Fara í efni

Hluti af góðu ferðalagi er að rækta líkama og sál. 

Guðlaug
Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.
Hvammsvík sjóböð
Sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Öll böðin eru náttúrulaugar þar sem 90 gráðu heitu jarðvarmavatni af svæðinu er blandað saman við sjóinn. Til að tryggja sem besta upplifun fyrir gesti og varðveita náttúruna og umhverfið er gestafjölda hverju sinni stillt í hóf og því þarf að bóka aðgang fyrirfram á heimasíðu. Gestir geta valið á milli inni eða útiklefa og jafnframt notið veitinga á svæðinu.
B59 Hótel
B59 er 4 stjörnu hótel með notalegri gistingu, veitingastað og heilsulind á Vesturlandi. Við erum með 60 standard, 3 Deluxe herbergi, 8 Superior herbergi og 3 Svítur. Svo bjóðum við upp á 44 svefnpláss á B59 Hostel. Snorri Veitingastaður & Bar er opið 7 daga vikunnar í morgunmat og kvöldmat frá kl 17:00 til 21:00.
Fosshótel Reykholt
Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur. Fosshótel Reykholt stendur á sögulegum slóðum og er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Krauma, Deildatunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Á hótelinu er einnig að finna glæsilegan veitingastað. Fosshótel Reykholt býður upp á glænýja heilsulind með útipottum, slökunarherbergi, sauna, eimbaði, setustofu og búningsklefum. Sannkallaður lúxus sem býður þín eftir að hafa notið einstakrar náttúru og upplifað fossa, fjöll, hraun og skóga.  83 herbergi Morgunverður í boði Veitingastaður og bar Heilsulind og líkamsrækt Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Lokað um jólin Hluti af Íslandshotelum
Krauma
Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma - náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar. Opnunartímar:Opið alla daga frá klukkan 11:00 til 21:00

Aðrir (1)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566