Fara í efni

Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda
sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í
ýmsum verðflokkum.

Miðhraun - Lava Resort
Sumarhús og íbúðir Sumarhús fyrir 1-6 manns Raðhúsíbúðir fyrir 4-8 manns Stór íbúðarhús fyrir 9-15 manns Allar gistieiningar okkar eru með: Velbúið eldhús Uppábúin rúm Handklæði Wifi Sólpall með útihúsgögnum Leikvöllur Leikvöllur er á svæðinu með ærslabelg, trampolíni, fótboltamörkum, litlu dúkkuhúsi og sandkassa.  Morgunverður Við getum boðið upp á hlaðborð fyrir hópa 10+. Sveitabær Á Miðhrauni erum við með kindur, hesta, hænur og hunda. Gæludýr Hafið samband við okkur varðandi gæludýr, við bjóðum gæludýr velkomin með ákveðnum skilyrðum. Fjallgöngur Áhugasamir göngugarpar geta gengið á fjöll frá Miðhrauni, t.d. Ljósufjöll og Rauðukúlu eða styttri göngur um hraunið sem stendur fyrir ofan bæinn (Ekki eru merktar gönguleiðir). Bókanir Sendið okkur skilaboð í gegnum Facebook síðuna okkar: https://www.facebook.com/lavawater  Eða sendið á okkur tölvupóst á lavawater@lavawater.is
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.
Háafell Lodge
Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.  Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.  Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 
Hellnafell Guesthouse
Húsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni
Hömluholt ehf.
Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta. Hömluholt er á sunnaverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54  en  5 mínanda reiðleið er á Löngnufjörur frá Hömluholti. Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna  herbergi á neðri  hæðinni.  Á efir hæðinni  er svefnloft  með þremur rúnum.  Einnig herbergi með 3 rúmum. Úr húsinu er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur.  Afþreying. Í boði eru stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, t.d. 1 til 3 klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi, með möguleika að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf Löngufjaranna. Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö  önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi. Úr húsinu er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur.  Afþreying. Í boði eru stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, t.d. 1 til 3 klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi, með möguleika að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf Löngufjaranna. Kynningarmyndband: http://homluholt.is/2016/08/17/homluholt-i-odru-sjonarhorni/
Bjarg Borgarnes
Bjarg er lítið og notalegt fjölskyldurekið gistiheimili á fallegum og rólegum stað við sjóinn í útjaðri Borgarness. Þar hafa gömul útihús verið innréttuð sem gistihús. Gisting er í séríbúð fyrir allt að 4 með eldunaraðstöðu og baðherbergi, í íbúð með 3 herbergjum með sameiginlegu baðherbergi og eldunaraðstöðu. Gisting er einnig í sérhúsi bak við bæinn með 2 herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel búnu eldhúsi og borðstofu með einstöku útsýni yfir Borgarfjörð. Gestir hafa aðganga að ókeypis þráðlausu netsambandi. Morgunverðarhlaðborð í sérstökum matsal í gistiheimilinu. Matsölu- og veitingastaðir og matvöruverslanir eru í Borgarnesi. Leiðarlýsing (Bjarg er 400 m. frá þjóðveg 1): Frá Reykjavík: þegar ekið er frá Reykjavík og yfir Borgarfjarðarbrúna inn í Borgarnes, er beygt til hægri (vegur nr. 1). Síðan er ekið um 900 m. og beygt aftur til hægri, merkt Bjarg og við endann á þeim vegi er Bjarg.Frá Akureyri (veg 1) eða Stykkishólmur (veg 54): þegar komið er að hringtorginu norðan við Borgarnes, er ekinn um 1 km inn í bæinn (veg 1) og beygt til vinstri (merkt Bjarg) og við endann á þeim vegi er Bjarg. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
María Apartment
Vinalegt fjölskyldurekið gistihús staðsett miðsvæðis í hjarta Grundarfjarðar aðeins nokkrum metrum frá höfninni, fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.Útsýni er til Kirkjufellsins og fjallahringsins. Íbúðin er með tveimur herbergjum, tvö einstaklingsrúm í öðru herberginu en hjónarúm í hinu, auk svefnsófa í stofu. Stofan er með fullbúnum eldhúskrók, baðherbergið er með sturtu. Herbergjunum fylgja uppbúin rúm og handklæði, í stofunni er sjónvarp og Wi-Fi er frítt. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Finnið okkur á Facebook hér.Finnið okkur á Airbnb hér.

Aðrir (13)

Böðvarsgata 3 Böðvarsgata 3 310 Borgarnes 437-1189
Eiðhús apartments Eiðhús 311 Borgarnes -
Hítarneskot Hítarneskot 311 Borgarnes 665-6366
Hreðavatn Hreðavatn 30 (F2109234) 311 Borgarnes 892-8882
Our Home Apartments Laufásvegur 31 340 Stykkishólmur 899-1797
Bjarg Apartments / Íbúðargisting í Grundarfirði Grundargata 8 350 Grundarfjörður 616-2576
Snoppa Íbúðagisting Grundargata 18 n.h. 350 Grundarfjörður 897-6194
Lárperla Grundargata 78 350 Grundarfjörður 868-8316
Sæból Sæból 46 350 Grundarfjörður 868-8316
Stöð Guesthouse and apartments Sólvellir 13 350 Grundarfjörður 8580977
Upplifun undir jökli Hellnar, Kjarvalströð 3-5 356 Snæfellsbær 663-5790
Frystiklefinn Hafnargata 16 360 Hellissandur 833-8200
Asubud apartments Brekkuhvammur 12 370 Búðardalur 861-4466