Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Strendur og grunnsævi Vesturlands draga að sér mikinn fjölda sjófugla og vaðfugla, sem setja sterkan svip á fuglalíf landshlutans. 
Af 75 íslenskum fuglategundum verpa um 60 árlega á Vesturlandi. Að auki fara fimm tegundir svokallaðra fargesta um svæðið í þúsundatali að vori og hausti á leið sinni til og frá varpstöðvum á Grænlandi og Kanada. 
Haförninn má sjá um allt Vesturland en aðalheimkynni hans eins og dílaskarfs og toppskarfs eru við Breiðafjörð. Á meðal annarra athyglisverðra tegunda má nefna brandönd og blesgæs í Borgarfirði, flórgoða og skeiðönd í Staðarsveit og bjargfugla og kríu á utanverðu Snæfellsnesi. Í siglingum frá Stykkishólmi má komast í návígi við marga af sjófuglunum.

Akranesviti
Akranesviti er opinn allt árið um kring. Útsýnið frá toppi vitans er stórfenglegt allan hringinn, frá Reykjanesskaga, yfir höfuðborgina, Faxaflóann og út að Snæfellsjökli. Á veturna getur norðurljósadýrðin við vitana verið alveg einstök upplifun í góðum veðurskilyrðum. Tónleikar og listsýningar eru í vitanum á opnunartíma. Opnunartími: Virkir dagar: 10:00-16:00 Helgar: 12:00-15:00

Aðrir (4)

Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Sea Angling Stapi Grundarslóð 10 356 Snæfellsbær 697 6210