Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og
persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Svarfhóll
Gisting í kyrrð og rósemd í íslenskri náttúru og sveitaumhverfi í fjallasal. Erum með tvo 27 m2 huggulega bústaði fyrir tvo en komast fjórir, einn 35 m2 góðan bústað f. fjóra en komast sex og svo fjögurra herbergja gistiheimili sem má panta í heilu lagi en pantið þá tímanlega.
Grund Guesthouse
Grund er 3 km frá Grundarfirð en þar er öll þjónusta. Húsið er 150m2 á 2 hæðum. Húsið er allt nýstandsett bæði úti og inni. Fallegar gönguleiðir og margt að skoða í nágrenninu.
Gistiheimilið Sauðafelli
Sauðafell er bær í Miðdölum og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í Landnámu, kemur við sögu í Sturlungu og var einnig sögusvið atburða á síðaskiptatímanum. Sauðafell Guesthouse býður upp á gistingu í ný uppgerðu gömlu húsi frá 1897. Húsið er á tveimur hæðum og hægt að velja milli 6 herbergja með uppbúnum rúmum. Eldhúsið er vel útbúið, stór stofa og 3 baðherbergi með sturtu. Wi-Fi er innifalið.
Kastalinn Gistiheimili
Kastalinn býður upp á gistingu í Búðardal. Gististaðurinn stendur við svartar strendur Hvammsfjarðar og er í göngufæri við Vínlandssetur - sýning og kaffihús, Dalakot - veitingastaður, Krambúðina, Blómalind - kaffihús og blómabúð, handverkshópinn Bolla, Dalahesta - hestaleiga og margt fleira. Öll herbergi eru með ísskáp, kaffivél, katli, og ristavél, fríu WiFi og bíðastæði. Til staðar er sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara.  Á lóðinni eru einnig að finna þrjú lítil hýsi (15m2) með sér baðherbergi, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og örbylgjuofni.  Gas og kolagrill standa gestum til boða.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 
Kornmúli
Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur, bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti. -Fullbúið eldhús-Heitur pottur -Rúmar allt að 6 gesti-Þrjú tveggjamanna herbergi öll með baðherbergi -Eitt herbergið er með aðgengi fyrir hjólastóla -Frítt WiFi -Sjónvarp með aðgengi að sjónvarpi símans 
Gistiheimilið Stöð
Húsið býður upp á fullt af möguleikum fyrir íslenska ferðamenn (og erlenda). Húsið væri ákjósanlegt fyrir t.d. námskeið, ættarmót, brúðkaup, vinnustaðapartý og svo mætti lengi telja. Húsið stendur við sjávarsíðuna í Grundarfirði þar sem Kirkjufellið blasir við. Alls er gistipláss fyrir 52 manns. Opið og bjart sameiginlegt eldhús er hentugt fyrir samkomur og með útsýni yfir Kirkjufell, auk þess er stór garður og kolagrill. Veitingastaðurinn Bjargarsteinn er hinu megin við götuna og því stutt að rölta yfir til að gera vel við sig. 
Drangar Country Guesthouse
Drangar Country Guesthouse er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni. Þessi nýuppgerði sveitabær er frábær áningarstaður þar sem Snæfellnesið og Dalirnir opnast til austurs og vesturs í aðeins 2. klst fjarlægð frá höfuðstaðnum.  Við fjölskyldan höfum gert upp tvær byggingar til gistingar þar sem er haldið í það sem ljáir sveitabæjum sinn sess í landslaginu og gefum þeim nútímalegan blæ. Fjósið er undravel hannað með sex herbergjum með tvíbreiðum rúmum, tveimur þriggja manna herbergjum og sameiginlegu rými með útsýni yfir hafið. Skemman er með fjórum herbergjum með tvíbreiðum rúmum, tvö með eldhúskrók og öll skemmu herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi. Öll okkar herbergi eru með glæsilegu baðherbergi.  Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2020 veitt af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fyrir hönnun þeirra á Dröngum. Drangar voru einnig tilnefndir til European Union Prize for Contemporary Architecture - Mies van der Rohe Award fyrir árið 2022.    
