Fara í efni

Vesturland er ríkt af sérstæðu landslagi og náttúru. Þar er fjölbreytt náttúrufegurð, fjöll, dalir, fjörur, eyjar, veiðiár, vötn og fossar, auk þess sem þar eru mörg náttúruvætti og friðlönd. Fjölskrúðugt lífríki byggist á margbreytileika í jarðfræði svæðisins þar sem má finna jarðminjar frá öllum skeiðum í jarðsögu landsins. Dýralíf er þar fjölbreytt og má finna óteljandi fuglategundir, hvali, seli og íslensku tófuna ef heppnin er með í för. 

 

Fossatún gönguleið
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirðien þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum semstaðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún erstaðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafellliggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.    Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavíkvið veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandigistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimiliog sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er tilstaðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkumGrímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn aðBlundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfirfjallagarða Borgarfjarðar.  Hægt er að ganga frá þjónustuskála viðFossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þáskilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígursem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svoaftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlagá þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuðbreið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar erað finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.   Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut).  Erfiðleikastig: Auðveld.  Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km  Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu.  Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni.  Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst  Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði.  Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.  Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfirvetrarmánuði.  GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263   GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  
Brynjudalsskógur
Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar. Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði. Svæði: Kjósahreppur.  Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg.  Erfiðleikastig: Auðveld leið.  Vegalengd: 3.2km  Hækkun: 103 metra hækkun.  Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar.  Tímalengd: 1 klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.  Hindranir á leið: Þrep.  Þjónusta á leið: Engin þjónusta.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins.  GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513   GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513   
Hvanneyri í Borgarfirði
Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem eru höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru einnig starfrækt Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið, verslun með handverk úr handunninni íslenskri ull. Hvanneyrartorfan, sem inniheldur gömlu skólahúsin á Hvanneyri, fjósin, kirkjuna, íþróttahús og Skemmuna, er friðuð vegna sérstöðu sinnar. Þar er einstakt safn verka fyrstu íslensku húsameistaranna, þeirra Rögnvaldar Ólafssonar, Einars Erlendssonar og Guðjóns Samúelssonar. Hvanneyri var friðlýst sem búsvæði árið 2003 en stækkað árið 2011 og fékk friðaða svæðið nafnið Andakíll. Þar hefur blesgæsin viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust og er hún algjörlega friðuð. Svæðið er mjög ríkt af fuglalífi stóran hluta ársins. Almenningi er heimill aðgangur til náttúruskoðunar og fræðslu. Jörðin er í landnámi Skallagríms Kveldúlfssonar, en þar bjó fyrstur Grímur hinn háleyski Þórisson sem Skallagrímur gaf land fyrir sunnan fjörð (Borgarfjörð).   Kirkja hefur staðið á Hvanneyri í margar aldir. Núverandi kirkja var vígð árið 1905 og er í eigu skólans á staðnum sem er sérstakt
Blautós Innstavogsnes við Akranes
Blautós og Innstavogsnes við Akranes er friðland, auðugt af fuglalífi og vel gróðri vaxið. Það er staðsett norðvestur frá Akrafjalli, rétt við bæjarmörk Akraness. Í voginn rennur Berjadalsá úr Akrafjalli.   Umhverfið býr yfir fallegu landslagi og athyglisverðum jarðmyndunum frá tímum síðustu ísskeiða. Þar er viðkomustaður Margæsa vor og haust á ferð þeirra milli landa. Blautós og Innstavogsnes gegna mikilvægu upplýsingahlutverki og búa yfir fallegum og fjölbreytilegum landslagsþáttum og afþreyingarmöguleikum.  
