Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Handverk og hönnun

Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun um allt land.
Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði landsmanna sé óþrjótandi.
Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum
handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum vefsíður listamanna.

Ljómalind - sveitamarkaður
Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin. Opið allt árið, alla daga frá 10:00-18:00.
Blómalindin Kaffihornið
Kaffihús - blómagjafavöruverslun. Opið þriðjudaga-fimmtudaga frá 10:00 til 18:00 og laugardaga frá 10:00 til 16:00. Lokað á sunnudögum og mánudögum.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl. Opnunartími: Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17. Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16 Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn Fullorðnir kr. 2.080,- Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.
Handverkshópurinn Bolli
Handverk unnið af fólki í og úr Dölum. Lopavörur, útskornir hlutir, hekl, prjón, tölur úr kindahornum og beinum, leirmunir og fleira. Á sumrin opið daglega frá 11:00 til 17:00. Á öðrum tímum er opið eftir samkomulagi.
Nýp á Skarðsströnd
B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar. Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma. Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist. Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur.  Verið velkomin! Bókanir: thora@this.is. Sími: 896-1930 eða 891-8674.Þið finnið okkur á Facebook hér. Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.
Liston
Alþýðulistamaðurinn Liston, hér er hægt að skoða ný og gömul verk. Opið allt árið daglega frá 10:00 til 18:00.
Gallerí Jökull
Gallerí Jökull hefur til sölu handverk sem eingöngu er unnið af heimafólki. Handprjónaðar Íslenskar lopapeysur, fjölbreytt úrval af húfum, vettlingum og sokkum, fallegum barnafötum. Einnig leirmunir, skartgripir, heklaðir bangsar og ýmiskonar smádýr fyrir börn. Margt fleira er í boði, sjón er sögu ríkari. Handverksfólk leggur metnað sinn í að vanda til verka og vinna úr góðu hráefni. Hjá okkur hittir þú handverksfólkið sjálft.  Tökum kreditkort, posi á staðnum.  Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti ykkur. 
Ullarselið á Hvanneyri
Ullarselið á Hvanneyri er verslun með vandað handverk, ullarvörur úr íslenskri ull og gæðahandverk úr íslensku hráefni. Vörurnar sem í boði eru í Ullarselinu eru handspunnið band, peysur úr handspunnu bandi sem og flíkur úr lopa, léttlopa og ber þar hæst hinar sérhönnuðu Borgarfjarðarpeysur. Jurtalitað band, kanínufiðuband og fiðuvörur, skartgripir úr hrosshári, steinum og hornum, þæfðir hattar, inniskór og vettlingar. Ullarselið selur líka plötulopa, léttlopa og eingirni frá Ístex, prjóna og uppskriftir. Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni, að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi. Ullarselið er í senn verslun og vinnustofa áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð við ullarvinnslu eru notuð. Meðal annars er kembt, spunnið, prjónað, þæft og ofið. Sjón er sögu ríkari. Sumaropnun : Opið alla daga: 15. maí - 15. september kl. 11:00-17:00 Vetraropnun: Opið á fimmtud, föstud og laugard. kl.13:00 - 17:00.

Aðrir (11)

Dýrfinna Torfadóttir Gullsmiður Stillholt 16-18 300 Akranes 862-6060
Michelle Bird Artist - Courage Creativity Sæunnargata 12 310 Borgarnes 612 3933
FOK Borgarbraut 57 310 Borgarnes 437-2277
Giljar Horses & Handcraft Giljar 320 Reykholt í Borgarfirði 691-8711
Gallerí Braggi Aðalgötu 28 340 Stykkishólmur 893-5588
Gallerí Lundi V/Frúarstíg 340 Stykkishólmur 864-2420
Greta María - fine jewelry / Smiðjur Aðalgata 20 340 Stykkishólmur 696-9628
Smávinir / Smiðjur Aðalgata 20 340 Stykkishólmur 896-1909
Krums Eyrarvegur 20 350 Grundarfjörður 842-1307
Pakkhúsið Ólafsbraut 12 355 Ólafsvík 857-5050
Útgerðin Klettsbúð 7 360 Hellissandur 857-5050