Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ódýrasta gisting sem völ er á. Fjölmörg tjaldstæði eru um allt land, flest opin frá
maí og fram í september.

Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Bjóðum upp á gistingu í 5 sumarhúsum, auk gistihúss þar sem við getum tekið á móti stærri hópum. Tilvalið til að halda fjölskyldumót. Heitir pottar eru við öll húsin. Gisting í fallegu umhverfi. Löngufjörur og Eldborgin í túnfætinum. 
Tjaldsvæðið Selsskógi, Skorradal
Gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn. Öll helstu nútímaþægindi, heitt og kalt vatn, sturta, klósett og rafmagn eru á svæðinu og ruslagámur í grendinni. Í næsta nágrenni eru t.d. Hreppslaug og margar merktar gönguleiðir t.d. Síldarmannagötur ásamt fjöllum til að klífa. Tjaldsvæði fyrir þá sem vilja öll helstu nútímaþægindi en á sama tíma vera í mikilli nálægð við náttúruna. Á svæðinu er heitt og kalt vatn, sturta, klósett og rafmagn. Ruslagámur er rétt hjá svæðinu. Verð 2024: Verð fyrir fullorðna: ISK 1.600,-Frítt fyrir 15 ára og yngri4. hver nótt fríRafmagn: ISK 1.200,-
Kast Guesthouse
Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín. 
Fossatún Poddar
Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli og hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fossatún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir.  Poddarnir í Fossatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi. Hægt er að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu - en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum.  Aldurstakmark er 20.  Sólarlagsbústaðurinn Tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhverfi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökull við sjóndeildarhringinn.  Sólalagsbústaðurinn hefur 2 uppá búin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum sem hægt er að færa saman. Að auki er seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill.  Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust net er innifalið. Reyklaust hús og 20 ára aldurstakmark. 
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi.  Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu.  Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.
Ferðaþjónustan Hjalla
Tjaldsvæði með setustofu, eldhúsi, wc og sturtu. Rafmagnstenglar.  Opið allt árið. Margir áhugaverðir staðir í nágrenninu. 
Dalahótel
Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.  Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:  Morgunverður: 8:00 – 10:00.  Hádegisverður: 12:00 – 14:00.  Kvöldverður: 18:00 – 21:00.
Tjaldsvæðið Grundarfirði
Tjaldsvæðið er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins.  Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi. Á tveimur stærstu svæðunum eru WC með aðgengi fyrir fatlaða. Aðstaða er til að vaska upp leirtau. Rétt við tjaldsvæðið er sundlaugin þar sem hægt er að komast í sturtur á opnunartíma hennar.   Alveg við tjaldsvæðið og sundlaugina er afþreying fyrir fjölskyldur; ærslabelgur fyrir börnin, leikvöllur við grunnskólann, sömuleiðis sparkvöllur og íþróttavöllur bæjarins. Rétt ofan við tjaldsvæðið er glænýr frisbígolfvöllur með 9 körfum. Sjá kort af vellinum hér .  Golfurum er bent á Bárarvöll, vel hirtan og skemmtilegan golfvöll í einstöku umhverfi, einungis um 8 km frá bænum. Sjá nánar á vef Golfklúbbsins Vestarrs.   Frábært skotsvæði er í Kolgrafafirði , á vegum Skotfélags Snæfellsness, sjá nánar á vef félagsins hér. Í Kolgrafafirði er einnig þokkaleg mótocrossbraut og í Grundarfirði er klifursalur í Snjóhúsinu .  Á vef bæjarins má finna enn frekari upplýsingar um afþreyingu og útivist, og um listaverk bæjarins .  Örstutt er í fallegar gönguleiðir bæði við sjóinn og til fjalla eða bara bæjarrölt og opin, græn svæði . Grundarfjörður er rómaður fyrir lognstillu á kvöldin þar sem kvöldsólin nýtur sín til hins ýtrasta.   Stutt er í flesta þjónustu, s.s. verslanir, kaffihús, veitingastaði, hvalaskoðun, kajakleigu eða bara niður á höfn. Allt er í ca. 10 mínútna göngufæri við tjaldsvæðið. Hér má finna frekari upplýsingar um þjónustu í Grundarfirði .  Vetrarþjónusta Tjaldsvæðið er opið á veturna með salernisaðstöðu við tjaldsvæðið og sturtuaðgangi í sundlauginni á opnunartímahennar .  Tjaldsvæði Grundarfjarðar á aðild að Útilegukortinu 2022 .  Gjaldskrá tjaldsvæðis (gildir sumarið 2022)   Gjald á sólarhring:  Fullorðnir: 1.600 kr.  Börn yngri en 16 ára: Frítt  Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.100 kr.  Sturtur: 600 kr.  Rafmagn: 1.000 kr.    Afsláttarkjör: Þriggja daga dvöl: -15%  Sex daga dvöl: -25% 
Tjaldsvæðið Ólafsvík
Staðsett við útjaðar bæjarins að austanverðu, við Hvalsá. Klósett, sturta, heitt og kalt rennandi vatn, eldunaraðstaða, úrgangslosun og rafmagn. Leiktæki eru einnig á svæðinu. Svæðið er nokkuð slétt og er girt af. Tjaldstæðið er skjólgott og er í 10 mín göngufæri frá miðbæ Ólafsvíkur, 15 mín ganga er í sundlaugina og pósthúsið. Margar góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík. Verð 2022 Fullorðnir: 1.700,- kr.Unglingar 14-16 ára: 500,- kr.Frítt fyrir 13 ára og yngriAldraðir og öryrkjar: 1.200,- kr.Rafmagn: 800,- kr. Sturtur eru innifaldar í verðunum.
