Fara í efni

Námskeið

Hoppland
Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi. Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó. Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa sig.  Hlökkum til að sjá ykkur. Opið frá 13:00-20:00 um helgar fram til 1. júní og alla daga eftir það. 
Smiðjuloftið
Smiðjuloftið er afþreyingarsetur staðsett á Akranesi, í um 45 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. ÁSmiðjuloftinu finnið þið flottan klifursal með háum og lágum veggjum fyrir klifur. Á efri hæðinni er hugguleg setustofa búin ýmsum leiktækjum fyrir allan aldur, þar sem þið getið notið stórkostlegs útsýnis yfir Faxaflóann, komið með léttar veitingar og átt yndæla stunda saman.  Yfir sumartímann tökum við einungis á móti hópum á Smiðjuloftinu og bjóðum upp á ýmis konar afþreyingu; Þjóðlagatónlist í flutningi heimamanna, leiki og fjör, klifur í línu, mini-aparólu o.s.frv.   Við bjóðum einnig upp á stuttar leiðsagðar klifurferðir á klifursvæðið okkar í Akrafjalli, sem er eittskemmtilegasta klifursvæði landsins og hentar byrjendum og óvönum einstaklega vel. Lágmarksfjöldi eru tveir og hægt er að velja um styttri eða lengri ferðir.