Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Golfvellir

Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um Vesturland eru prýðilegir golfvellir,bæði smáir og stórir.

Golfklúbbur Staðarsveitar
Garðavöllur undir Jökli er á margan hátt sérstæður í hinni fjölbreyttu golfvallarflóru á Íslandi, með stutta fortíð að baki en á að talið er mikla framtíð fyrir sér. Völlur: Garðavöllur undir jökliLangaholt, 356 SnæfellsbærAfgreiðsla:Sími 4356789Netfang golfklst@gmail.comVefsíða: www.golfklst.is Facebook: smellið hérOpið: Fles ta daga 08:00 til 22:00 Það var árið 1997 sem Þorkell Símonarson í Görðum fékk Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt til að hanna völlinn. Fluttar voru inn slátturvélar, keyptur gamall traktor og opnað svo í ágúst sama ár og þótti mönnum völlurinn nokkuð gisinn til að byrja með. Svo er aðstæðum hér í gamla -heimatúninu- í Görðum fyrir að þakka að hægt er yfirleitt að reka golfvöll með einhverju móti en heimatúnið gamla er myndað úr gulum foksandi sem hefur hlaðist upp í sunnan ofsaveðrum í gegnum aldirnar. Þetta skilar sér sem harðgert, þurrt land og á allan hátt þægilegt og vandræðalítið miðað við það sem víða er. Einnig má taka fram að golfíþróttin sjálf varð til á einmitt svona grónum sandbölum á Bretlandseyjum fyrir mjög löngu síðan en bæta má við að golffróðir menn kalla svona velli “Links”. Það kom senn að því að þeir íbúar í sveitinni sem hvað skemmtilegast þótti að leika golf ákváðu að stofna með sér félagsskap og hlaut klúbburinn nafnið Golfklúbbur Staðarsveitar eftir hinu forna nafni sveitarinnar sem nú er hluti Snæfellsbæjar, en nokkuð var tekist á um nafn. Þetta var í ágúst 1998 og var stofnfundurinn haldinn í gistihúsinu Langaholti að Ytri Görðum og voru stofnfélagar átta talsins. Sumarið 2002 hlaut klúbburinn svo inngöngu í G.S.Í. og eru það óneitanlega þó nokkur tímamót í sögu vallarins og golfiðkunar á Íslandi yfirleitt. Gaman er að segja frá því að golfvöllurinn er einnig fræðslustígur þar sem á hverri braut eru skilti sem veita upplýsingar um sögu og jarðfræði þess sem fyrir augu ber.
Golfklúbburinn Mostri
Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi var stofnaður 1984. Klúbburinn rekur Víkurvöll sem er 9 holu golfvöllur sem er nánast inni í bænum, rétt sunnan við tjaldsvæðið og Fosshótel Stykkishólm. Náið samstarf hefur verið milli klúbbsins og tjaldsvæðisins og þjónar golfskálinn gestum tjaldsvæðisins að hluta, m.a. með hreinlætisaðstöðu og þvottavél og þurrkara sem eru við skálann. Í tveggja mínútna göngufæri er svo íþróttamiðstöð bæjarins með frábærum sundlaugum og annarri aðstöðu, og þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til þess að komast að henni frá tjaldsvæðinu. Víkurvöllur er par 35 (70) og 4.864 m. Völlurinn er teiknaður af Hannesi Þorsteinssyni og er þægilegur í göngu, liggur milli tveggja ása og niður að ströndinni. Skemmtilegur og krefjandi golfvöllur.
Golfklúbburinn Leynir
Garðavöllur er 18 holu völlur í útjaðri Akraness. Landið er frekar slétt en klapparholt, tjarnir, glompur og trjágróður setja sinn svip á völlinn sem er mjög krefjandi og skemmtilegur. Garðavöllur hefur skipað sér í sess meðal bestu valla landsins og þar hafa verið haldin mörg stórmót. Golfklúbburinn Leynir var stofnaður árið 1965. Árið 2000 var völlurinn stækkaður í 18 holur. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt. Par vallarins er 72, völlurinn er 6006 m af hvítum teigum, 5560 m af gulum og 4593 m af rauðum teigum. Veitingaaðstaða er í klúbbhúsi. Nauðsynlegt er að panta rástíma á www.golf.is eða hafa samband við klúbbhús.   Nafn golfvallar:  Holufjöldi:   Par:  Garðavöllur  18  72    
Golfklúbburinn Húsafelli
Húsafellsvöllur er 9 holu golfvöllur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár. Víða liggja brautir meðfram og yfir vatn og oft er stutt í skóginn. Árið 1986 var byrjað að undirbúa jarðveg fyrir golfvöll í Húsafelli. Helstu hvatamenn að uppbyggingu golfvallarins voru Kristleifur Þorsteinsson og Þorsteinn Kristleifsson, sem sá um framkvæmdir. Tíu árum síðar var hann formlega tekinn í notkun. Golfvöllurinn er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni, golfvallaarkitekt. Völlurinn er par 72, 5992 m af gulum teigum og 4110 m af rauðum teigum. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í boði að Húsafelli.  Nafn golfvallar:  Holufjöldi:  Par:  Húsafellsvöllur  9   72

Aðrir (5)

Golfklúbbur Borgarness Hamar 310 Borgarnes 437-1663
Golfklúbburinn Skrifla Nes, Reykholtsdal 311 Borgarnes 435-1472
Golfklúbburinn Glanni Glannaskáli Hreðavatni 311 Borgarnes 6235523
Golfklúbburinn Vestarr Grundargata 84 350 Grundarfjörður 834-0497
Golfklúbburinn Jökull Golfskálinn Fróðá 355 Ólafsvík 8619640