Fara í efni

Ódýrasta gisting sem völ er á. Fjölmörg tjaldstæði eru um allt land, flest opin frá
maí og fram í september.

Ferðaþjónustan Hjalla
Tjaldsvæði með salernis- og sturtuaðstöðu sem er opið yfir sumarið. Opnunartímabil tjaldsvæðis er þó háð tíð og veðurfari. Ágætis göngusvæði og veiði í Meðalfellsvatni. 1 km frá Hjalla er Kaffi Kjós þar sem gestir geta fengið sér hressingu eða máltíðir. Fallegt útsýni yfir vatnið.
Húsafell tjaldstæði
Tjaldsvæðið í Húsafellskógi Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi um 2 km. frá afþreyingarmiðstöðinni. Yfir hásumarið er tendraður varðeldur öll laugardagskvöld kl. 21 ef veður, brunavarnir og fjöldatakmarkanir leyfa.Rekin er fjölskyldustefna í Húsafelli sem m.a. snýr að því að hafðar eru þarfir fjölskyldunnar við uppbyggingu staðarins, leitast við að gera gesti meðvitaða um samfélagslega ábyrgð á uppeldi barna, að unglingar skuli ávallt vera í fylgd forráðamanna og að skemmtanir miðast við sameiginlega hagsmuni fjölskyldunnar.  Umgengnisreglur HúsafellsGangið þrifalega um landið. Brýnið góða umgengni fyrir börnum og verið þeim til fyrirmyndar. Látið allt rusl í ruslagáma, sem eru við innkeyrsluna á svæðinu. Sýnið öðrum gestum tillitssemi. Yfir nóttina frá kl. 24:00 til kl. 09:00 er stranglega bannað að vera með hávaða eða annað ónæði  Hlífið gróðri  Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Notið ekki grill sem liggja á eða við jörð.  Akið ekki utan vegarslóða og athugið að 20 km hámarkshraði er á sumarhúsa- og tjaldsvæðum.  Lausa ganga hunda er stranglega bönnuð og er skylt að þrífa eftir þá.  Aðgangur ungmenna að svæðinu, án forráðamanna er bannaður  Notkun torfæruhjóla er bönnuð í landi Húsafells. Gerið starfsfólki aðvart ef þið verðið fyrir ónæði. Brot á lögum eða umgengisreglum varðar brottrekstur af svæðinu, án nokkurra bóta.Hægt er að leigja blakbolta, fótbolta, körfubolta og kubbaspil í tjaldmiðstöð.Nánari upplýsingar má finna í afþreyingarmiðstöðeða í síma 435-1556 og í netfangi camping@husafell.is  Vefsíða: www.husafell.is/gisting/tjaldsvaedi  Verð 2021Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.Húsafellsskógur tjaldstæði:Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.600 / 900 kr.Fullorðnir / Börn auka nætur, per nótt 1.400 / 700kr.Rafmagn á sólahring 1.350 kr.Sumarstæði 69.000 kr.Rafmagn fyrir sumarstæði 40.000 kr.  Tengiskott fyrir rafmagn 4.500 kr (kaup) /1.500 (leiga)Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.  Vallarsvæði Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.400 / 700 kr.Fullorðnir / Börn auka nótt 1.200 / 500 kr.  Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.  ReyðarfellsskógurFullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.100 / 600 kr.Fullorðnir / Börn auka nótt 900 / 400 kr.  Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag.  SundlaugFullorðnir 1.500 kr.Börn – 6 – 14 ára 500 kr10 miða kort fullorðnir 10.500 kr10 miða kort börn 3.000 krHandklæði 1.100 krSundföt 1.100 krÞvottavél 1.650 krRúmföt 1.900 kr   
Tjaldsvæðið Búðardal
Tjaldsvæðið stendur í miðju Búðardals í fallegum trjálundi. Þjónustuhús  með heitu og köldu vatni, eldunaraðstaða, sturtu og þvottaaðstöðu. Aðgangur að rafmagni og losun fyrir þurrsalerni.  Í nágrenninu er verslun, banki, veitingasala, kaffihús, íþróttavöllur, sparkvöllur og leikvöllur. Verð 20210Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr., ellilífeyrisþegar: kr. 1.200,- og frítt fyrir börn yngri en 18 áraRafmagn: 1.000 kr.Þvottavél: 500 kr., þurrkari 500 kr.Eldurnaraðstaða: 500 kr.Frítt í sturtu fyrir gesti Það eru Dalahestar sem reka tjaldsvæðið Búðardal.
Hernámssetrið
Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum. Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalest- anna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar. Einnig kaffihús, þar sem boðið er upp á léttar veitingar, kaffi og kökur. Opið 1. júní - 26. ágúst: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13:00 til 17:00 og laugardaga og sunnudaga frá 10:00 til 17:00. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Stórt tjaldsvæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Á tjaldsvæðinu er hægt að komast í rafmagn, auk þess sem þar eru tvö tunnugrill, leiksvæði fyrir börnin og góð salernisaðstaða, auk þess sem hægt er að fara í sturtu og vaska upp undir berum himni. Aðstaða er fyrir tæmingu salerna frá húsbílum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 26. ágúst.