Dalahyttur
Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja mannaherbergjum. Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 160 cm rúmi, eldhúseiningu, baðherbergi með sturtu, WiFi og bílastæði er við hvert hús. Þrjú hús eru útbúin með tveimur 20m2 herbergjum. Sér inngangur er í hvert herbergi utan frá. Í hverju herbergi er 160 cm rúm, sófi, baðherbergi með sturtu, hægindastóll, kaffi og te aðstaða, WiFi og bílastæði fyrir hvert herbergi er við húsin. Móttaka og veitingahús eru í nýuppgerðum bragga á svæðinu. Matseðillinn er ekki stór en á honum reynum við að hafa eins mikið af heimasvæðinu og við getum. Ef þú hefur einhverja góða hugmynd að veislunni þinni, ekki hika við að spyrja okkur, við erum alltaf til í eitthvað nýtt og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við gesti. Frá húsunumgetur þú notið útsýnis yfir fjöllin, dalinn og Hörðudalsá. Ef norðurljósin látasjá sig er tilvalið að sitja úti á verönd og njóta.   Staðsetning Dalahyttna er góð til að njóta bæði friðar og ferðalaga.Stutt er í allar áttir. Við erum í um klukkutíma akstursfjarlægð fráStykkishólmi, Borgarnesi, Hólmavík og Hvammstanga og er staðsetningin þvíþægileg til dagsferða um Snæfellsnes, Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing ogsunnanverða Vestfirði.   Fyrir bókanir, vinsamlegast hafið samband í síma 869 8778 eða netfangið gudrun@dalahyttur.is.   
Fossatún Poddar
Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli og hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fossatún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir.  Poddarnir í Fossatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi. Hægt er að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu - en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum.  Aldurstakmark er 20.  Sólarlagsbústaðurinn Tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhverfi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökull við sjóndeildarhringinn.  Sólalagsbústaðurinn hefur 2 uppá búin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum sem hægt er að færa saman. Að auki er seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill.  Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust net er innifalið. Reyklaust hús og 20 ára aldurstakmark. 
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er í senn gistiheimili, kaffihús og gjafavöruverslun. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Þú getur valið um að vera í heimagistingunni okkar þar sem eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila svo fallegri stofu með dásamlegu útsýni og fullbúnu eldhúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir og eina rúmgóða íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingu. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni. Allir gestir sem gista hjá okkur njóta þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru. Frí bílastæði og frítt internet.
Nýp á Skarðsströnd
B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar. Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma. Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist. Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur.  Verið velkomin! Bókanir: thora@this.is. Sími: 896-1930 eða 891-8674.Þið finnið okkur á Facebook hér. Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.
Grundarfjörður Guesthouse & Harbour Cafe
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Englendingavík
Á fallegum stað í eldri bæjarhluta Borgarness liggur friðsæl og falleg vík sem heitir Englendingavík. Þar ríkir ró og friður sem eingöngu er rofinn af fuglasöng og sjávarnið. Í gömlu kaupfélagshúsunum í víkinni var stunduð verslun til fjölda ára en nú hýsa þau veitingastaðinn og gistiaðstöðuna Englendingavík ásamt Leikfangasafni Soffíu . Veitingahúsið Englendingavík Í veitingahúsinu Englendingavík er lagt upp með afslappað og notalegt andrúmsloft í anda gömlu húsanna í víkinni. Boðinn er fjölbreyttur matseðill með áherslu á fisk og lamb. Í sumar er opið frá 13:00-21:00 alla daga.  Sjálfsagt er að taka á móti hópum alla daga. Úr veitingahúsinu er afar fallegt útsýni út á sjóinn og nærliggjandi eyjar og sker sem iða af fuglalífi og gaman er að fylgjast með flóði og fjöru úr veitingasalnum. Einnig er pallur fyrir sunnan húsið, þar sem lognið dvelur þegar norðan- og norðaustan áttir ríkja. Þar er notalegt að sitja í sólinni og njóta matar og drykkjar í góðum félagsskap. Gistihúsið SjávarborgVið víkina stendur einnig heimagistingin Sjávarborg, í bárujárnsklæddu húsi sem byggt var 1890 og stendur alveg við sjávarsíðuna. Sjávarborg býður uppá heimilislega gistingu, þar sem hægt er að velja á milli fjögurra manna fjölskylduherbergis og fjögurra tveggja manna herbergja, allt í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baðherbergi. Andrúmsloftið er afslappað á Sjávarborg, aðgangur að eldhúsi og setustofu og auðvitað þráðlausri nettengingu. Við viljum benda gestum okkar góðfúslega á að Sjávarborg er gamalt hús með sál, brakandi gólfum og því nokkuð hljóðbært ef margir eru á ferli á sama tíma. Þetta hefur þó sannarlega ekki komið í veg fyrir góða hvíld og nætursvefn gesta og efumst við ekki um að gestir okkar eigi hjá okkur notalega stund. Við hlökkum til að sjá ykkur og munum taka vel á móti ykkur, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fjölskyldur eða minni og stærri hópa.