Breiðin á Akranesi
Breiðin er syðsti hluti Akraness og þar er fagurt útsýni yfir allan Faxaflóann, sérstaklega ef farið er alla leið upp í Akranesvita, en þaðan má sjá allt frá Reykjanesskaga að Snæfellsjökli í góðu skyggni.   Á Breiðinni er að finna einn elsta steinsteypta vita landsins frá árinu 1918 ásamt yngri vita, Akranesvita, sem reistur var á árunum 1943-44. Á Breið eru líka gamlir skreiðarhjallar og greina má steinlagt stakkstæði þar sem saltfiskur var breiddur út á góðviðrisdögum áður fyrr.   Fuglalíf er mikið á þessu svæði og mikilfenglegar, brimbarðar klapparfjörur. Norðurljósadýrð getur orðið þar einstök og sólarlagið ægifagurt. Svæðið býður því upp á einstakt útsýni og litadýrð allan ársins hring.  
Búðardalur-Laxarós
Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalana en þar er að finna fjölmarga þjónustufyrirtæki, heilsugæslu og skóla. Helsta aðdráttarafl Búðardals er Vínlandssetrið en þar er að finna sýningar og sögur af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Vínlandssetri er að finna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en í Búðardal er einnig að finna gistiheimili, tjaldsvæði ásamt veitinga-og kaffihús. Frá Vínlandssetri hefst gönguleið um Búðardal-Laxarós.   Í byrjun göngu er gengið inn Ægisgötu en þar er að finna gangstétt sem liggur upp götuna. Niður við fjörunaer búið að setja upp göngubrýr til að auðvelda aðgengi og mottur hafa verið settar niður á gönguleið til að auðvelda aðgengi gesta. Gönguleið um Búðardal-Laxarós er falleg og fjölbreytt, með skemmtilegum áningarstöðum á leiðinni. Gönguleið er mjög greinileg þegar komið er niður í fjöruborðið en lítið er um merkingar á leiðinni allri. Vínlandssetur er mjög hentugur staður til að hefja eða enda göngu en þar er að finna alla þá þjónustu sem útivistafólk þarf en einnig væri hægt að hefja göngu á öðrum stöðum í Búðardal.    Svæði: Búðardalur, Dalabyggð.  Vegnúmer við upphafspunkt: Vestfjarðarvegur(nr. 60) og gatnamótum Miðbraut og Ægisbraut inn í Búðardal.  Erfiðleikastig: Auðveld og létt leið.  Vegalengd: 1.43 km  Hækkun: 0-50 metrar.  Merkingar á leið: Á nokkrum stöðum á leið.  Tímalengd: 21 mín.  Yfirborð leiðar: malbik, smáir steinar, gras,trékurl, blandað yfirborð.  Hindranir á leið: Þrep eru víða.  Þjónusta á leið: Vínlandssetur.  Upplýst leið: Óupplýstar leiðir.  Tímabil: Gönguleið er opin allt árið.  GPS hnit upphaf: N65°06.6323 W021°46.3246  GPS hnit endir: N65°05.9515 W021°46.3543  
Arnarstapi
Arnarstapi á Snæfellsnesi er vinsæll ferðamannastaður fyrir alla fjölskylduna. Þar eru góðar gönguleiðir, hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Frá Arnarstapa er einnig boðið upp á ferðir á Snæfellsjökul. Stapafell er þar fyrir ofan. Arnarstapi er úr alfaraleið og mikilvægt er að hafa samband við þjónustuaðila ef koma á með hópa inn á svæðið sem nýta sér þjónustuna sem þar er í boði. Ströndin við Arnarstapa er ákaflega fögur og sérkennileg, einkennilega mótuð af briminu. Gönguleiðin milli Arnarstapa og Hellna er einstaklega skemmtileg og að hluta til gömul reiðgata. Hún er við allra hæfi og er ströndin er friðlýst.   Arnarstapi var áður fyrr kaupstaður, sjávarpláss með miklu útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.   Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þangað koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.   Arnarstapa er getið í Bárðar-sögu Snæfellsáss og þar er steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem setur mikinn svip á svæðið.       
