Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks
farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri
ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.
Fjeldstedhestar.is
1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæfi.
Einnig reiðskóla sem eru 5 daga námskeið fyrir börn og unglinga yfir sumar tímann, frá mánudegi til föstudags.
Nánari upplýsingar
gunna@fjeldstedhestar.iswww.fjeldstedhestar.is
View
Lýsuhóll-Snæhestar
Lýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Boðið er upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistihúsum. Einnig eru veitingar í boði og ferðir á hestbak.
Sumarhúsin samanstanda af svefnherbergi, setustofa, lítið eldhús, sturtu og klósett, tilvalið fyrir 2-4 manna fjölskyldu. Það eru tvö rúm í svefnherbergi og svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Úr sumarhúsum er mjög fallegt útsýni og góð verönd tilvalin til að sitja úti eða grilla.
Tvö gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt.
Hestaferðir í boði frá stuttum reiðtúr upp í 8 daga ferð. það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni eða yfir fjöllin og hraunin. Til dæmis þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni í gullnum sandi út að Búðum, þar sem selir liggja í klettunum og allt útsyni magnað.
View
Hömluholt
Í Hömluholti eru í boði hestaferðir í stutta reiðtúra. Það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni og í hring um eyjarnar á Löngufjörum. Það er til dæmi hægt að fara allt að þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi og einnig möguleiki að sjá seli í ferðinni og fallegt fuglalíf. Einnig er hægt að fá geymslu fyrir hross á meðan dvölinni stendur í Hömluholti. Hömluholt frá öðru sjónarhorni
View
Berserkir og Valkyrjur
Skoðaðu stórbrotið landslag með okkur á rafmagns fjallahjólum (hentar bæði byrjendum og vönum), á hestum (aðeins fyrir vana knapa) eða fótgangandi á skemmtilega valda staði í okkar nánasta umhverfi.
View
Kast Guesthouse
Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín.
View
Dalahestar
Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
View
Ferðaþjónustan Söðulsholt
Við bjóðum upp á einkareiðtúra (1-3 klst) í fallegu umhverfi og á reiðstígum í Söðulsholti og umhverfi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hestaleigan okkar er lítil og hafa gestir sem gista í bústöðum okkar forgang í reiðtúra. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana.
Söðulsholt
View
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og þjálfuð af heimilisfólki. Heita vatnið skipar stóran sess í sögu Sturlureykja, en þar er fyrsta hitaveita í Evrópu og geta gestir kynnt sér sögu hitaveitunnar og skoðað heitan náttúruhver.
Í boði er:
Hestaleiga/Hestaferðir; Markmið okkar eru góð hross og persónuleg þjónusta, gestir geta valið sér tíma með því að hafa samband eða mætt á staðinn, í boði alla daga allt árið um kring.
Heimsókn í Hesthús; Tekið á móti gestum í kaffistofunni, farið og kíkt á hestana, "Hestaselfie" er skemmtileg og ógleymanleg minning :) Skoðum heita hverinn og endað í kaffistofunni þar sem boðið er upp á kaffi, te, heitt súkkulaði og Hverarúgbrauð sem bakað er á staðnum
Opið daglega frá 10:00 til 16:00.
View
Horse Centre Borgartún
Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes.
Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið eruð með eða án reynslu, ung eða gömul, þá eru þessir vinalegu og lipru hestar auðveldir í meðhöndlun og skemmtilegir í þeirra náttúrulega umhverfi.
Við sérhæfum okkur í minni hópum með persónlegri þjónustu og erum opin allan ársins hring.
Þegar veðrið er okkur ekki hliðhollt, þá er alltaf hægt að fara á hestbak innandyra (reiðhöll).
View
Aðrir (14)
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Kraftganga | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | 899-8199 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
Dalur-hestamiðstöð ehf. | Dalland | 271 Mosfellsbær | 566-6885 |
Hestaleigan Laxnesi | Laxnes | 271 Mosfellsbær | 5666179 |
Námshestar | Kúludalsá | 301 Akranes | 897-9070 |
Iceland By Horse | Litla Drageyri | 311 Borgarnes | 697-9139 |
Oddsstaðir | Oddsstaðir I | 311 Borgarnes | 864-5713 |
Hestaferðir Stóra Kálfalæk 2 | Stóri Kálfalækur 2 | 311 Borgarnes | 847-0293 |
Kimpfler ehf. | Hrafnkelsstaðir | 311 Borgarnes | 896-3749 |
Ólafur Flosason | Breiðabólstaður | 320 Reykholt í Borgarfirði | 897-9323 |
Brimhestar | Brimilsvellir | 356 Snæfellsbær | 436-1533 |
Lýsuhóll | Lýsuhóll | 356 Snæfellsbær | 4356716 |