Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur
valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með
dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar
hjá yngstu kynslóðinni.

Ferðaþjónustan Erpsstöðum
Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi. Hópar panti fyrirfram. Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda. Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið. Sjá vefsíðu        
Husky Iceland
Fjölskyldan á bak við Husky Iceland Husky Iceland er lítið, fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett rétt utan við Reykjavík, á Fitjakotsbýlinu. Síberísku husky-hundarnir eru í hjarta alls sem við gerum – þeir eru ekki aðeins ástríða okkar heldur líka ástkærir fjölskyldumeðlimir. Hundarnir eru fyrst og fremst heimilishundar og við þjálfum þá allt árið um kring með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Hvort sem við erum í sleðamennsku, gönguskíðum, hjólreiðum, á sparkhjólum, línuskautum, í hlaupum eða einföldum göngutúrum er markmiðið alltaf það sama: að bæði hundar og fólk hafi gaman af. Vel hreyfðir og vel fóðraðir hundar eru hamingjusamasti heimiliskosturinn! Við tökum virkan þátt í sleðahundakeppnum víðs vegar um landið, bæði á Suður- og Norðurlandi, og erum einnig reglulegir þátttakendur á sýningum á vegum HRFÍ. Það er fátt sem veitir meiri gleði en að sjá hundana blómstra og ná sínu besta – þessi líflegi og gleðilegi lífsstíll veitir okkur stöðuga hvatningu og ómælda ánægju. Hundaræktunin Þegar þú heimsækir Husky Iceland stígur þú inn í heim hreinræktaðra síberískra husky-hunda þar sem þú færð tækifæri til að kynnast þessum fallegu og vinalegu hundum í návígi. Á göngu um ræktunina hittir þú hvern hund fyrir sig – þekkta fyrir leikgleði, mikla orku og tilkomumikið útlit með þykkum feldum og skærblá eða marglit augu. Að lokinni samveru með hundunum getur þú slakað á við opinn eld, notið heitra drykkja á borð við kakó eða kaffi og upplifað notalegt og hlýlegt andrúmsloft býlisins. Þetta er fullkomið tækifæri til að tengjast náttúrunni, hægja á sér og njóta samvista við þessa einstöku hunda í friðsælu og fallegu umhverfi. Velferð og aðbúnaður Velferð hundanna er alltaf í forgangi hjá Husky Iceland. Á sumrin býður nærliggjandi á, Leirvogsá, upp á kjöraðstæður til að kæla sig eftir langar göngur, þar sem hundarnir geta synt og notið fersks vatns. Nútímaleg og örugg hundahúsin okkar eru byggð samkvæmt ströngustu íslenskum dýravelferðarstöðlum og tryggja öruggt og þægilegt umhverfi fyrir hvern hund. Hækkuð bekkjakerfi veita skugga yfir hlýjustu mánuðina og gólfefni eru hönnuð til að skapa notalegan hvíldarstað. Yfir vetrartímann eru húsin einangruð til að verja hundana fyrir harðneskju íslensks veðurfars. Hundarnir hafa aðgang að stórum útisvæðum þar sem þeir geta leikið sér og hreyft sig frjálslega. Til að styrkja tengslin við „tvífættu vinina“ okkar fá husky-hundarnir einnig reglulega að gista inni á heimilinu hjá okkur, sem stuðlar að betri félagsfærni og ríkara lífi utan þjálfunar. Upplifanir og umönnun Við bjóðum upp á sérbókanlegar husky-ferðir bæði sumar og vetur, þar sem gestir fá að verja gæðastund með hundunum og gefa þeim kærkomið hlé frá íþróttalegum verkefnum dagsins. Í heilbrigðis- og læknismálum vinnum við náið með reyndum dýralækni sem sérhæfir sig í sleðahundum, sem tryggir bestu mögulegu umönnun hverju sinni. Hjá Husky Iceland leggjum við okkur fram við að fara alltaf skrefinu lengra – svo husky-hundarnir okkar séu hamingjusamir, heilbrigðir og tilbúnir í næsta ævintýri. 
Dýragarðurinn í Hólum
Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"!  Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum. Opið 17. júní - 5. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum. Hlakka til að sjá ykkur.
Háafell - Geitfjársetur
Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða.  Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.  Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir.  Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.  Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 
Gufuá
Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals. Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir: Geitalabb - Lesa meira   Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.  Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.  Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum og vel útbúnum sumarbústöðum fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikuleiga möguleg. Nánari upplýsingar veitir Kolbrún í síma: 433 8831. Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram. Opið allt árið. 

Aðrir (2)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Dalur-hestamiðstöð ehf. Dalland 271 Mosfellsbær 566-6885