Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Vesturlandi má finna fallega fossa af ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal Glym sem er hæsti aðgengilegi foss landsins og náttúruperluna Hraunfossa. 

Hraunfossar í Borgarfirði
Hraunfossar í Borgarfirði eru sérstakt náttúruvætti og þykja með fegurstu náttúruperlum landsins. Þar streymir lindárvatn hvítfyssandi undan Hallmundarhrauni og niður í Hvítá. Staður sem vart á sinn líka. Umhverfið var friðlýst árið 1987. Annað nafn á fossunum eru Girðingar.  Bílastæði eru við Hraunfossa, upplýsingaskilti ásamt merktum göngustígum, veitingasölu og salernum.  
Barnafoss í Borgarfirði
Barnafoss í Hvítá í Borgarfirði, er sérkennilegt náttúruvætti sem liggur í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa, gegnt bænum Gilsbakka. Svæðið hefur verið friðlýst sem náttúruvætti frá 1987.  Fossinn dregur nafn sitt af tveimur börnum sem áttu, endur fyrir löngu, að hafa fallið í ána af steinboga sem lá yfir hana. Er móðir barnanna varð þess áskynja lét hún höggva steinbogann og mælti svo um að yfir fossinn skyldi enginn maður komast lífs af um aldur og ævi.   Til eru heimildir fyrir því að Barnafoss hafi áður verið nefndur Bjarnafoss og fyrsta brúin yfir fossinn var byggð árið 1891.   Við Barnafoss eru bílastæði, upplýsingaskilti og merktar gönguleiðir ásamt veitingasölu og salernum.    
Þórufoss í Kjósarhreppi
Fossinn er fallegur áningarstaður og hægt er að ganga stutta leið að fossinum frá bílastæði sem staðsett er við þjóðveginn 
Akranes skógrækt
Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegargönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein íSlaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett viðrætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.   Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt erþar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadótturen þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir.  Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.   Svæði: Akranes.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi.  Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt. Vegalengd: 12.31km  Hækkun: 50-100 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg.  Tímalengd: 2.23klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni.  Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga.  Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund.  GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt.  
Bjarnarfoss á Snæfellsnesi
Bjarnarfoss á Snæfellsnesi er tignarlegur foss, ofan við Búðir, sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell. Fossinn, ásamt stuðlabergshömrunum í kring, er á Náttúruminjaskrá og í brekkunum við fossinn er mikið blómgresi.   Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningarstaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018. 
Fossá skógrækt
Skógræktin er staðsett við þjóðveg og hefur áningarstaðurinn við útjarð skógræktar mikið aðdráttarafl ferðamanna um svæðið en útsýni þaðan er frábært. Gamla réttin og fossinn, Sjávarfoss, vekja mikla athygli þegar keyrt er um svæðið og einnig útsýnið yfir Hvalfjörð. Fossá er skógræktasvæði í Hvalfirði sem fjögur skógræktarfélög halda utan um. