Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Snæfellsnesi bíður veisla fyrir matgæðinga, paradís fyrir útivistarmenn, nægur efniviður fyrir ljósmyndara og fjölbreytt afþreying. Segja má að Snæfellsnes sé Ísland í hnotskurn, en það er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag. Í aðeins tveggja klukkustunda akstursferð frá Reykjavík er að finna töfrandi upplifun og mikilvægt er að velja, eða dvelja því af nægu er að taka. Snæfellsnes er prýtt háum og oft á tíðum hrikalegum fjallgarði, sem mótast hefur við eldgos og jökulrof. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmenningu, fjörur og lífleg fuglabjörg, fallegar sveitir, skemmtileg þorp og bæi. Á Snæfellsnesi er hátt þjónustustig, fjölmargir vel upp byggðir áfangastaðir og ferðaleiðir þar sem búið er að gera náttúru og menningu aðgengilega og íbúar og ferðalangar geta á öruggan hátt notið lífsins.

Töfrandi náttúra

Yst á Snæfellsnesi trónir hinn dularfulli Snæfellsjökull, þar sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001. Hlutverk þjóðgarðsins er að vernda náttúru og landslag, vistkerfi, dýralíf sem og menningararf svæðisins. Á norðanverðu Snæfellsnesi má m.a. finna fjallið Kirkjufell í Grundarfirði sem er eitt mest myndaða fjall Íslands, enda er það alveg einstaklega fallegt. Gamli bærinn í Stykkishólmi hefur vakið athygli víða, meðal Íslendinga sem og erlendis fyrir vel varðveitt hús og menningu. Lifandi strandmenningu er hægt að fá beint í æð í hestaferðum á ströndinni, í kajakferðum, hvala- eða fuglaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir veitingastaðir vinna með hráefni úr heimabyggð, af landi og úr sjó.

Okkur er annt um umhverfið

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa lengi lagt ríka áherslu á samstarf og sjálfbæra þróun á mörgum sviðum samfélagsins. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður af sveitarfélögunum fimm, frjálsum félagasamtökum og hagsmunaaðilum í atvinnulífi árið 2014. Hlutverk svæðisgarðsins er að vera farvegur fyrir samstarf og miðla sérstöðu svæðisins og aðdráttarafli til gesta og íbúa. Samstarfið er byggt á sameiginlegri sýn á hagnýtingu svæðisins sem og verndun þess. Að auki hefur Snæfellsnes hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir samfélög í rúman áratug. Vottunin er staðfesting á því að sveitarfélögin vinna að bættri frammistöðu í umhverfis- og samfélagsmálum og er hún endurnýjuð árlega með óháðu mati þriðja aðila.

Afþreying

Aðrir (3)

Loa Tours Lágholt 21 340 Stykkishólmur 899-4151
Berserkir og Valkyrjur Birkilundur 50 341 Stykkishólmur 820 0508
Golfklúbburinn Vestarr Grundargata 84 350 Grundarfjörður 834-0497

Áhugaverðir staðir

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Sælkeraleið Snæfellsness

Á Sælkeraleiðinni eru áfangastaðir sem varpa ljósi á matarmenningu Snæfellsness. Boðið er upp á margvíslega upplifun þar sem ferðlangar kynnast matvælaframleiðslu, sögu og hefðum og síðast en alls ekki síst eru veitingastaðir á leiðinni sem bjóða upp á mat úr héraði.

Við vonum að þið njótið en munið ávallt að athuga opnunartíma staða þar sem hann getur breyst.

Sælkeraleiðin er í stöðugri þróun og við hlökkum til að bjóða upp á fleiri áfangastaði í náinni framtíð.

Vefsjá sælkeraleiðarinnar

Gestgjafar sælkeraleiðarinnar

Aðrir (2)

Fjöruhúsið Hellnar 356 Snæfellsbær 435-6844
Útgerðin Klettsbúð 7 360 Hellissandur 857-5050