Lóndrangar á Snæfellsnesi
Lóndrangar á Snæfellsnesi eru tveir klettadrangar sem rísa stakir út við ströndina, rétt fyrir fyrir vestan Hellna. Þeir eru óvenju formfagrir, fornir gígtappar og verpti örn fyrrum í hærri draganum.   Stikuð gönguleið er frá Malarrifi að Lóndröngum. Stígurinn er fær öllu göngufæru fólki, en á kafla, næst dröngunum, er gengið í fjörugrjóti. Lengi vel voru Lóndrangar taldir ókleifir með öllu, en 1735 var hærri drangurinn klifinn í fyrsta sinn svo vitað sé. Munnmæli eru um að sakamaður hafi eitt sinn komist upp í minni dranginn og bjargað þannig lífi sínu og komist á erlent skip.   Áður fyrr var útræði hjá Lóndröngum og sagt er að 12 skip hafi verið gerð þaðan út þegar mest var. Lendingin var fyrir austan hærri dranginn og heitir þar Drangsvogur. Til skamms tíma sáust við drangana rústir af sjóbúðum. Fiskigarðar og fiskreitir sjást þar í hrauninu fyrir ofan. Aðstaða til útgerðar hefur verið mjög erfið, fyrir opnu hafi. 
Álfholtsskógur
Útivistarsvæði inn í Álfholtsskóg er vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga í Hvalfjarðarsveit en aðgengi hefur verið bætt síðastliðin ár og er svæðið skilgreint sem „Opinn skógur“. Gönguleiðir eru víða um svæðið, merkingar hafa verið settar upp og áningarstaðir inn í skóginum eru fjölmargar. Upphaf skógræktar í Álfholtsskóg má rekja til ársins 1939 en í dag má finna yfir 130 tegundir af trjám og runnum í skóginum og misjöfnum yrkjum af sömu tegund. Gönguleiðir um Álfholtsskóg eru fjölbreyttar og krefjandi en aðstaða til að njóta er fyrsta flokks. Áningarstaðir þar sem gestir geta hvílst, borðað nesti eða eingöngu að njóta svæðisins eru til staðar og auk þess eru að finna merkingar víða. Félagar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa gert mjög vel með að merkja leiðirnar og auka aðgengi fyrir göngufólk, með tilkomu brúa og trappa upp hlíðar Álfholtsskógar. Svæði: Hvalfjörður.  Vegnúmer við upphafspunkt: Akrafjallsvegur (nr. 51).   Erfiðleikastig: Auðveld leið og létt leið.  Vegalengd: 7 km.  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkt leið með skiltum sem vísa leið.  Tímalengd: 1.30 klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni.  Hindranir á leið: Þrep og brýr á gönguleið.  Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N 64°22.2406 W 021°51.0028.  GPS hnit endir: N 64°22.2406 W 021°51.0028.  
Breiðafjörður
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins og liggur á milli Vestfjarðakjálkans og Snæfellsness.   Eyjar á Breiðafirði eru eitt af þrennu sem kallað hefur verið óteljandi á Íslandi. Auk eyjanna eru í flóanum aragrúi skerja sem fara í kaf á flóði. Áður fyrr var töluverður búskapur í eyjunum og byggð talsverð. Eyjabúskapur var um margt sérstakur og komust íbúarnir vel af því eyjarnar voru réttnefndar matarkistur. Enn eru þar hlunnindi af dún- og eggjatöku.  Í straumskiptum milli flóðs og fjöru streymir mikill massi sjávar inn og út milli eyjanna og skerjanna. Straumarnir eru víða miklir og hættulegir minni bátum. Þessir straumar hafa átt þátt í að móta hið sérstæða breiðfirska bátalag.   Aðalheimkynni hafarnarins eru við Breiðafjörð, en hann er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni.  
Varmaland gönguleið
Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett ítungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.   Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.   Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð.  Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Nr. 527 Varmalandsvegur).  Erfiðleikastig: Létt leið.  Lengd: Heildalengd 5.03km.  Hækkun: 75 metrar.  Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum.  Tímalengd: 1.07 klst að ganga.  Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.   Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands.  Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.  Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins.  GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383  GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 
Löngufjörur Á Snæfellsnesi
Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi eru ljósar skeljasandsfjörur og leirar sem eru vinsælar til útreiða.   Förurnar eru heillandi fyrir hestamenn að ferðast um því þar er hægt að taka klárana til kostanna og þeysa um. Mjög er þó varasamt að fara þar um nema með leiðsögn.  Fjörurnar eru oftast taldar ná frá Hítarnesi og vestur að Stakkhamri.  