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Kjalarnes, Kjós og Kópavogs. Fossá var formlega tekin inn í Opinn skógur verkefnið árið 2011 en Fossárjörðin er með skjólgott svæði og mikin skóg en hefur einnig að bjóða kræklingafjöru undan Fossárósum, fossar og flúðir sem berast með Fossáinni og ágætis berjalandi. Jörðin er alls 1.100 hektarar og er búið að planta yfir milljón plöntun en aðallega hefur verið gróðursett greni, birki og fura. Á Fossá eru að finna merktar gönguleiðir ásamt áningarstöðum og hefur svæðið því mikla útivistarmöguleika. Skógræktarfélögin fjögur, stofnuðu árið 2001, rekstrarfélag um skógræktina á jörðinni og aðrar framkvæmdir á svæðinu, svo sem stígagerð og lagningu vega í skóginum. Þetta rekstrarfélag nefnist Fossá skógræktarfélag en það hefur tekjur sínar af sölu jólatrjáa en á síðustu árum hefur sala á skógarviði til margvíslegra nota einnig komið til. Jólatrésræktun er fyrirferðamikil á svæðinu og hefur rekstrarfélagið ágætil tekjur af sölu ár hvert. Svæði: Kjósahreppur. Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Erfiðleikastig: Létt leið. Aðgengi er víða fyrir vagna og hjólastóla en ekki allsstaðar. Vegalengd: 9.5km. Hækkun: 50-100 metra hækkun. Merkingar á leið: Stikur eru sýnilegar á köflum á gönguleið en sumsstaðar eru engar merkingar. Tímalengd: 2 klst. Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras og stór grjót. Hindranir á leið: Þrep og vað. Þjónusta á leið: Engin þjónusta. Upplýst leið: Óupplýst leið. Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins. GPS hnit upphaf: N 64°21.1996 W 021°27.9139 GPS hnit endir: N 64°21.1996 W 021°27.9139
Bjarnarfoss
Bjarnarfoss á Snæfellsnesi er tignarlegur foss, ofan við Búðir, sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell. Fossinn, ásamt stuðlabergshömrum í kring, er á Náttúruminjaskrá og í brekkunum við fossinn er mikið blómgresi. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2018. Bjarnarfoss hefur verið þekktur áfangastaður á Snæfellsnesi í áraraðir. Fossinn er steinsnar frá afleggjaranum inn á Útnesveg sem liggur að Hótel Búðum, Arnarstapa, Hellnum, Djúpalónssandi og Vatnshelli. Fossinn er þannig staðsettur að hann gnæfir yfir ferðafólki sem keyrir veg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og Útnesveg, sem gerir hann að vel áberandi landmarki. Gönguleiðin upp að fossinum er mjög aðgengileg og útsýni yfir Búðakirkju, Hótel Búðir og strandlengjuna er mjög fallegt þaðan séð.  Staðsetning: Snæfellsnes (Staðarsveit) Vegnúmer: Snæfellsnesvegur (nr. 54) Erfiðleikastig: Auðvelt Lengd: 600 metrar Hækkun: 50 metrar Merkingar: Engar merkingar en leiðin er mjög skýr Tímalengd: 12 mínútur Tegund jarðvegar: Plastmottur Hindranir á leið: Engar hindranir  Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta er á svæðinu Lýsing: Engin lýsing er við gönguleið Árstíð: Leiðin er opin allt árið GPS hnit upphafs- og endapunktar: N64°50.5621 W023°24.2126
Klukkufoss gönguleið
Klukkufoss er staðsettur inn í Eysteinsdal á Snæfellsnesi. Gönguleiðin er nokkuð stutt en krefjandi, þar sem gengið er upp bratta hlíð, að grágrýtishöfðanum Klukku og fellur Klukkufoss innan um fallegar stuðlabergsmyndanir. Við göngu upp að Klukkufoss er möguleiki á því að njóta útsýnis nærsveita en stuðlabergsmyndanir grípa athygli gesta ásamt fallega Klukkufossi. Klukkufoss gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar, tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp að Klukkufoss er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul og útsýni yfir nærsveitir.   Svæði: Klukkufoss, Snæfellsjökuls þjóðgarður.  Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574). Eysteinsdalsvegur (F575).  Erfiðleikastig: Létt leið.  Vegalengd: 0.94km.  Hækkun: 58 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkingar eru á leið.  Tímalengd: 13 mínútur.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, hraun undirlag og graslendi.  Hindranir á leið: Þrep eru á leið.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Leið óupplýst.  Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí.  GPS hnit upphaf: N64°52.1791 W023°51.6872  GPS hnit endir: N64°52.1791 W023°51.6872 