Lambalækur
Lambalækur - hús byggt sem íbúðarhús að Galtarholti Borgarbyggð árið 1894. Nú nefnt Lambalækur. Flutt í nágrenni Ensku húsanna og endurgert í upprunalegt horf samkvæmt ströngustu kröfum Húsafriðunnar Ríkisins árið 2004. Á neðri hæð hússins er forstofa, gangur, eldhús, stofa, þvottahús og geymsla, eitt tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna herbergi með sér snyrtingu.Á efri hæð er eitt þriggja manna og tvö tveggja mannaherbergi með sameiginlegri snyrtingu. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Gamli bærinn Húsafelli
Gamli bærinn er á þremur hæðum, á neðstu hæð er eldhús, borðstofa og setustofa. Á annarri hæð eru þrjú tveggja manna herbergi og þrjú baðherbergi. Á efstu hæð hússins eru tvö tveggja manna herbergi og eitt baðherbergi.  Á verönd við húsið er heitur pottur.
Sjávarborg
Sjávarborg er gistihús og kaffihús við höfnina í Stykkishólmi. Herbergi eru af mismunandi stærðum, bæði 2ja manna og fjölskylduherbergi. Morgunverður í boði á kaffihúsinu en einnig hægt að nota gestaeldhús til að útbúa máltíðir. 
Dalakot
Dalakot er lítið einkarekið gistiheimili. Gistiheimili hefur verið í húsinu síðan um miðja síðustu öld. Árið 2013 keyptu hjónin Anna Sigríður Grétarsdóttir og Pálmi Jóhannsson gistiheimilið og gáfu því nafnið Dalakot. Síðan þá hafa þau unnið að endurbótum á húsnæði og umhverfi þess og eru enn að. Í gistiheimilinu eru 9 herbergi með gistirými fyrir 19 manns. Einnig er heilsárshús niður við ströndina sem hentar vel smærri hópum eða fjölskyldum með gistipláss fyrir 6 manns. Veitingastaður og bar er rekinn á gistiheimilinu þar sem pizzur og hamborgar eru aðaluppistaða matseðils en einnig eru nokkrir sérréttir hússins. Boðið er uppá morgunmat og heitan mat í hádeginu og/eða mat af matseðli. Opið daglega frá 12:00 til 21:00. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Guesthouse Hvítá
Guesthouse Hvítá er staðsett í hjarta Borgarfjarðar, 20 km. frá Borgarnesi og býður upp á 8 herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Velbúin íbúð fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig. Ein fjölskylduálmu með 3 svefnherbergjum og sérbaði, 4-6 manna fjölskylduherbergi með sérbaði, ísskáp og örbylgju. Tvö herbergi fyrir 2-4 með sérbaði. Falleg fjallasýn er allt í kringum Guesthouse Hvítá og algjör kyrrð og friður.  Veitingastaður er á Hvítá og er opið júní, júlí og ágúst frá 18:30 til 21:00. Á veturnar er veitingahúsið opið eftir samkomulagi fyrir hópa.
Sýsló Guesthouse
Gistiheimilið er staðsett í hæðóttu landslagi í gamla hluta Stykkilshólmsbæjar en þar er einstakt útsýni útá Breiðafjörðinn og eyjarnar. Stutt er í alla þjónustu. Stykkishólmur er fallegur bær með langa og merkilega sögu. Bærinn er þekktur fyrir einstakt bæjarstæði, sjávarréttaveitingastað og einstakt umhverfi. Örskammt frá er sundlaug, golfvöllur og og allar helstu búðir bæjarins. Við bjóðum uppá 7 x 2ja manna herbergi bæði með sérbaði og sameiginleg bað. Frítt Wi-Fi.
Suður-Bár
Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði. Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Kirkjufell Guesthouse
Kirkjufell Guesthouse býður uppá herbergi með sérbaði, sameiginlegt eldhús og setusstofa. Ókeypis WiFi.
Gamla pósthúsið
Gamla Pósthúsið, gistiheimili í miðbæ Grundarfjarðar, býður gistingu í herbergjum með sérbaði og sameiginlegt eldhús. Þráðlaust internet og sjónvarp á herbergjum.
