Fara í efni

Dægradvöl

Dýragarðar og opinn landbúnaður

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur
valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með
dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar
hjá yngstu kynslóðinni.

Fjölskyldu- og skemmtigarðar

Víða um land eru skemmtigarðar, bæði innan húss og utan,
þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.

Golfvellir

Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um Vesturland eru prýðilegir golfvellir,bæði smáir og stórir.

Gönguferðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar
óþrjótandi.

Heilsurækt og Spa

Hluti af góðu ferðalagi er að rækta líkama og sál. 

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um
land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Náttúrulegir baðstaðir

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af
náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land.

Skíði

Fyrir þá sem stunda skíði eða snjóbretti eru mörg góð skíðasvæði um allt land
sem opin eru yfir vetrartímann ef aðstæður leyfa.