Svöðufoss gönguleið
Svöðufoss á Snæfellsnesi er fallegur foss í Hólmkelsá, skammt frá Rifi. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegumbasalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði í nágrenni við fossinn, búið er að setja upp járngrindur ásamt mottum til að komast að fossinum. Allt aðgengi er fyrsta flokks og er hægt að koma vögnum oghjólastólum alla leið að fossinum.   Svæði: Snæfellsnes (milli Rif og Ólafsvík).  Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574) og beygt inn við Svöðufoss afleggjara.  Erfiðleikastig: Auðveld leið  Vegalengd: 1.18km.  Hækkun: 20 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar.  Tímalengd: 17 mín.  Yfirborð leiðar: Mottur, hlaðnir stígar og járngrindur  Hindranir á leið: Engar hindranir.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°54.0155 W 023°48.6369  GPS hnit endir: N64°54.0155 W 023°48.6369  
Síldarmannagötur
Síldarmannagötur er gömul þjóðleið sem er á verndarsvæði í byggð hjá Skorradalshreppi, sem liður í því að halda til haga alfaraleiðum fyrri tíma. Hægt er að byrja göngu við Vatnshorn inn í Skorradal en einnig við vörðu inn í Hvalfirði.    Síldarmannagötur, sem liggur á milli Skorradals og Hvalfjarðar, er vinsæl útivistarleið sem breiður markhópur nýtur.Vörður og stikur eru á milli upphafs/enda leiðar. Fara þarf yfir Blákeggsá tvisvar sinnum á leiðinni og er undirlag gönguleiðar mismunandi, allt frá smá grjóti að moldar undirlagi. Sjálfboðaliðar hafa verið dugleg við að viðhaldamerkingum á leiðinni til að aðstoða göngufólk á leiðinni og er útsýni yfir Skorradal, Hvalfjörð, Botnsúlur og jökla á leiðinni stórkostlegt. Síldarmannagötur eru og verða ein vinsælasta útivistarleið á Vesturlandi og ermikilvægt að viðhalda henni og útdeila upplýsingum um hana.    Svæði: Hvalfjörður/Skorradalshreppur  Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur(nr.47) og vegur nr.508 inn í Skorradal.  Erfiðleikastig: Krefjandi/erfið krefjandi leið.  Vegalengd: 15.56km.  Hækkun: 500 metra hækkun.  Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið.  Tímalengd: 4klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, moldarundirlag, þúfur, mýrar, gras undirlag og stór grjót.  Hindranir á leið: Bláskeggsá en fara þarf yfir hana tvisvar á gönguleið.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Óráðlegt að fara leiðina frá nóv. til maí vegna veðra, snjólaga eða aurbleytu.   GPS hnit upphaf: N64°28.4501 W021°19.1845 Vatnshorn inn í Skorradal  GPS hnit endir: N64°23.2899 W021°21.5792 Inni í Hvalfirði 
Glymur í Hvalfirði
ATHUGIÐ - Gönguleiðin getur verið mjög hættuleg yfirferðar yfir vetrarmánuðina og ekki ráðlegt að ganga hana nema með viðeigandi búnað og mikla reynslu í farteskinu! Fossinn Glymur er í Botnsdal, í Hvalfjarðarsveit. Hann kemur úr Botnsá og er hæsti aðgengilegi foss landsins en fallhæð hans er 198 metrar. Rennur áin síðan í hrikalegu gljúfri niður undir dalbotn og út í Botnsvog.   Gönguferð að fossinum Glym getur tekið á bilinu 3-4 klukkustundir. Bílastæði er inni í dalnum og liggur greinilegur stígur upp að fossinum. Hann sést betur frá suðurbrún gilsins og þá leið fara margir. Gönguleiðin hefur verið merkt með gulmáluðum steinum með vissu millibili.   Ganga upp að fossinum er fyrir fólk sem er í þokkalegu formi, því bæði er brött brekka á gönguleiðinni ásamt lausum skriðum.  Á vorin og fram eftir sumri er í gilinu er mikið varp fýls. Áin sjálf kemur úr Hvalvatni einu dýpsta vatni landsins sem liggur ofan við fjallið Hvalfell.          