Tjaldsvæðið Ólafsvík
Staðsett við útjaðar bæjarins að austanverðu, við Hvalsá. Klósett, sturta, heitt og kalt rennandi vatn, eldunaraðstaða, úrgangslosun og rafmagn. Leiktæki eru einnig á svæðinu. Svæðið er nokkuð slétt og er girt af. Tjaldstæðið er skjólgott og er í 10 mín göngufæri frá miðbæ Ólafsvíkur, 15 mín ganga er í sundlaugina og pósthúsið. Margar góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík. Verð 2020 Fullorðnir: 1.500,- kr.Unglingar 14-16 ára: 500,- kr.Frítt fyrir 13 ára og yngriAldraðir og öryrkjar: 1.000,- kr.Rafmagn: 700,- kr. Sturtur eru innifaldar í verðunum.
Tjaldsvæðið Á á Skarðsströnd
Eldra tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað í þéttum birkiskógi nálægt Ártindum sem er falleg klettamyndun. Nýtt tjaldsvæði hefur verið tekið í notkun sem er á heimatúni við bóndabæinn Á. Við eldra tjaldsvæði er klósettaðstaða og vaskar en einungis kalt vatn í boði. Á heimatúni bóndabæjarins Á er búið að endurgera mjólkurhúsið sem hreinlætisaðstöðu með 3 klósettum og heitu og köldu vatni. Rafmagn er í boði á túninu og 24 innstungur eru þar í tveimur kössum.  Þar er aðstaða til að elda og borða innandyra en þar er eldavél og örbylgjuofn. Fallegur staður við sunnanverðan Breiðafjörð þar sem hægt er að njóta fallegra gönguleiða ásamt öllu því nátturulífi sem Breiðafjörður hefur uppá að bjóða.    
Tjaldsvæðið á Akranesi - Kalmansvík
Staðsett í Kalmansvík sem er falleg vík í útjaðri bæjarins. Það er mjög falleg fjallasýn til norðurs þar sem Snæfellsjökull ber af. Vel búið svæði með sturtum og þvottaaðstöðu. Rekstraraðilar leggja sig fram um að halda allri aðstöðu snyrtilegri, og verðlagningu í hófi. Þar er einnig Gallery Göngustígar liggja um svæðið til allra átta. Svæðið er einnig áhugasamt svæði fyrir fuglaáhugamenn bæði sjófugl og landfugl.
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.  Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin.  Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi. Opið allt árið. 
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.
Hótel Arnarstapi
Hótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu. Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa. Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes. 32 herbergi, Dbl/Twin/Triple4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.Morgunverður frá 07:00-10:00Veitingastaður og barÞráðlaust internetGönguleiðirFuglaskoðun
Tjaldsvæðið Grundarfirði
Tjaldsvæðið er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins. Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi. Á tveimur stærstu svæðunum eru WC með aðstöðu til að vaska upp leirtau ásamt aðgengi fyrir fatlaða. Hann er örstutt frá sundlauginni og þar við er ærslabelgur ásamt leiktækjum fyrir börn á skólalóðinni. Grundarfjörður hentar einstaklega vel fyrir ferðalanga sem vilja tjalda á sama stað í nokkrar nætur þar sem staðsetningin er miðsvæðis á norðanverðu Snæfellsnesi í miðju sögusviði Eyrbyggjasögu. Héðan er stutt í allar áttir, hægt að fara í dagsferð í Flatey og næsta dag hring í Snæfellnesjökulsþjóðgarðinum. Stutt er í flesta þjónustu bæði verslun, kaffihús, veitingastaði og bensín. Svo er boðið upp á afþreyingu á svæðinu, s.s. hestaferðir, kajakferðir, bátsferðir, hvalasjóstöng og fuglaskoðun. Golfvöllur er í nágrenninu og gönguleiðir frá fyrri tíð liggja upp í fjallgarðinn og útsýni yfir Kirkjufellið er stórkostlegt. Gjaldskrá tjaldsvæðis (gildir sumarið 2020): Gjald á sólarhring: Fullorðnir: 1.300 kr. Börn yngri en 16 ára: Frítt Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 900 kr. Rafmagn: 1.000 kr. Afsláttarkjör: Þriggja daga dvöl: -15% Sex daga dvöl: -25%
Tjaldsvæðið Hellissandi
Tjaldsvæðið er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er nýtt þjónustuhús með góðri aðstöðu, m.a. eldhúsi, salerni (einnig fyrir fatlaða), sturtum og vaskarými. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Á Hellissandi er einnig hægt að losa úrgang úr húsbílum og heitt og kalt vatn. Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík, sem er í 9 km. fjarlægð frá Hellissandi. Verð 2021 Fullorðnir: 1.500,- kr.Unglingar 14-16 ára: 500,- krFrítt fyrir 13 ára og yngriAldraðir og öryrkjar: 1.000,- kr.Rafmagn: 700,- kr. Sturtur innifaldar í verðunum.
