Fara í efni

Á Vesturlandi má finna há og tignarleg fjöll og jökla og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Hæsta fjall Vesturlands er Eiríksjökull 1.675 m og fast á eftir fylgir Snæfellsjökull 1.446 m.  

Stapafell á Snæfellsnesi
Efst í fjallinu er klettur, Fellskross, sem talinn er vera fornt helgitákn, en fellið er talið bústaður dulvætta.  
Helgafell á Snæfellsnesi
Helgafell á Snæfellsnesi er bær, fjall, og kirkjustaður með sama heiti, rétt við Stykkishólm sem vert er að heimsækja.   Fjallið Helgafell, sem er úr blágrýti, er 73m og setur mjög svip sinn á umhverfið enda stílhreint og fagurlega lagað. Af því er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð. Þar uppi er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á nálægjum kennileitum.   Ganga er auðveld upp á Helgafell, göngustígur er stikaður og bílastæði neðan við fjallið. Þjóðtrúin segir hefja skuli sína fyrstu göngu á Helgafell frá leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur sem sagt er að sé utan kirkjugarðs með grindum umhverfis. Sé ekki litið aftur né mælt stakt orð af munni á leiðinni upp, þá geti þrjár óskir uppfyllist. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að snúa í austur.   Margir aðrir nafnkunnir einstaklingar hafa setið Helgafell fyrr og síðar og þar var löngum prestssetur. Enginn prestur hefur þó setið staðinn síðan 1860.  Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn mennta- og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi. Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti, sem talin er vera rúst af kapellu munkanna. Kirkja hefur verið á Helgafelli um aldir en núverandi kirkja var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.  
Akrafjall
Akrafjall er formfagurt fjall, rétt við bæjarmörk Akraness, kennileiti sem breytir um svip eftir sjónarhorninu. Það er klofið í tvo hluta inn að miðju af Berjadal og eftir honum rennur Berjadalsá. Fjallið er 643 m.y.s. og er mest gert úr blágrýti en stuðlaberg finnst þar einnig víða.   Helstu hnjúkar fjallsins eru tveir, Geirmundartindur, 643 m og sunnan við hann, Háihnjúkur, 555m. Gestabók er á Háahnjúki.   Vinsælar gönguleiðir eru á fjallið og sagt að gangan henti fjölskyldufólki vel. Gönguleið á fjallið er ekki stikuð, ferðafólk er því alfarið á eigin ábyrgð ef það leggur til uppgöngu.  
Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi
Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi er óvenjulega formfagur gígur sem rís 60m yfir hraunið í kring og er stærstur gíga á stuttri gossprungu. Gígopið er sporöskjulagað, um 100m í þvermál og 50m djúpt. Veggirnir eru mjög brattir, gerðir úr örþunnum hraunskánum og var Eldborg friðlýst 1974. Hægt er að fara upp á gígbarminn og ganga eftir honum allan hringinn. En ekki er hægt að komast Eldborg á bíl en merkt og stikuð gönguleið er frá bænum Snorrastöðum, 2,5 km, þar fást einnig allar frekari upplýsingar. Beygt er út af vegi nr. 54 heim að bænum.
Grábrók í Borgarfirði
Hraunið sem rann úr gígunum er úfið apalhraun, 2-3 þúsund ára gamalt og víða vaxið gróðri. Það þekur allstórt svæði í Norðurárdal og stíflaði Norðurá á sínum tíma fyrir ofan Laxfoss. Það var friðlýst árið 1962.  