Tjaldsvæðið Stykkishólmi
Tjaldstæðið í Stykkishólmi er staðsett í jaðri bæjarins og öll aðstaða þar eins og best verður á kosið. Þráðlaus nettenging er á svæðinu og öll þjónusta í göngufæri, s.s. sundlaug, verslanir og veitingahús. Afgreiðsla fyrir svæðið er í golfskála Golfklúbbsins Mostra, sem staðsettur er fyrir innan tjaldsvæðið.  Salerni - á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er salernisaðstaða á 2 stöðum, þjónustuhúsi og í golfskála. Þetta eru 14 vatnssalerni. Vaskaaðstaða er við öll salerni og einnig eru útivaskar til að þvo leirtau ofl. Sturtur - 2 útisturtur með heitu vatni eru við nýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu sem gestir tjaldsvæðisins geta nýtt sér endurgjaldslaust.  Þvottavél og þurrkari - á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er aðgangur að þvottavél og þurrkara í golfskálanum. Greitt er sérstaklega hjá tjaldsvæðisvörðum fyrir hvern þvott/þurrkun. Upplýsingar - tjaldsvæðaverðir veita allar upplýsingar um tjaldsvæðið. Þeir eru oftast á svæðinu á milli kl.8 og 22. Ekki er víst að á öllum tímum sé hægt að hitta á þá í þjónustuhúsi, því þeir þurfa að sinna ýmsum verkefnum á svæðinu s.s. þrifum og þess háttar. Rafmagn - rafmagnstöflur eru víðsvegar um tjaldsvæðið sem gestir geta fengið aðgang að. Sérstök millistykki þarf til að tengjast töflunum en þau fást hjá tjaldvörðum.  Verð 2022 Verð fyrir fullorðna: 1.600,- kr.Verð fyrir börn: frítt fyrir 15 ára og yngriEllilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.100,- kr.Rafmagn: 1.100,- kr.
Tjaldsvæðið Á á Skarðsströnd
Eldra tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað í þéttum birkiskógi nálægt Ártindum sem er falleg klettamyndun. Nýtt tjaldsvæði hefur verið tekið í notkun sem er á heimatúni við bóndabæinn Á. Við eldra tjaldsvæði er klósettaðstaða og vaskar en einungis kalt vatn í boði. Á heimatúni bóndabæjarins Á er búið að endurgera mjólkurhúsið sem hreinlætisaðstöðu með 3 klósettum og heitu og köldu vatni. Rafmagn er í boði á túninu og 24 innstungur eru þar í tveimur kössum.  Þar er aðstaða til að elda og borða innandyra en þar er eldavél og örbylgjuofn. Fallegur staður við sunnanverðan Breiðafjörð þar sem hægt er að njóta fallegra gönguleiða ásamt öllu því nátturulífi sem Breiðafjörður hefur uppá að bjóða.    
Tjaldsvæðið Hellissandi
Tjaldsvæðið er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er nýtt þjónustuhús með góðri aðstöðu, m.a. eldhúsi, salerni (einnig fyrir fatlaða), sturtum og vaskarými. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Á Hellissandi er einnig hægt að losa úrgang úr húsbílum og heitt og kalt vatn. Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík, sem er í 9 km. fjarlægð frá Hellissandi. Verð 2022 Fullorðnir: 1.700,- kr.Unglingar 14-16 ára: 500,- krFrítt fyrir 13 ára og yngriAldraðir og öryrkjar: 1.200,- kr.Rafmagn: 800,- kr. Sturtur innifaldar í verðunum.
Tjaldsvæðið í Búðardal
Tjaldsvæðið stendur í miðju Búðardals í fallegum trjálundi. Þjónustuhús með heitu og köldu vatni, eldunaraðstöðu, sturtu og þvottaaðstöðu. Aðgangur er að rafmagni og losun fyrir þurrsalerni. Í nágrenninu er verslun, hraðbanki, veitingasala, kaffihús, íþróttavöllur, sparkvöllur og leikvöllur.  Það eru Dalahestar sem reka tjaldsvæðið Búðardal.
Hernámssetrið
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum. Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalest- anna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar. Einnig kaffihús, þar sem boðið er upp á léttar veitingar, kaffi og kökur. Opið 1. júní - 26. ágúst: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13:00 til 17:00 og laugardaga og sunnudaga frá 10:00 til 17:00. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Stórt tjaldsvæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Á tjaldsvæðinu er hægt að komast í rafmagn, auk þess sem þar eru tvö tunnugrill, leiksvæði fyrir börnin og góð salernisaðstaða, auk þess sem hægt er að fara í sturtu og vaska upp undir berum himni. Aðstaða er fyrir tæmingu salerna frá húsbílum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 26. ágúst.
