Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sumir veitingastaðir eru með heimsendingarþónustu eða bjóða viðskiptavinum
upp á að sækja matinn.

Geirabakarí kaffihús
Geirabakarí blasir við vegfarendum á vinstri hönd, fljótlega eftir að ekið hefur verið yfir Borgarfjarðarbrú frá Reykjavík. Geirabakarí í Bogarnesi býður uppá úrvals brauð og bakkelsi eins og okkar vinsælu ástarpunga og gulrótarrúgbrauð svo ekki sé talað um snúðana góðu með alvöru súkkulaði. Í Geirabakaríi færðu súpu dagsins, margar tegundir af smurbrauði, sætabrauði og kökum. Oft erum við með viðbótarsúpu eins og brauðsúpu eða aðra matarmikla súpu. Við gerum okkar gæða brauðasalöt sem eru feikivinsæl eins og súrdeigsbrauðin og úrvals kaffið frá Te og kaffi. Við leggjum ást og alúð í vinnsluna okkar og gerum flestar okkar vörutegundir frá grunni og vitum því hvað við erum að bjóða ykkur uppá. Við erum með frábæran sal sem tekur um 70 manns í sæti með einu besta útsýni í bænum þó víðar væri leitað. Við veitum eldri borgurum 10% afslátt.
Galito
Galito Restaurant leggur áherslu á úrvals matargerð við allra hæfi og góða þjónustu í notalegu umhverfi. Opið mánudaga-fimmtudaga frá 11:30-21:00, föstudaga frá 11:30-22:00, laugardaga frá 12:00-22:00 og sunnudaga frá 17:00-21:00.

Aðrir (3)

Domino’s Pizza Smiðjuvellir 32 300 Akranes 581-2345
Gamla Kaupfélagið ehf Kirkjubraut 11 300 Akranes 4314343
Baulan / Esjuskálinn Stafholtstungur 311 Borgarnes 435-1440