Stálpastaðir
Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.   Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi enþað gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.    Svæði: Skorradalur.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur).  Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélarfara stundum um skógarveginn á virkum dögum).  Vegalengd: 1.6 km  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar.  Tímalengd: 23 mín.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras.  Hindranir á leið: Engar hindranir.  Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.  GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108   GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108   
Dagverðarnes í Dölum
Í Dagverðarnes í Dölum kom Auður djúpúðga í leit að öndvegissúlunum og snæddi þar dögurð og dregur nesið nafn sitt af þeim viðburði.   Á vinstri hönd, á leið niður á nesið, er friðlýstur grjóthringur með grjótbungu í miðju.   Talið er að kirkja hafi lengi verið í Dagverðarnesi. Núverandi kirkja var byggð árið 1934 úr viðum fyrri kirkju og er hún friðuð. Þar hefur alla jafna verið messað einu sinni ári. Úti fyrir nesinu liggur Hrappsey þar sem rekin var fyrsta veraldlega prentsmiðja landsins 
Fossá skógrækt
Skógræktin er staðsett við þjóðveg og hefur áningarstaðurinn við útjarð skógræktar mikið aðdráttarafl ferðamanna um svæðið en útsýni þaðan er frábært. Gamla réttin og fossinn, Sjávarfoss, vekja mikla athygli þegar keyrt er um svæðið og einnig útsýnið yfir Hvalfjörð. Fossá er skógræktasvæði í Hvalfirði sem fjögur skógræktarfélög halda utan um. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Kjalarnes, Kjós og Kópavogs. Fossá var formlega tekin inn í Opinn skógur verkefnið árið 2011 en Fossárjörðin er með skjólgott svæði og mikin skóg en hefur einnig að bjóða kræklingafjöru undan Fossárósum, fossar og flúðir sem berast með Fossáinni og ágætis berjalandi. Jörðin er alls 1.100 hektarar og er búið að planta yfir milljón plöntun en aðallega hefur verið gróðursett greni, birki og fura. Á Fossá eru að finna merktar gönguleiðir ásamt áningarstöðum og hefur svæðið því mikla útivistarmöguleika. Skógræktarfélögin fjögur, stofnuðu árið 2001, rekstrarfélag um skógræktina á jörðinni og aðrar framkvæmdir á svæðinu, svo sem stígagerð og lagningu vega í skóginum. Þetta rekstrarfélag nefnist Fossá skógræktarfélag en það hefur tekjur sínar af sölu jólatrjáa en á síðustu árum hefur sala á skógarviði til margvíslegra nota einnig komið til. Jólatrésræktun er fyrirferðamikil á svæðinu og hefur rekstrarfélagið ágætil tekjur af sölu ár hvert. Svæði: Kjósahreppur. Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Erfiðleikastig: Létt leið. Aðgengi er víða fyrir vagna og hjólastóla en ekki allsstaðar. Vegalengd: 9.5km. Hækkun: 50-100 metra hækkun. Merkingar á leið: Stikur eru sýnilegar á köflum á gönguleið en sumsstaðar eru engar merkingar. Tímalengd: 2 klst. Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras og stór grjót. Hindranir á leið: Þrep og vað. Þjónusta á leið: Engin þjónusta. Upplýst leið: Óupplýst leið. Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins. GPS hnit upphaf: N 64°21.1996 W 021°27.9139 GPS hnit endir: N 64°21.1996 W 021°27.9139
Akranes gönguleið
Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika.    Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma.Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlegaáhugaverður áfangastaður að heimsækja.   Svæði: Akranes.  Vegnúmer við upphafspunkt: Kalmansbraut(nr.51), við tjaldsvæði Akranes.  Erfiðleikastig: Auðveld leið.  Vegalengd: 10.36km  Hækkun: 0-50 metra hækkun.  Merkingar á leið: Engar merkingar.  Tímalengd: 2.15klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót og malbikaður stígur.  Hindranir á leið: Engar hindranir.  Þjónusta á leið: Við tjaldsvæði Akranes og þjónustufyrirtæki á svæðinu.  Upplýst leið: Meirihluti leiðar er upplýstur en hluti sem er óupplýstur.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°19.5756 W022°04.0371 við tjaldsvæði Akranes.  GPS hnit endir: N64°18.7945 W022°02.6144 við Himnaríki. 