Kast Guesthouse
Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín. 
Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Boðið er uppá gistingu í sex herbergjum sem eru allt frá 2 manna til 5 manna í sér húsi með heitum potti. Í þessu húsi eru tveir salir, annar er fyrir 30-40 manns, hinn er fyrir 150-180 manns og er hann bara í útleigu á sumrin (1 júní - 30 sept). Þetta hús er tilvalið fyrir ættarmót og hvers konar hópa. Tjaldstæði eru við húsið og salernis- og hreinlætisaðstaða ætluð tjaldstæðum er í sama húsi með sér inngangi. Einnig eru fjögur fimm manna hús með heitum potti, sjónvarpi, grilli og öllum helsta húsbúnaði. Húsunum fylgja sængur og tvær aukadýnur. Hægt er að leigja sængurföt sérstaklega. Þráðlaust netsamband er á staðnum.
Tjaldsvæðið Selsskógi, Skorradal
Gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn. Öll helstu nútímaþægindi, heitt og kalt vatn, sturta, klósett og rafmagn eru á svæðinu og ruslagámur í grendinni. Í næsta nágrenni eru t.d. Hreppslaug og margar merktar gönguleiðir t.d. Síldarmannagötur ásamt fjöllum til að klífa. Tjaldsvæði fyrir þá sem vilja öll helstu nútímaþægindi en á sama tíma vera í mikilli nálægð við náttúruna. Á svæðinu er heitt og kalt vatn, sturta, klósett og rafmagn. Ruslagámur er rétt hjá svæðinu. Verð 2019: Verð fyrir fullorðna: ISK 1.300,-Aldraðir og öryrkjar: ISK 1.100,-Frítt fyrir 15 ára og yngri4. hver nótt fríRafmagn: ISK 1.000,-
Tjaldsvæðið Stykkishólmi
Tjaldstæðið í Stykkishólmi er staðsett í jaðri bæjarins og öll aðstaða þar eins og best verður á kosið. Þráðlaust nettenging er á svæðinu og öll þjónusta í göngufæri, s.s. sundlaug, verslanir og veitingahús. Afgreiðsla fyrir svæðið er í golfskála Golfklúbbsins Mostra, sem staðsettur er fyrir innan tjaldsvæðið.  Salerni - á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er salernisaðstaða á 2 stöðum, þjónustuhúsi og í golfskála. Þetta eru 14 vatnssalerni. Vaskaaðstaða er við öll salerni og einnig eru útivaskar til að þvo leirtau ofl. Sturtur - 2 útisturtur með heitu vatni eru við nýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu sem gestir tjaldsvæðisins geta nýtt sér endurgjaldslaust.  Þvottavél og þurrkari - á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er aðgangur að þvottavél og þurrkara í golfskálanum. Greitt er sérstaklega hjá tjaldsvæðisvörðum fyrir hvern þvott/þurrkun. Upplýsingar - tjaldsvæðaverðir veita allar upplýsingar um tjaldsvæðið. Þeir eru oftast á svæðinu á milli kl.8 og 22. Ekki er víst að á öllum tímum sé hægt að hitta á þá í þjónustuhúsi, því þeir þurfa að sinna ýmsum verkefnum á svæðinu s.s. þrifum og þess háttar. Rafmagn - rafmagnstöflur eru víðsvegar um tjaldsvæðið sem gestir geta fengið aðgang að. Sérstök millistykki þarf til að tengjast töflunum en þau fást hjá tjaldvörðum.  Verð 2021 Verð fyrir fullorðna: 1.500,- kr.Verð fyrir börn: frítt fyrir 15 ára og yngriEllilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.000,- kr.Rafmagn: 1.000,- kr.
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
The Freezer Hostel & Apartments býður uppá gistingu og menningarviðburði allt árið um kring.

Aðrir (7)

Tjaldsvæðið Þórisstöðum Þórisstaðir 301 Akranes 897-5188
Tjaldsvæðið Borgarnesi Granastaðir við Borgarbraut 310 Borgarnes 775-1012
Tjaldsvæðið Varmalandi Stafholtstungur 311 Borgarnes 775-1012
Félagsheimilið Skjöldur Helgafellssveit 340 Stykkishólmur 841-9478
Ferðaþjónusta Setberg Setberg 350 Grundarfjörður 438-6817
Áning ferðaþjónusta - Traðir Guesthouse Traðir 356 Snæfellsbær 431-5353
Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853