Strendur og grunnsævi Vesturlands draga að sér mikinn fjölda sjófugla og vaðfugla, sem setja sterkan svip á fuglalíf landshlutans.
Af 75 íslenskum fuglategundum verpa um 60 árlega á Vesturlandi. Að auki fara fimm tegundir svokallaðra fargesta um svæðið í þúsundatali að vori og hausti á leið sinni til og frá varpstöðvum á Grænlandi og Kanada.
Haförninn má sjá um allt Vesturland en aðalheimkynni hans eins og dílaskarfs og toppskarfs eru við Breiðafjörð. Á meðal annarra athyglisverðra tegunda má nefna brandönd og blesgæs í Borgarfirði, flórgoða og skeiðönd í Staðarsveit og bjargfugla og kríu á utanverðu Snæfellsnesi. Í siglingum frá Stykkishólmi má komast í návígi við marga af sjófuglunum.
Simply Iceland
Simply Iceland – litlir hópar, stór ævintýri. Uppgötvaðu Ísland á einfaldan en einstakan hátt. Hjá Simply Iceland teljum við að ferðalög ættu að vera persónuleg . Þess vegna leggjum við áherslu á litla hópa og vinalegt og persónulegt viðmót gagnvart hverjum gesti. Við tökum þig út fyrir ferðamannafjöldann og inn í hjarta villtrar fegurðar Íslands, þar sem hver ferð er ósvikin og ógleymanleg. Okkar sérkenndu ferðir:• Norðurljósaferð í smárútu – Eltið töfra norðurljósanna með notalegum teppum og heitu súkkulaði undir norðurljósum. Ef ljósin birtast ekki er þér velkomið að taka þátt í annarri nóttu án endurgjalds.
Snjósleðaævintýri á Langjökli – Finndu kraft Íslands þegar þú ekur yfir næststærsta jökul Íslands, umkringdur stórkostlegu ísköldu landslagi.
Fjórhjólaferð í Húsafelli – Uppgötvaðu eitt fallegasta og friðsælasta svæði Íslands í spennandi utanvegaævintýri um ósnortna náttúru.
Silfurhringferð – Farðu inn í Silfurhringinn, þar sem Vesturland sýnir landslag eins stórkostlegt og Gullni hringurinn, en án mannfjöldans. Ferðir okkar eru hannaðar fyrir þá sem meta gæði fremur en magn.
Vertu með okkur og upplifðu Ísland á einfaldan, persónulegan og fallegan hátt.
www.simplyiceland.is
View
Akranesviti
Akranesviti er opinn allt árið um kring. Útsýnið frá toppi vitans er stórfenglegt allan hringinn, frá Reykjanesskaga, yfir höfuðborgina, Faxaflóann og út að Snæfellsjökli. Á veturna getur norðurljósadýrðin við vitana verið alveg einstök upplifun í góðum veðurskilyrðum. Tónleikar og listsýningar eru í vitanum á opnunartíma.
Sumaropnun: 16. maí-15. september: Alla daga kl. 10:00-16:00
Vetraropnun: 16. september-15. maí: Virka daga kl. 10:00-16:00
View
Landbúnaðarsafn Íslands
Landbúnaðarsafn Íslands sýnir sögu og þróun íslensks landbúnaðar, með áherslu á tímabilið frá 1880 fram undir lok 20. aldar. Á safninu er munum og tækjum þannig fyrir komið að gestir ganga í gegnum söguna og með því móti verða skýrar þær miklu tæknibreytingar sem urðu í íslenskum landbúnaði á 20. öld. Sýning safnsins er i Halldórsfjósi á Hvanneyri, sem er stærsti sýningargripur safnsins og ber vott um þróun síðustu aldar. Einnig er boðið upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins og örstuttri gönguferð um Gamla skólastaðinn. Jafnframt hýsir safnið Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl sem er staðsett í hlöðu Halldórsfjóss.
Opnunartími:
Sumartími: 15. maí til 15. september: opið alla daga frá 11-17.
Vetraropnun: 16. september til 14. maí: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13-17
View
Aðrir (4)
| Kraftganga | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | 899-8199 |
| Iceland Untouched | Meistaravellir 11 | 107 Reykjavík | 696-0171 |
| Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
| Sea Angling Stapi | Grundarslóð 10 | 356 Snæfellsbær | 697 6210 |