Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hvað er skemmtilegra á góðum sumardegi eða köldum vetrardegi en að skella sér í sund. Um allt Vesturland er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Flestar eru útilaugar en þó er ein og ein innilaug. Flestar sundlaugar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.

Lýsulaugar - náttúrulaugar
Laug með náttúrulega heitu ölkelduvatni (hitastig sveiflast frá 24-35°C), beint úr jörðu. Um er að ræða grænþörungslaug og er vatnið mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi.   Laugarnar voru uppgerðar 2019 og samanstanda þær nú af tveimur heitum pottum, köldum potti og stórri laug.  Opið júní - miðjan ágúst frá 11:00 - 21:00.  Auka opnunartímar eru auglýstir á Facebook síðu Lýsulauga. 
Lindin - Sundlaugin Húsafelli
Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og ætti því að henta öllum. Slakaðu á í gufubaðinu okkar, með stórkostlegu 180 gráðu útsýni yfir sundlaugarsvæðið. Bókaðu núna og uppgötvaðu blöndu af sjálfbærni, slökun og þægindum. Komdu í lið með okkur í skuldbindingu okkar til grænnar framtíðar, á sama tíma og þú nýtur þess að endurnýja kraftana. Hér má nálgast verð og bókunarkerfi 
Sundlaugin Grundarfirði
Þægileg lítil sundlaug á besta stað í bænum steinsnar frá tjaldsvæðinu. Tveir heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin. Virka daga frá 8-21   Lokað á sunnudögum. 
Sælingsdalslaug
Laugin er 25 metra útilaug. Við laugina er einnig vaðlaug, heitir pottar og og gufubað í fallegu umhverfi.
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu.Tilvalin staður að koma á til að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi. Opnunartímar: Sumar (1/6-19/8): 09:00-18:00 alla daga  
Sundlaugin Ólafsvík
Sundlaugin er 12,5 m innilaug með heitum potti. Einnig er útísvæði með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Við sundlaugina er skóli, íþróttahús, knattspyrnuvöllur, gervigrasvöllur, leiktæki og stutt í alla þjónustu. Verið velkomin í notalega sundlaug. Opið virka daga frá 7:30 til 21:00, helgar frá 10:00 til 17:00. 
Sundlaugin Stykkishólmi
Útisundlaug, 25 x 12 metrar með 57 metra vatnsrennibraut. Tveir heitir pottar, vaðlaug og 12 metra innilaug sem einkum er ætluð sem kennslu- og þjálfunarlaug.  Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmisskonar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis. Vatnið hefur fengið vottun frá þýsku stofnunni, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns og umhverfisvottun. Þá er einnig kaldur pottur á staðnum. Mánudaga-fimmtudaga - kl. 07.05 - 22.00 Laugardaga-sunnudaga - kl. 10.00 - 18.00 Mánudaga-fimmtudaga - kl. 07.05 - 22.00 Laugardaga - kl. 10.00 - 17.00
Hreppslaug
Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928. Síðustu 95 árin hafa margir lært að synda í Hreppslaug. Hreppslaug er friðlýst skv. lögum og er baðstaður með sírennsli vatns úr uppsprettum í nánasta umhverfi. Lokað yfir veturinn
Akranes sundlaug
Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs. Opnunartími: Virkir dagar: 06:00-21:00 Helgar: 09:00-18:00
Hlaðir sundlaug
Sundlaugin er austan við félagsheimilið og eru rúmgóðir búningsklefar og vatnsgufubað í kjallara. Sundlaugin er 16,67 x 8 metra og við hana er einnig barnavaðlaug með rennibraut og tveir heitir pottar. Opið virka daga frá 12:00 til 20:00. Um helgar (laugardaga og sunnudaga) opið frá 10:00 til 20:00.
Sundlaugin Varmalandi
Útisundlaug með heitum pottum.  Opið frá 1. júní - 17. ágúst, daglega frá 14:00 til 20:00. Einnig frábært tjaldsvæði á Varmalandi. 
Sundlaugin í Borgarnesi
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og sólbaðsaðstaða. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.Opnunartími:Virkir dagar:Laugardagar:Sunnudagar:Allt árið:06:30-22:0009:00-18:0009:00-18:00

Aðrir (1)

Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853