Fara í efni

Hópefli og hvataferðir

Vesturland er frábær vettvangur fyrir hverskonar hópefli. Möguleikarnir eru nánast
óþrjótandi.

Hoppland
Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi. Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó. Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa sig.  Hlökkum til að sjá ykkur. Opið frá 13:00-20:00 um helgar fram til 1. júní og alla daga eftir það. 
Michelle Bird Artist - Courage Creativity
Listgallerí, hópefli og skemmtun fyrir fyrirtæki, fjölskyldur og saumaklúbba. Taktu þátt í kraftmikilli listrænni vegferð sem stuðlar að djúpri sjálfstjáningu ásamt því að efla og skerpa samvinnuhæfni. Markmið okkar er að breyta áherslum á frammistöðu og samkeppni innan sköpunar og listasviðsins. Við leiðum þig í gegnum fjöldan allan af bæði áþreifanlegum og huglægum upplifunum. Þetta lifandi umhverfi er hannað til þess að þú náir að komast í flæði. Það er sama hvort þið eruð vinnufélagar, fjölskylda, félagasamtök eða saumaklúbbur að leita að upplifun til að styrkja samskipti innan hópsins, þessi vinnustofa mun styrkja sambönd og skerpa á ímyndunarafli. Michelle Bird er listamaður og hún er ástríðufull fyrir því að skapa umhverfi sem dregur fram einstaka listræna tjáningu. Í áratugi hefur hún kennt skapandi hópefli um allan heim í fyrirtækjum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, félagasamtökum, vinahópum og jógastúdíóum. 

Aðrir (8)

Kraftganga Lækjargata 4 101 Reykjavík 899-8199
Pink Iceland Hverfisgata 39 101 Reykjavík 562-1919
Þín leið 105 Reykjavík 899-8588
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
This is Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 8985689