Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Drangar Country Guesthouse

- Gistiheimili

Drangar Country Guesthouse er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni. Þessi nýuppgerði sveitabær er frábær áningarstaður þar sem Snæfellnesið og Dalirnir opnast til austurs og vesturs í aðeins 2. klst fjarlægð frá höfuðstaðnum. 

Við fjölskyldan höfum gert upp tvær byggingar til gistingar þar sem er haldið í það sem ljáir sveitabæjum sinn sess í landslaginu og gefum þeim nútímalegan blæ. Fjósið er undravel hannað með sex herbergjum með tvíbreiðum rúmum, tveimur þriggja manna herbergjum og sameiginlegu rými með útsýni yfir hafið. Skemman er með fjórum herbergjum með tvíbreiðum rúmum, tvö með eldhúskrók og öll skemmu herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi. Öll okkar herbergi eru með glæsilegu baðherbergi. 

Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2020 veitt af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fyrir hönnun þeirra á Dröngum. Drangar voru einnig tilnefndir til European Union Prize for Contemporary Architecture - Mies van der Rohe Award fyrir árið 2022.  

 

Drangar Country Guesthouse

Drangar Country Guesthouse

Drangar Country Guesthouse er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni. Þessi nýuppgerði sveitabær er frábær áningarstaður þar sem Snæfellnesið o