Almenningssalerni á Snæfellsnesi
Við hvetjum ferðafólk til að skipuleggja ferðalagið sitt með hliðsjón af staðsetningu salerna og annarrar þjónustu.
Á Snæfellsnesi er lögð áhersla á að hafa góða aðstöðu til að taka á móti gestum.
Opinberir aðilar reka því á fimmta tug almenningssalerna víðsvegar á Snæfellsnesi.
Þar af eru yfir 20 salerni aðgengileg og opin allan sólarhringinn, allt árið.
En um 20 salerni eru í tengslum við opnunartíma opinberra þjónustueininga og því aðgengileg á auglýstum opnunartíma viðkomandi rekstrareiningar á hverjum tíma.
Vinsamlegast nýtið salernin sem eru til staðar og virðið umhverfið sem þið ferðist um.
Það er ekki viðeigandi að kasta af sér þvagi eða skilja eftir saur í íslenskri náttúru.
Slíkt er mikil óvirðing við landið, heimafólk og aðra ferðalanga.
Sjá yfirlit og staðsetningar opinberra almenningssalerrna á korti hér fyrir neðan:
ATHUGIÐ! -Einnig má benda á að allir þjónustustaðir sem eru með veitingasölu í sal, hafa líka aðgang að salerni fyrir sína gesti.
Því er gott að gera ráð fyrir því að stoppa til að staldra við, fá sér veitingar og styðja við rekstur heimafólks á viðkomandi ferðasvæði og nýta þá aðstöðu sem þar er í boði.
Almenningssalerni á Snæfellsnesi – yfirlit yfir staðsetningu, fjölda og opnunartíma
Staðsetning |
Fjöldi salerna |
Opnunartími |
Gestastofa Snæfellsness – Breiðablik |
8 |
24/7 – opið alla daga |
Arnarstapi – almenningssalerni við Arnarstapaveg |
5 |
24/7 – opið alla daga |
Snæfellsjökulsþjóðgarður – Gestastofa Malarrifi |
3 |
Auglýstur opnunartími |
Snæfellsjökulsþjóðgarður –Gestastofa Malarrifi - útisalerni |
2 |
24/7 – opið alla daga |
Snæfellsjökulsþjóðgarður – Djúpalónssandur |
– |
Unnið að endurbótum |
Snæfellsjökulsþjóðgarður – Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi, Sandahraun 5 |
6 |
Auglýstur opnunartími |
Snæfellsjökulsþjóðgarður – Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi, Sandahrauni 5 - útisalerni |
4 |
24/7 – opið alla daga |
Grundarfjörður – við höfnina, Nesvegur 2 |
12 |
Auglýstur opnunartími |
Stykkishólmur – við höfnina, Hafnargata 6 |
2 |
24/7 – opið alla daga |