Gistiheimilið Milli Vina
Gistiheimilið, Milli vina, er staðsett í afslappandi og rólegu umhverfi á Hvítárbakka í Borgarfirði sem er um það bil 90 km frá Reykjavík. Gistiheimilið býður upp á 6 herbergi ásamt aðgengi að stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, tveimur baðherbergjum og eldhúsi. Einnig eru tveir tvíbreiðir svefnsófar í stofunni. Umhverfis húsið er fallegur garður og heitur pottur með náttúrulegu, heitu vatni beint úr Deildartunguhver.  Hægt er að leigja allt húsið í heild sinni eða hvert herbergi fyrir sig. Húsið rúmar allt að 15 manns. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  
Sveitahótelið Fossatúni
Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi.  Gistiaðstaða Boðið er upp á mismunandi þrjá valkosti í innigistingu. Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum og eldhúsaðstöðu. Einnig er boðið upp á tjaldsvæði. Fossatún Sveitahótel Boðið er upp á gistingu í 12 x tveggja manna herbergi með sér baðherbergi.  Fossatún Gistiheimili 120 m2 hús með fjögur tveggja manna herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. 42 m2 hús með tvö svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða.  Fossatún Poddar Poddur er smáhýsi með svefnaðstöðu (camping pod). Svefnpokapláss en hægt að fá rúmfatnað sé þess óskað. Einangruð, upphituð, heilsárs hagstæð gistiaðstaða. Tjaldsvæði Nútímalegt tjaldsvæði sem hólfað er af með háum skjólbeltum. Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Einstök staðsetning og matseðill með áherslu á kaffihúsaveitingar með stíl. Í móttöku er almenn afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.  Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram. Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland.  Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.
Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Bjóðum upp á gistingu í 5 sumarhúsum, auk gistihúss þar sem við getum tekið á móti stærri hópum. Tilvalið til að halda fjölskyldumót. Heitir pottar eru við öll húsin. Gisting í fallegu umhverfi. Löngufjörur og Eldborgin í túnfætinum. 
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
The Freezer Hostel & Apartments býður uppá gistingu og menningarviðburði allt árið um kring.
Gistihúsið Steindórsstöðum
Gisting í eldra íbúðarhúsi á bænum sem var endurbyggt 2010 áður en gistihúsið opnaði. Gestgjafar eru Guðfinna og Þórarinn. Við höfum búið hér síðan 1988. Bjuggum með kýr lengst af en erum nú skógarbændur og eigum um 50 kindur, 4 hesta, 2 hunda og 1 kött. Rekja má búskap sömu ættar hér til 17 aldar. 
Lýsuhóll-Snæhestar
Lýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Boðið er upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistihúsum. Einnig eru veitingar í boði og ferðir á hestbak. Sumarhúsin samanstanda af svefnherbergi, setustofa, lítið eldhús, sturtu og klósett, tilvalið fyrir 2-4 manna fjölskyldu. Það eru tvö rúm í svefnherbergi og svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Úr sumarhúsum er mjög fallegt útsýni og góð verönd tilvalin til að sitja úti eða grilla. Tvö gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt. Hestaferðir í boði frá stuttum reiðtúr upp í 8 daga ferð. það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni eða yfir fjöllin og hraunin. Til dæmis þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni í gullnum sandi út að Búðum, þar sem selir liggja í klettunum og allt útsyni magnað.
Kast Guesthouse
Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín. 
Hótel Arnarstapi
Hótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu. Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa. Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes. 32 herbergi, Dbl/Twin/Triple4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.Morgunverður frá 07:00-10:00Veitingastaður og barÞráðlaust internetGönguleiðirFuglaskoðun
Bjarg Borgarnes
Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.

Aðrir (20)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Teigur Heimagisting Háteigur 1 300 Akranes 4312900
Helgugata Guesthouse Helgugata 5 310 Borgarnes 690-5857
Stafholtsey Stafholtsey 311 Borgarnes
Hvassafell 2 Hvassafell 2 311 Borgarnes -
Veiðihúsið við Straumfjarðará Dal v/Straumfjarðará 311 Borgarnes 864-7315
Garður Guesthouse Skólastígur 7 340 Stykkishólmur 864-1352
Akkeri gistihús Frúarstígur 1 340 Stykkishólmur 8681406
Hellnafell Guesthouse Hellnafell 350 Grundarfjörður 693-0820
Hamrahlíð 9 Guesthouse Hamrahlíð 9 350 Grundarfjörður 824-3000
Ferðaþjónusta Setberg Setberg 350 Grundarfjörður 438-6817
Grundarfjörður HI Hostel / Farfuglaheimili Hlíðarvegur 15 350 Grundarfjörður 895-6533
Heimagisting Skálholti 6 Skálholt 6 355 Ólafsvík 867 9407
Ennisbraut 1 Ennisbraut 1 355 Ólafsvík 821-9217
Bikers Paradise Sandholt 45 355 Ólafsvík 436-1070
Gistiheimilið Við Hafið Ólafsbraut 55 355 Ólafsvík 436-1166
Gistiheimilið Hof Hofgarðar 356 Snæfellsbær 8463897
Cosy Country Camper suit Neðri-Hundadalur 371 Búðardalur 866-0711
Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853
Gistihúsið á Bessastöðum Bessastaðir 531 Hvammstangi 8937981