Stálpastaðir
Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.   Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi enþað gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.    Svæði: Skorradalur.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur).  Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélarfara stundum um skógarveginn á virkum dögum).  Vegalengd: 1.6 km  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar.  Tímalengd: 23 mín.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.  Hindranir á leið: Engar hindranir.  Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.  GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108   GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108   
Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi
Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi er 527 m. litskrúðugt og sérkennilegt fjall, sem blasir við þegar keyrt er eftir þjóðvegi nr. 54 milli Álftafjarðar og Stykkishólms.   Fjallið sker sig úr umhverfinu hvað litadýrð snertir og talið auðugt af málum og náttúrusteinum. Mikið er um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, jaspis og glerhalla.   Talið var að gull væri að finna í fjallinu og þess var leitað, en magnið þótti of lítið, heitir þar Gullberg á einum stað. Fyrir neðan Gullberg eru Beinadalir þar sem sagt er að fundist hafi beinaleifar sem menn trúðu að væru frá tímum syndaflóðsins.   Í námunda við Drápuhlíðarfjall eru örnefni eins og Ísafell og Pekronsdalur sem talin eru benda til írskrar byggðar. Töluvert berjaland er í hlíðum fjallsins. Engar merktar gönguleiðir eru upp á fjallið og ekki eru bílastæði við það. Uppganga er alfarið á ábyrgð ferðafólks.  
Klofningur í Dölum
Af Klofningi í Dölum er einstaklega fagurt útsýni meðal annars yfir eyjarnar á Breiðafirði og yfir á Snæfellsnes. Uppi á klettinum við þjóðveginn er hringsjá þar sem hægt er að átta sig á nánasta umhverfi.   Klofningur í Dölum, er fremsti hluti fjallgarðs sem nefnist Klofningsfjall og skiptir Breiðafirði í tvo hluta. Fremst á Klofningi mætast Fellsströnd og Skarðsströnd og liggur akvegurinn um skarð, Klofningsskarð. Landeyjarnes liggur þar fyrirneðan. Á þessu svæði má oft sjá haferni.   Fyrrum var Klofningshreppur sér sveitarfélag, sem varð til árið 1918 við skiptingu Skarðsstrandarhrepps í Klofningshrepp og Skarðshrepp. Árið 1986 var Klofningshreppi síðan skipt á milli nágrannahreppana Skarðs- og Fellsstrandarhrepps.  
Síldarmannagötur
Síldarmannagötur er gömul þjóðleið sem er á verndarsvæði í byggð hjá Skorradalshreppi, sem liður í því að halda til haga alfaraleiðum fyrri tíma. Hægt er að byrja göngu við Vatnshorn inn í Skorradal en einnig við vörðu inn í Hvalfirði.    Síldarmannagötur, sem liggur á milli Skorradals og Hvalfjarðar, er vinsæl útivistarleið sem breiður markhópur nýtur.Vörður og stikur eru á milli upphafs/enda leiðar. Fara þarf yfir Blákeggsá tvisvar sinnum á leiðinni og er undirlag gönguleiðar mismunandi, allt frá smá grjóti að moldar undirlagi. Sjálfboðaliðar hafa verið dugleg við að viðhaldamerkingum á leiðinni til að aðstoða göngufólk á leiðinni og er útsýni yfir Skorradal, Hvalfjörð, Botnsúlur og jökla á leiðinni stórkostlegt. Síldarmannagötur eru og verða ein vinsælasta útivistarleið á Vesturlandi og ermikilvægt að viðhalda henni og útdeila upplýsingum um hana.    Svæði: Hvalfjörður/Skorradalshreppur  Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur(nr.47) og vegur nr.508 inn í Skorradal.  Erfiðleikastig: Krefjandi/erfið krefjandi leið.  Vegalengd: 15.56km.  Hækkun: 500 metra hækkun.  Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið.  Tímalengd: 4klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, moldarundirlag, þúfur, mýrar, gras undirlag og stór grjót.  Hindranir á leið: Bláskeggsá en fara þarf yfir hana tvisvar á gönguleið.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Óráðlegt að fara leiðina frá nóv. til maí vegna veðra, snjólaga eða aurbleytu.   GPS hnit upphaf: N64°28.4501 W021°19.1845 Vatnshorn inn í Skorradal  GPS hnit endir: N64°23.2899 W021°21.5792 Inni í Hvalfirði 
Hafnarfjall í Borgarfirði
Hafnarfjall í Borgarfirði er áberandi í landslaginu og tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 miljónum ára. Það er snarbratt og skriðurunnið, 844 m hátt úr vesturenda Skarðsheiðar, og nær út undir sjó gegnt Borgarnesi.   Fjallið er mestmegnis úr blágrýti en ofarlega í skriðunum, gegnt Borgarnesi, skaga fram ljósleit klettanef úr granófýri sem heita Flyðrur. Engir aðrir klettar eru á þessum stað.   Þjóðsagan segir frá bónda í Rauðanesi sem vegna fátæktar réri til fiskjar á páskadag, en slíkt var algjörlega bannað. Hann veiddi tvær flyðrur og einn þorsk sem varð honum til mikils happs og efnahagur hans vænkaðist. Árið efir vildi hann prófa aftur, þrátt fyrir enga nauðsyn. Fékk hann aftur tvær flyðrur og einn þorsk og var önnur flyðran stærri en hin. Skyndilega fýkur fiskurinn upp úr bátnum og varð að klettum í Hafnarfjalli. Frá firðinum eru þeir tilsýndar eins og tvær flyðrur og einn þorskur sem liggur austast.  Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs hefur stikað gönguleiðar upp að Steini á Hafnarfjalli. Ferðamenn sem leggja til uppgöngu á fjallið gera það alfarið á eigin ábyrgð.    
