Fara í efni

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um
land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Borgarnes HI Hostel
Farfuglaheimilið í Borgarnesi er staðsett við aðalgötuna í gamla bænum. Auðvelt er að finna það þar sem það er fyrir neðan kirkjuna en kirkjan blasir við þegar ekið er eftir aðalgötunni niður í gamla bæinn. Boðið er upp á gistingu í svefnskálum, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án baðs auk þess sem boðið er upp á stærri fjölskylduherbergi. Eldhús er aðgengilegt fyrir gesti auk þess sem morgunverður er í boði yfir sumartímann. Á farfuglaheimilinu er setustofa með sjónvarpi og ókeypis þráðlaus internettenging. 
Tjaldsvæðið á Akranesi - Kalmansvík
Tjaldsvæðið á Akranesi við Kalmansvík verður vinsælla með hverju árinu sem líður og fjöldi fólks nýtir sér það hvert sumar. Þar er vel búið að ferðafólki hvort sem það ferðast með húsvagna hvers konar, eða með tjöld, lítil og stór. Seyrulosun fyrir húsbíla er til staðar, rafmagnstengingar eru margar og í þjónustuhúsi eru sturtur og snyrtingar auk þess sem hægt er að nýta þvottavél og þurrkara gegn vægu gjaldi. Tjaldsvæðið er vel í sveit sett á norðanverðu Akranesi ofan við sandfjöruna í Kalmansvík og þaðan er fallegt útsýni yfir á Snæfellsnesfjallgarðinn þar sem jökullinn skartar sínu fegursta á góðviðrisdögum. Frá tjaldsvæðinu er skemmtileg gönguleið með ströndinni að Elínarhöfða og Höfðavík, gegnum Miðvog inn að Innstavogi og alveg út á Innstavogsnes. Stutt er í verslanir og þjónustufyrirtæki frá tjaldsvæðinu og upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk er við Akratorg í um 15 mínútna göngufæri frá tjaldsvæðinu.  Nýverið var opnað gallerý á tjalsdvæðinu, sem gestir geta notið. Verð 2019: Fullorðnir:  1.500 Ellilífeyrisþegar og öryrkjar:   1.200 Gestir 15 ára og yngri: ókeypis Rafmagn á sólarhring:  900 Þvottavél:  400 Þurrkari:  400 Þvottaefni pr. þvottur:  100
Út og vestur
ÚT OG VESTUR / GO WEST býður upp á fjölbreyttar dagsferðir sem innihalda jökulgöngur, fjölbreyttar gönguferðir, hjólaferðir og sérsniðnar ferðir. Kæru landar! Við höfum sannarlega ánægju af og áhuga fyrir að njóta landsins gæða og dýrða með ykkur, enda þótt hér á þessum vef sé flestu lýst á ensku. Vinahópar af ýmsum stærðum og gerðum eru sérstaklega velkomnir. Sérstaklega nú á tímum Corona-óværu viljum við leggja okkar af mörkum til að þið getið notið vistvænna ferðalaga og farið Út og vestur. Því höfum við skipulagt göngu- og hjólaferðir fyrir vestan: Hjólaævintýri um Breiðafjörð (5 dagar), Ganga um Austur-Strandir (5 dagar) Það vex eitt blóm fyrir vestan í Dölum (3 dagar) Snæfellsnes - Staður til að tengja (2 dagar) Sólstöðuganga á Snæfellsjökul (miðnæturganga) Á topp Snæfellsjökuls (dagsganga) ...þar sem við og samstarfsaðilar okkar hafa lækkað verð um 15-20%. Þar að auki getið þið notað til lækkunar 5.000 kr ferðaávísun stjórnvalda. Reiknað er með að fyrirtæki geti byrjað að skrá sig til að taka á móti ferðagjöfinni í fyrir hluta júní.

Aðrir (1)

Reiðhjólaleiga Axels Kirkjubraut 2 300 Akranes 896-1979