Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Háafell - Geitfjársetur

- Beint frá býli

Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða. 

Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn. 

Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir. 

Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi. 

Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 

Háafell - Geitfjársetur

Háafell - Geitfjársetur

Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum
Sumarhúsin Signýjarstöðum

Sumarhúsin Signýjarstöðum

Til leigu snotur sumarhús með heitum potti, öll leigð út með uppábúnum rúmum.