Meðalfellsvatn í Kjós
Meðalfellsvatn í Kjós er kjörið til útivistar. Þar hefur alltaf verið nokkur silungsveiði og jafnvel hefur fólk sett í lax. Handhafar Veiðikortsins hafa leyfi til að veiða í vatninu. Úr Meðalfellsvatni fellur áin Bugða sem rennur í Laxá í Kjós.   Á vatnasvæði Bugðu eru allar hérlendar ferskvatnstegundir fiska, lax, bleikja, urriði, áll og hornsíli.  Meðalfellsvatn er einnig áhugaverður staður til fuglaskoðunar. Himbrimar verpa við vatnið og mikill fjöldi straumanda sækir í bitmýslirfur á botni Bugðu, snemma á vorin.   Fyrir norðan vatnið er bratt fjall, Meðalfell, sem skiptir byggðinni í tvennt á stóru svæði.  
Akranes skógrækt
Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegargönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein íSlaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett viðrætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.   Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt erþar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadótturen þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir.  Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.   Svæði: Akranes.  Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi.  Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt. Vegalengd: 12.31km  Hækkun: 50-100 metra hækkun.  Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg.  Tímalengd: 2.23klst.  Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni.  Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga.  Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.   GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund.  GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt.  
Búðir-Búðaklettur-Frambúðir
Búðir er staðsett vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á Búðum var eitt sinn virkasti verslunastaður Snæfellsnes ogblómlegt sjávarþorp en fornleifa sem fundist hafa, t.d. á Frambúðum, benda til að starfsemi allt frá fyrstu landnámi Íslands. Víðáttumikið hraun Búðahrauns nær austur í átt að sjó við Faxaflóa og vestur að Hraunlandsrifi.   Gönguleið um Búðir-Frambúðir og Búðaklett er fjölbreytt náttúru upplifun. Náttúra svæðisins, í bland við þá sögu og minjar sem eru fyrir, gerir gönguleið um Búðir-Búðaklett og Frambúðir að einstakri upplifun. Merkingar á svæðinu eru til fyrirmyndar, þar sem stikur og vegvísar eru mjög greinilegir. Gönguleið frá Frambúðum og að Búðakirkju er nokkuðógreinileg og sumstaðar engar merkingar um hvar væri best að ganga en einungis er um að ræða stutta leið. Búðahraun er á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar yfir friðlönd á Íslandi en Búðir er einn af vinsælustu áfangastöðumVesturlands. Hótel Búðir er vinsæll kostur þegar kemur að gistingu og veitingum, kirkjan á Búðum er gríðarlega vinsæl fyrir brúðkaup og er sú þekktasta kirkja á Vesturlandi. Svæðið í kring um Búðir er mjög vinsælt útivistarsvæði, með ljósum strandlengjum í bland við svarta strandlengju og gullfallega náttúru þar sem Snæfellsjökullinn gnæfir yfir svæðið.   Svæði: Snæfellsbær  Vegnúmer við upphafspunkt: Beygt er af þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og inn á veg nr. 574 (Útnesvegur) og er þar afleggjari inn á Búðir (Búðavegur).  Erfiðleikastig: Létt leið. Einfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér.   Vegalengd: 6.8km  Hækkun: 88 metra hækkun (Búðaklettur).  Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið.  Tímalengd: 1.4 klst  Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras, hraun og blönduðu náttúrulegu efni.  Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni.  Þjónusta á leið: Þjónusta er á hótel Búðum.  Upplýst leið: Óupplýst leið.  Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuðiársins.   GPS hnit upphaf: N64°49.3046 W022°23.0755   GPS hnit endir: N64°49.3046 W022°23.0755