Hótel Glymur
Heimilislegt hótel og glæsileg hús í þorpinu við Glym staðsett steinsnar frá Reykjavík í fallegu umhverfi með yndislegu útsýni yfir Hvalfjörðinn. Afslappað andrúmsloft og veitingastaður með fjölbreyttu úrvali veitinga.
Herbergi - hótelið er með 22 lúxusherbergi. Öll herbergin eru á tveimur hæðum með baðherbergi og setustofu á neðri hæðinni og svefnherbergi á efri hæðinni. Öll herbergi og svítur eru afskaplega vel búin með þráðlausu interneti, sjónvarpi, síma og síðast en alls ekki síst kaffivél. Hvert herbergi er sérhannað, útbúið hágæða ítölsku leðursófasetti og skreytt einstökum listaverkum. Eitt herbergi er á jarðhæð með aðgengi fyrir hjólastóla og verönd.
Svítur - Svíturnar okkar heita Hallgrímsstofa, eftir Hallgrími Péturssyni og Guðríðarstofa eftir Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu, konu Hallgríms). Svíturnar eru báðar á jarðhæð með eigin verönd og útgangi í heitu pottana. Mikið er lagt í að skapa gott og afslappað andrúmsloft í svítunum með smekklegum innréttingum og fallegum listaverkum. Svíturnar eru með öllum sama búnaði og herbergin auk fullkominna hljómflutningstækja.
Pottar - hvernig væri að slaka aðeins á? Hótelið er með tvo heita potta undir beru lofti sem, eðli málsins samkvæmt, er kjörið að slappa af í og njóta útsýnisins, hvort sem það eru Norðurljósin á köldum vetrarkvöldum eða Hvalfjörðurinn í öllu sínu veldi.
Þorpið - sex glæsileg heilsárshús með stórfenglegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn úr stórum gluggum sem snúa í suður. Húsin eru mjög vel búin, öll með glæsilegu alrými með leðursófasetti, borðstofuborði, stórum flatskjá, fallegum listaverkum og fullbúnu eldhúsi. Í eldhúsi er stór ísskápur, uppþvottvél, góð eldavél með ofni, örbylgjuofn og borðbúnaður fyrir 4 – 6 aðila.
Veitingar - veitingastaður Hótel Glyms býður úrval af grænmetis-, fisk- og kjötréttum auk eftirrétta. Matseðillinn tekur stöðugum breytingum og tekur mið af árstíðum. Fallegt útsýni er úr matsal yfir Hvalfjörð.
Opið fyrir hópa haust og vetur 2021-2022.
Fylgstu með okkur á Facebook