Baula í Borgarfirði
Baula í Borgarfirði er keilulaga líparítfjall sem blasir víða við úr Borgarfirði og nágrenni. Fjallið er skriðurunnið, bratt og gróðurlítið og rís 934 m. upp af láglendinu. Fjallið er eitt besta dæmi sem hraungúl sem þekkist.   Sagt er að af toppi fjallsins sjáist í níu sýslur í góðu skyggni, enda útsýni viðbrugðið. Þjóðsagan greinir frá að þar uppi eigi einnig að vera tjörn með óskasteini, sem aðeins kemur upp á jónsmessunótt. Sá sem nær steininum getur fengið allar óskir sínar uppfylltar.   Ekki er á allra færi að ganga á Baulu. Gangan er erfið og göngufólk þarf að vera í góðu formi og vel útbúið. Gönguleið á fjallið er ekki stikuð og það er alfarið á ábyrgð göngufólks ef það leggur til uppgöngu.  
Hafnarfjall Sjö tindar
Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit er vinsæll útivistarstaður þar sem gangandi og hlaupandi útivistarfólk nýtir sér. Fjallið hefur upp á að bjóða möguleika á mismunandi gönguleiðum, hvort það er að ganga upp að „Steini“, ganga upp á topp og til baka eða að fara sjö tinda. Með tilvist Ferðafélags Borgarfjarðar, hefur aðgengi við bílastæði verið stórbætt og stikur hafa verið settar upp alla leið á topp fjallsins. Upplýsingaskilti hefur verið sett upp við bílastæði sem sýnir mismunandi gönguleiðir, hvað ber að varast og svo framvegis. Mikill fjöldi útivistarfólks nýtir sér gönguleiðir upp Hafnarfjall.  Hafnarfjall hefur verið þekktast fyrir sterka vinda sem vegfærendur um Vesturlandsveg hafa fundið fyrir í gegnum árin. Hafnarfjall og gönguleiðir um svæðið er nokkuð þekkt og hafa íbúar Borgarfjarðar og nærsveita verið öflug í því að ganga og njóta. Margir nýta gamla þjóðvegin sem liggur frá bílastæði og niður að vegi nr. 50 sem liggur við Hvítá. Möguleikar fyrir stóran hóp útivistarfólks er mikill, þar sem hægt er að ganga á jafnsléttu, ganga upp brattar hlíðar Hafnarfjals en einnig að njóta útivistar inn í þeim gilum og meðfram þeim ám sem er að finna á svæðinu. Útsýni við „Stein“ og útsýni þegar ofar er komið er stórkostlegt en við sjö tinda göngu er útsýni fjölbreytilegt og nær viðkomandi að sjá víða. Svæði: Hvalfjörður. Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 1 (gamli þjóðvegur nr. 52/2). Erfiðleikastig: Krefjandi leið/erfið leið. Vegalengd: 15.31 km. Hækkun: 1010 metra hækkun. Merkingar á leið: Búið er að stika fyrsta hluta leiðar, frá bílastæði og upp fyrsta tind. Tímalengd: 4.30 klst. Yfirborð leiðar: Smá grjót, grasi, stóru grjóti og blandað yfirborð. Hindranir á leið: Þrep og vað Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði. Upplýst leið: Óupplýst leið. Tímabil: Tímabundnar lokanir (vegna ófærðar yfir vetrarmánuði). GPS hnit upphaf: N64°30.8785 W021°53.4740  GPS hnit endir: N64°30.8785 W021°53.4740 
Langjökull í Borgarfirði