Fossá
Fallegur foss við veginn sem gaman er að stoppa við og njóta fallegrar náttúru. Skjólsæll staður og hjálpar þar til skóræktin við Fossá sem er opin skógur og gaman er að taka göngu í skóginum.
Fossatún gönguleið
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirðien þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum semstaðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún erstaðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafellliggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.    Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavíkvið veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandigistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimiliog sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er tilstaðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkumGrímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn aðBlundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarðar.  Hægt er að ganga frá þjónustuskála viðFossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þáskilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígursem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svoaftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlagá þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuðbreið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar erað finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.   Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut).  Erfiðleikastig: Auðveld.  Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km  Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu.  Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni.  Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði.  Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.  Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfirvetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263   GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  
Kirkjufellsfoss á Snæfellsnesi
Afar vinsælt er að fara yfir gömlu brúnna sem liggur ofan við fossinn og njóta þaðan stórkostlegs útsýnis á Kirkjufellið.  
Rauðsgil gönguleið
Rauðsgil í Borgarfirði er á mörkum Hálsasveitar og Reykholtsdalshrepps en gilið er dýpst neðst en það nær frá 60 til 70 m dýpi en grynnist þegar ofar dregur. Mikið magn af fossum eru í ánni og ber þar að nefna Laxfoss, Einiberjafoss, Tröllafoss og Bæjarfoss. Fyrsti hluti leiðar gefur göngufólki útsýni af háum fossum en hægt er að ganga meðfram brún en einnig er annar slóði fjær brún sem hægt er að ganga með. Þegar ofar kemur með ánni er möguleiki á því að komast nær ánni og berja augum á fossa og njóta útsýnis og kyrrðarinnar sem er á svæðinu.  Rauðsgil er lít þekktur staður íslenskra og erlenda ferðamann sem getur verið góð viðbót við þá náttúruupplifun sem er aðgengileg á þessu svæði. Upplifun gesta sem heimsækja og ganga upp Rauðsgil er mikil en fjallagarðar sem sjást á þessu svæði geta gefið mikla upplifun, eins og hljóðið í ánni og fossunum á leiðinni. Gangan er tiltölulega auðveld en ekkert er um klifur á leiðinni heldur geta gestir ráðið hvort að gengið er meðfram brún gilsins eða dregið sig nær dráttavélaslóða sem er greinilegur í landslaginu.  Hundar vinsamlega hafðir í böndum þegar féð er laust í hlíðum 1.júní til 30.september. Bent er á að rútur eða stærri bílar geta lagt við Rauðsgilsrétt. Staðsetning: Rauðsgil, Borgarbyggð. Upphafspunktur: Malarnáma við Steindórsstaði (veg nr. 5150). Erfiðleikastig: Létt leið/krefjandi leið Lengd: Heildalengd 4.16km Hækkun: 252 metrar. Merkingar: Engar merkingar. Tímalengd: 1.21klst að ganga. Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, grasi og stóru grjóti.  Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta á svæðinu. Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. Árstíð: Ferðaleið er opin allan ársins hring nema þegar féð er smalað úr hlíðum og fjöllum. 1-2 dagar á ári í september. Merkingar eru við hlið. GPS hnit upphafspunktar: N64°39.3434 W021°13.7068  GPS hnit endapunktar: N64°39.3434 W021°13.7068 
Svöðufoss á Snæfellsnesi
Svöðufoss á Snæfellsnesi er fallegur foss í Hólmkelsá, skammt frá Rifi. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð.   Búið er að byggja bílastæði í nágrenni við fossinn svo auðvelt að komast að honum. Gangan frá bílastæðinu að fossinum tekur um 30 mínútur.  
Tröllafossar í Borgarfirði
Tröllafossar í Borgarfirði eru fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn er þaðan á fjallið, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana. Auðveld aðkoma er að fossunum við veitingastaðinn í Fossatúni. Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.  Tröllagarður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gönguferðir og meðal annars kynnast persónum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.