Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi
Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi er 527 m. litskrúðugt og sérkennilegt fjall, sem blasir við þegar keyrt er eftir þjóðvegi nr. 54 milli Álftafjarðar og Stykkishólms.
Fjallið sker sig úr umhverfinu hvað litadýrð snertir og talið auðugt af málum og náttúrusteinum. Mikið er um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, jaspis og glerhalla.
Talið var að gull væri að finna í fjallinu og þess var leitað, en magnið þótti of lítið, heitir þar Gullberg á einum stað. Fyrir neðan Gullberg eru Beinadalir þar sem sagt er að fundist hafi beinaleifar sem menn trúðu að væru frá tímum syndaflóðsins.
Í námunda við Drápuhlíðarfjall eru örnefni eins og Ísafell og Pekronsdalur sem talin eru benda til írskrar byggðar.
Töluvert berjaland er í hlíðum fjallsins. Engar merktar gönguleiðir eru upp á fjallið og ekki eru bílastæði við það. Uppganga er alfarið á ábyrgð ferðafólks.