Langjökull í Borgarfirði er annar stærsti jökull landsins, 950 km2 Aðgengi er með því besta sem gerist. Boðið er upp á ýmsar ferðir á jökulinn, snjósleðaferðir og ferðir í ísgöng, þau stærstu sinnar tegurndar í heiminum. Á góðum degi er útsýnið af jöklinum óviðjafnanlegt.  Hæsta bunga jökulsins er 1355m en mestur hluti hans er í 12-1300 m.y.s. Ýmis fell og fjöll eru í jökulröndinni og einnig ganga allmargir skriðjöklar út frá honum. Umhverfis Langjökul eru smájöklarnir Eiríksjökull, Þórisjökull, Hrútafell og Ok sem reyndar hefur tapað titlinum jökull.   Allt heitt vatn suður í Brúará, Þingvallavatni, suðvestur á Reykjanesfjallgarði, á Arnarvatnsheiði og jarðhitasvæðin í Borgarfirði, Reykjavík og nágrenni og á Geysissvæðinu er frá jöklinum komið.   Langjökull tilheyrir vestara gosbelti, því sama og Reykjanesskaginn og Hengilskerfið. Hann hefur ekki verið mikilvirkur sem eldfjall á nútíma, ef undan eru skilin nokkur stór dyngjugos og er Skjalbreiður þeirra langstærst. Mesta hraunið hefur þó runnið eftir landnám, Hallmundarhraun, sem rann árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls.   Jarðskjálftavirkni hefur verið nokkuð mikil við jökulinn sem bendir til þess að þar séu lifandi eldstöðvar sem þó eru ekki taldar hættulegar.  
Brynjudalsskógur
Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar. Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði. Svæði: Kjósahreppur.  Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg.  Erfiðleikastig: Auðveld leið.  Vegalengd: 3.2km  Hækkun: 103 metra hækkun.  Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar.  Tímalengd: 1 klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.  Hindranir á leið: Þrep.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins.  GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513   GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513   
Skessuhorn í Borgarfirði
Skessuhorn í Borgarfirði er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar 967 metrar. Það hefur stundum verið nefnt Matterhorn Íslands vegna þess hversu því svipar til þess fræga fjalls í svissnesku ölpunum.   Skessuhornið er lagskipt grágrýtisfjall og er gönguleið á það ekki stikuð. Ganga á fjallið er eingöngu fyrir vel þjálfaða og vel útbúna göngumenn. Óvanir ættu ekki undir neinum kringumstæðum að leggja til atlögu við Skessuhorn.   Fjallið ber nafn af skessu nokkurri sem hafðist við í nágrenni þess. Hún þoldi illa sífelldar hringingar í kirkjuklukkum Hvanneyrarstaðar og reyndi að þagga niður í þeim með grjótkasti. Illa tókst henni að hitta, en steinarnir liggja á nokkrum stöðum í nágrenni Hvanneyrar sem sannyndamerki um tilraun þessa, meðal annarra Grásteinn sem liggur nærri veginum heim að staðnum.
Hafratindur í Dölum
Hafratindur í Dölum, sem var kosinn fjall Dalanna af Dalamönnum árið 2013, er 923m formfagur og tignarlegur og sést víða. Víðsýnt er af fjallinu og sagt er að útsýni sé yfir sjö jökla af tindinum.   Hafratindur er auðveldur uppgöngu og gangan talin hæfileg áskorun venjulegu fólki. Gönguleið hefur ekki verið stikuð og ferðamenn eru á eigin ábyrgð á svæðinu. Þeir sem hyggjast ganga á fjallið eru beðnir um að setja sig í samband við landeigendur í Ytri Fagradal eða á Fossi.  
