Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingakort Vesturlands (Borðkort)

Kynning á upplýsingakorti Markaðsstofu Vesturlands „Visit West Iceland“ (English below)

Upplýsingakort Markaðsstofu Vesturlands „Visit West Iceland“ er einfalt, aðgengilegt kort sem ætlað er til að kynna áfangastaðinn Vesturland.

Markmið kortsins
Kortið er hugsað sem „kveikja“ – til að vekja áhuga ferðafólks og hvetja fólk til að dvelja lengur, upplifa og njóta á Vesturlandi. Kortinu er ætlað að ýta undir að gestir ferðist hægt, skoði fallega náttúru, nýti áningarstaði, kaupi vörur og þjónustu og njóti menningar og upplifana í landshlutanum.

Kortið er ekki ætlað sem nákvæmt ferðakort heldur frekar sem stoðtæki við upplýsingagjöf, til leiðbeiningar og til að kveikja áhuga gesta á að afla sér frekari upplýsinga – sjá og skoða meira.

Uppsetning kortsins

FRAMHLIÐ:

Á framhlið kortsins má sjá þann part af Íslandi sem skilgreindur er sem „Vesturland“. Þar eru merktir helstu vegir og vegnúmer, þéttbýli, nöfn á hæstu fjöllum, stærstu vötnum, nokkrum þekktum stöðum og helstu seglum Vesturlands.

Þar eru líka sett inn númer fyrir alla ferðaþjónustuaðila sem eru með starfsstöð á Vesturlandi og eru samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands. Þessi númer eru staðsett á kortinu samkvæmt GPS-punktum.

Á framhliðinni eru líka litlar ljósmyndir til að kveikja áhuga gesta og gefa sýnishorn af því hvað hægt er að sjá og upplifa á Vesturlandi.

  • Myndirnar eru allar teknar á Vesturlandi og vísa til áhugaverðra staða og upplifana, en eru án tilgreindrar staðsetningar eða merkinga, og eru ekki settar inn á kortið með tengingu við staðinn sem myndin tilheyrir.
  • Myndirnar er hugsaðar til að vekja athygli á fjölbreyttum möguleikum á upplifun á Vesturlandi, en staðkunnugir geta einnig nýtt þessar myndir til að leiðsegja fólki.

BAKHLIÐ:

Á bakhlið kortsins eru samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands listaðir upp og raðað eftir ferðasvæðum og/eða þéttbýliskjörnum. Þar kemur fram:

  • Númerið sem vísar í framhlið kortsins og sýnir staðsetningu á kortinu
  • Nafn þjónustustaðarins/aðilans, símanúmer og veffang
  • Viðeigandi þjónustumerki við hvern stað​

Á bakhliðinni eru einnig upplýsingar um ferðaþjónustuaðila sem starfa á svæðinu og eru samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands, en eru ekki með fasta starfsstöð á Vesturlandi.

Þar eru líka nokkrir QR-kóðar sem veita aðgang að ýmsum upplýsingaveitum og heimasíðum sem tengjast áfangastaðnum og fleira sem gott er að vita á ferðalagi um Vesturland.

Ábendingar fyrir ferðaþjónustuaðila um notkun á kortinu

  • Nota kortið sem „kveikju“ til að vekja athygli á áhugaverðum stöðum og upplifun á Vesturlandi – til að veita upplýsingar og sem stuðning við upplýsingagjöf, leiðsögn og leiðbeiningar til gesta.
  • Nota kortið til að vísa gestum á aðra ferðaþjónustuaðila, vörur og þjónustu á Vesturlandi með aðstoð númera og þjónustumerkja á bakhlið.
  • Hvetja gesti til að ferðast um allt Vesturland, njóta alls þess sem þar er að sjá og skoða, nýta sér fjölbreytta þjónustu – upplifa, dvelja og njóta á Vesturlandi.
  • Tryggja það að ferðaþjónustan þín sé merkt inn á kortið – með því að vera samstarfsaðili Markaðsstofu Vesturland 😉

Smelltu á myndirnar til að opna/stækka og/eða hlaða niður prentvænni útgáfu.

Presentation of the West Iceland Marketing Office Information Map "Visit West Iceland"

The West Iceland Marketing Office information map "Visit West Iceland" is a simple, accessible map designed to promote the West Iceland destination.

Purpose of the Map

The map is intended to serve as an "inspiration" – to spark visitors’ interest and encourage them to stay longer, experience, and enjoy West Iceland. It aims to promote slow travel, exploration of beautiful nature, visiting points of interest, purchasing local products and services, and engaging with the culture and experiences of the region.

The map is not meant to serve as a detailed travel map but rather as a supporting tool for information sharing, guidance, and inspiring guests to seek more information, see, and explore further.

Structure of the Map

FRONT SIDE:

On the front side of the map, the part of Iceland defined as "West Iceland" is shown. Main roads and road numbers, urban areas, the names of the highest mountains, largest lakes, some well-known places, and the main highlights of West Iceland are marked.

Also shown are numbers for all tourism service providers with a permanent location in West Iceland who are partners of the West Iceland Marketing Office. These numbers are placed on the map according to GPS points.

Small photographs are included to spark visitors’ interest and offer a glimpse of what can be seen and experienced in West Iceland.

  • The photos are all taken in West Iceland and refer to points of interest and experiences but are not specifically located or marked on the map.
  • The photos are meant to attract attention to the diverse experiences available in West Iceland, and locals familiar with the area can also use them to guide visitors.

BACK SIDE:

On the back side of the map, the partners of the West Iceland Marketing Office are listed and organized by travel areas and/or towns.

Displayed information includes:

  • The number corresponding to the location on the front side
  • The name of the service provider, phone number, and website
  • Relevant service symbols for each provider

The back side also includes information about service providers who are partners but do not have a permanent location in West Iceland.

Additionally, several QR codes provide access to various information sources and websites related to the destination and practical travel information for West Iceland.

Recommendations for Tourism Service Providers on Using the Map

  • Use the map as an "inspirational tool" to highlight points of interest and experiences in West Iceland – to provide information and support verbal guidance and recommendations to visitors.
  • Use the map to refer guests to other service providers, products, and services in West Iceland using the numbers and service symbols listed on the back side.
  • Encourage guests to travel throughout West Iceland, enjoy all the sights and attractions, utilize the wide range of services – to experience, stay, and enjoy more.
  • Ensure your tourism service is marked on the map – by becoming a partner of the West Iceland Marketing Office😉