Fyrir börnin
Fossatún
Vesturland er eitt stórt söguland og þar eru fjölbreyttir áninga- og þjónustustaðir þar sem hægt er að upplifa landnámssögur beint í æð. Á Vesturlandi er líka tröllagönguleið, óteljandi ærslabelgir og leikvellir sem gera ferðalagið fyrir yngra fólkið ógleymanlegt og æsispennandi. Það er skemmtilegt að leyfa krökkunum að ráða för í ferðalagi um Vesturland, enda af nægu að taka og fjölbreytt þjónusta og afþreying í boði um allt Vesturland!