Tjaldsvæðið á Akranesi - Kalmansvík
Staðsett í Kalmansvík sem er falleg vík í útjaðri bæjarins. Það er mjög falleg fjallasýn til norðurs þar sem Snæfellsjökull ber af. Vel búið svæði með sturtum og þvottaaðstöðu. Rekstraraðilar leggja sig fram um að halda allri aðstöðu snyrtilegri, og verðlagningu í hófi. Þar er einnig Gallery Göngustígar liggja um svæðið til allra átta. Svæðið er einnig áhugasamt svæði fyrir fuglaáhugamenn bæði sjófugl og landfugl.
Húsafell tjaldstæði
Tjaldsvæðið í Húsafellskógi Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi um 2 km. frá afþreyingarmiðstöðinni. Yfir hásumarið er tendraður varðeldur öll laugardagskvöld kl. 21 ef veður, brunavarnir og fjöldatakmarkanir leyfa.Rekin er fjölskyldustefna í Húsafelli sem m.a. snýr að því að hafðar eru þarfir fjölskyldunnar við uppbyggingu staðarins, leitast við að gera gesti meðvitaða um samfélagslega ábyrgð á uppeldi barna, að unglingar skuli ávallt vera í fylgd forráðamanna og að skemmtanir miðast við sameiginlega hagsmuni fjölskyldunnar.  Umgengnisreglur HúsafellsGangið þrifalega um landið. Brýnið góða umgengni fyrir börnum og verið þeim til fyrirmyndar. Látið allt rusl í ruslagáma, sem eru við innkeyrsluna á svæðinu. Sýnið öðrum gestum tillitssemi. Yfir nóttina frá kl. 24:00 til kl. 09:00 er stranglega bannað að vera með hávaða eða annað ónæði  Hlífið gróðri  Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Notið ekki grill sem liggja á eða við jörð.  Akið ekki utan vegarslóða og athugið að 20 km hámarkshraði er á sumarhúsa- og tjaldsvæðum.  Lausa ganga hunda er stranglega bönnuð og er skylt að þrífa eftir þá.  Aðgangur ungmenna að svæðinu, án forráðamanna er bannaður  Notkun torfæruhjóla er bönnuð í landi Húsafells. Gerið starfsfólki aðvart ef þið verðið fyrir ónæði. Brot á lögum eða umgengisreglum varðar brottrekstur af svæðinu, án nokkurra bóta.Hægt er að leigja blakbolta, fótbolta, körfubolta og kubbaspil í tjaldmiðstöð.Nánari upplýsingar má finna í afþreyingarmiðstöðeða í síma 435-1556 og í netfangi camping@husafell.is  Vefsíða: www.husafell.is/gisting/tjaldsvaedi  Verð 2021Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.Húsafellsskógur tjaldstæði:Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.600 / 900 kr.Fullorðnir / Börn auka nætur, per nótt 1.400 / 700kr.Rafmagn á sólahring 1.350 kr.Sumarstæði 69.000 kr.Rafmagn fyrir sumarstæði 40.000 kr.  Tengiskott fyrir rafmagn 4.500 kr (kaup) /1.500 (leiga)Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.  Vallarsvæði Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.400 / 700 kr.Fullorðnir / Börn auka nótt 1.200 / 500 kr.  Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.  ReyðarfellsskógurFullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.100 / 600 kr.Fullorðnir / Börn auka nótt 900 / 400 kr.  Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.  SundlaugFullorðnir 1.500 kr.Börn – 6 – 14 ára 500 kr10 miða kort fullorðnir 10.500 kr10 miða kort börn 3.000 krHandklæði 1.100 krSundföt 1.100 krÞvottavél 1.650 krRúmföt 1.900 kr   
Arnarstapi tjaldsvæði
Á Arnarstapa Center bjóðum við uppá mismunandi gistimöguleika. Hjá okkur getur þú valið gistingu með sérbaði á Hótel Arnarstapa eða fjölskylduíbúðirnar okkar sem hýsa 5 manns hver. Vinsælu smáhýsin henta afar vel fyrir þá sem vilja aðeins meira næði. Svo er gistiheimilið okkar góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu með sameiginlegri aðstöðu. Fyrir stórfjölskylduna þá bjóðum við upp á níu manna fjölskylduhúsið Fell sem er einnig kjörið fyrir vinahópinn. Síðast en ekki síst þá eru tjaldstæðin okkar nýlega uppgerð og smellpassa fyrir fellihýsi, hjólhýsi og tjöld. Þar er sameiginleg snyrti- og salernisaðstaða.
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.

Aðrir (5)

Tjaldsvæðið Borgarnesi Granastaðir við Borgarbraut 310 Borgarnes 775-1012
Tjaldsvæðið Varmalandi Stafholtstungur 311 Borgarnes 775-1012
Ferðaþjónusta Setberg Setberg 350 Grundarfjörður 438-6817
Sælureiturinn Árblik Miðskógur 371 Búðardalur 663 9706
Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853