Snæfellsjökull á Snæfellsnesi
Snæfellsjökull á Snæfellsnesi með frægustu jöklum á Íslandi og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Hann er í röð formfegurstu jökla á Íslandi,1446 m hár og sést víða að. Margir njóta fegurðar hans í fallegu sólsetri.   Snæfellsjökull er gamalt eldfjall sem hið efra er mjög reglulega löguð eldkeila. Gígskálin á toppi jökulsins er um 200 metra djúp, girt íshörmum. Á barmi skálarinnar rísa þrír tindar, eða þúfur, Jökulþúfur. Er miðþúfan hæsti tindur jökulsins.   Sumir finna sterk áhrif frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðar. Löngum hefur dulúð því sveipað jökulinn og umhverfi hans. Þeir sem hyggja á ferðir á Snæfellsjökul skulu kynna sér vel aðstæður og ástand jökulsins. Akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háður leyfi þjóðgarðsvarðar. Óvönu fólki er bent á að ganga á Snæfellsjökul með leiðsögumanni en nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á jökulinn. Svæðið um vestanvert Snæfellsnes er löngum kallað "undir jökli".
Kirkjufell á Snæfellsnesi
Kirkjufell við Grundarfjörð á Snæfellsnesi er 463m og eitt af sérkennilegustu og fegurstu fjöllum á svæðinu. Sagan segir að það sé mest myndaða fjall landsins og hefur prýtt lista yfir 10 fallegust fjöll heims.   Jarðlögin í Kirkjufelli þykja einstök og innihalda mikilvægar upplýsingar um jarðfræði á norðanverðu Snæfellsnesi á jökultíma og má sjá mynd af þeim á upplýsingaskilti við þjóðveginn.   Hægt er að ganga í kringum fjallið, sem er slitið frá meginfjallgarðinum og tekur það um þrjá klukkutíma. Gengt er á fjallið fyrir góða fjallgöngumenn með staðkunnugum leiðsögumanni en gönguleiðin er ekki stikuð. Ferðafólk er alfarið á eigin ábyrgð hyggist það til uppgöngu en vakin skal athygli á því að gangan er mjög hættuleg og þar hafa bæði orðið mjög alvarleg slys á fólki sem og banaslys. Bannað er að ganga á fjallið frá 1. nóvember - 15. júní vegna sérstaklega hættulegra aðstæðna.
Fossatún gönguleið
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirðien þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum semstaðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún erstaðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafellliggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.    Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavíkvið veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandigistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimiliog sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er tilstaðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkumGrímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn aðBlundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarðar.  Hægt er að ganga frá þjónustuskála viðFossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þáskilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígursem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svoaftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlagá þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuðbreið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar erað finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.   Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut).  Erfiðleikastig: Auðveld.  Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km  Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu.  Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni.  Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði.  Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.  Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfirvetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263   GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  
Saxhóll á Snæfellsnesi
Saxhóll á Snæfellsnesi er 40 metra hár, formfagur gígur innan marka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Gígurinn hefur verið vinsæll til uppgöngu enda staðsettur nálægt veginum og aðgengi að honum gott. Tröppur hafa verið lagðar upp á toppinn þannig að auðvelt er að ganga upp og njóti útsýnisins. Bílastæði eru við gíginn.   Skemmdir voru unnar á hólnum fyrr á tíð er efni var tekið úr honum til ofaníburðar.   Hólarnir eru í raun tveir, Stóri-Saxhóll og Litli-Saxhóll. Þriðji hóllinn er úti í hrauninu suðvestur af bæjarrústunum og heitir hann Sauðhóll. Voru þar beitarhús og er hellir austan í hólnum. Saxhóll var bær sem farinn er í eyði fyrir löngu. Þar var kirkja nær allan tíma forns siðar í landinu. Tröppustígurin upp í gíginn var tilnefndur til fernra verðlauna 2017-2018; Menningarverðlaun DV, Nordic Architecture Fair Award, Hönnunarverðlauna Íslands og Rosa Barba International Landscape Prize í Barcelona en þau verðlaun hlaut hann í september 2018.