Fara í efni

Víða má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Margir eru
aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Þar er hægt að nálgast ferskt grænmeti og
ber, kjöt beint frá býli og margt fleira góðgæti.

Ferðaþjónustan Erpsstöðum
Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi. Hópar panti fyrirfram. Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda. Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið. Sjá vefsíðu        
Hverinn
Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner. Tjaldsvæðið Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla. Verð 2019:Fullorðnir: kr. 1.500,-Fritt fyrir 13 ára og yngriRafmagn: kr. 1.000,-Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti Þurrkari: kr. 500,- hvert skiptiHobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,- Hobbitahús Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.  Herbergi  5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi. Íbúð Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi.  Heitir pottar og sundlaug Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.
Háafell - Geitfjársetur
Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða.  Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.  Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir.  Opið 1. júní til 31. ágúst frá 13:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.  Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 
Sælureiturinn Árblik
Sælureiturinn er lítið kaffihús sem býður uppá súpu og brauð í hádeginu, kaffi og heimabakað bakkelsi yfir daginn. Við erum með vörur Beint frá býli og handverk úr héraði. Einnig er rekið tjaldsvæði. 
Hraunsnef sveitahótel
Á sveitahótelinu eru 15 herbergi. Fimm herbergi á jarðhæð og tíu herbergi á efri hæð. Herbergin á annarri hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga og herbergin á fyrstu hæð hafa öll sér pall. Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl. HERBERGIN HAFA ÖLL SAMA ÚTBÚNAÐ: Sér inngangur, snyrting með sturtu, hárþurrka og sléttujárn, sloppar og sjónvarp. 
Hjá Góðu Fólki
Hjá Góðu fólki er lítið kaffi- og listahús. Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þar er vistvæn ræktun á salati og jurtum og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera húsið okkar hlýlegt og tökum vel á móti öllum sem koma til okkar með úrvals kaffi og heimagerðum mat og bakkelsi. 
Ljómalind - sveitamarkaður
Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin. Opið allt árið, alla daga frá 10:00-18:00.

Aðrir (3)

Hundastapi Hundastapi 311 Borgarnes 437-2352
Grímsstaðir 2 Grímsstaðir 2 320 Reykholt í Borgarfirði 858-2133
Ytri-Fagridalur Ytri-Fagridalur 371 Búðardalur 893-3211