Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar.
Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð, gullin strönd við Faxaflóann og stjörnubjartur himinn með norðurljósatrafi þegar skyggir.
Langaholt er í miðri hringiðu Snæfellskrar náttúru, strönd, fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar, selir, allt er þetta í grennd og meira til, já sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign. Umhverfi Langaholts er markað af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd og er margt þar forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra.