkölluð paradís fyrir hvala-áhugafólk og er það þekkt fyrir einstakar hvalategundir. Snæfellsnes er eini staðurinn á Íslandi sem háhyrningar sjást reglulega. Önnur einstök tegund er búrhvalur. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir í heimi og þeir kafa einna dýpst af öllum hvölum. Aðrar tegundir sem sjást reglulega eru hnúfubakar, hrefnur, grindhvalir og hnýðingar. Hvalaskoðun frá Ólafsvík er í boði frá miðjum febrúar til lok september og getur hver ferð varað frá 2 klst upp í 3,5 klst. Útsýnið á stórkostlegt landslagið um kring, m.a. á jökulinn og Kirkjufellið fræga eykur upplifunina á góðviðrisdögum.   Árstími: Febrúar - September Heimilisfang: Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík Fylgið okkur á samfélagsmiðlum þar sem við deilum reglulega myndum frá ferðunum - Facebook , Instagram 

Aðrir (2)

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566